Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2007, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.11.2007, Blaðsíða 49
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 7 49 ársinsMenn Útnefningar í 20 ár Feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson kaupmenn í Bónus voru útnefndir menn ársins í íslensku viðskiptalífi árið 1997 af Frjálsri verslun, þá 57 ára og 29 ára gamlir. Hlotnaðist þeim sá heiður fyrir góðan árangur, athafnasemi og einskæran dugnað í rekstri. Á árinu hafði þeim auðnast að auka veltu Bónuss um 1.200 milljónir króna og stefndu í sex milljarða veltu og höfðu þar að auki vaxið úr engu í að vera 26. stærsta fyrirtæki landsins á aðeins níu árum. „Og fyrir níu árum var Jóhannes Jónsson atvinnulaus maður sem fékk lánað fé hjá móður sinni til þess að stofna lítið fyrirtæki með syni sínum. Það hlaut nafnið Bónus,“ sagði meðal annars í forsíðuumfjöllun í Frjálsri verslun í tilefni af útnefningunni. „Ég vann með skóla frá barnsaldri, með öðrum störfum og síðan í fullu starfi frá miðjum sjöunda áratugnum og varð verslunarstjóri 1967. Ég get því sagt að ég sé búinn að starfa við verslun frá því skömmu eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar,“ sagði Jóhannes meðal annars. Jón Ásgeir skaut föður sínum hins vegar ref fyrir rass að nokkru leyti þar sem hann kvaðst muna eftir sér fyrst sex ára gömlum við að fylla á kókkælinn í Austurveri þar sem faðir hans var verslunarstjóri. Jón Ásgeir hóf feril sinn á göngunum í Austurveri því þar var hann með lítinn vagn, seldi popp og pylsur og fleira og átti síðan svipaðan vagn á Eiðistorgi. „Mér þótti þetta alltaf skemmtilegt. Þarna fékk maður svolítinn vasapening fyrir að fylla á og hjálpa til. Mér hefur alltaf þótt gaman að versla.“ Vorið 1989 höfðu feðgarnir eina milljón milli handa til þess að byrja reksturinn. „Við ætluðum að koma upp lágverðsmarkaði sem við gætum báðir lifað af með svona kannski tvo starfsmenn. Ég man að við reiknuðum með að við þyrftum að selja fyrir 7 milljónir á mánuði til þess að dæmið gengi upp. Það fór svo að við seldum fyrir 7 milljónir fyrstu vikuna og tæpar 30 milljónir fyrsta mánuðinn.“ Árið 1997: Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson í Bónus 1997 Tókum stoltir við viðukenningunni Jóhannes­ Jóns­s­on s­eg­ir að útnefning­in menn árs­ins­ í ís­lens­ku viðs­kiptalífi fyrir tíu árum hafi verið ánæg­juleg­. „Þetta var ág­ætis­ upphefð á s­ínum tíma og­ við tókum s­toltir við þes­s­ari viðurkenning­u. Mér er líka minnis­s­tæð myndatakan fyrir fors­íðu blaðs­ins­, þar s­em ég­ hélt á g­rís­ í fang­inu, en hann varð alveg­ kolvitlaus­ þeg­ar flas­s­ið kom og­ lét öllum illum látum. Hann var ekki kyrr nema þetta eina aug­nablik.“ Hvar eru þeir núna? Umsvif Jóhannesar og Jóns Ásgeirs hafa margfaldast á síðastliðnum tíu árum en þegar þessi umfjöllun birtist á sínum tíma náði útrás þeirra feðga einungis til Færeyja. Baugur Group er alþjóðlegt fjárfestingafélag með áherslu á fjárfestingar í smásöluverslun, fasteignarekstri og fjölmiðlun á Íslandi og í Norður- Evrópu. Hjá fyrirtækjum sem Baugur Group er kjölfestufjárfestir í starfa um 75 þúsund manns í yfir 3.900 verslunum. Velta fyrirtækjanna nam á síðasta rekstrarári um 1.200 milljörðum króna. Meðal helstu fjárfestinga á sviði fasteigna má nefna fasteignafélögin Landic, Smáralind og Eik sem og þróunarfélögin Þyrpingu og Nordicom. Einnig á Baugur stóra hluti í 365 hf., Teymi hf. og FL Group. Jón Ásgeir er stjórnarformaður 365 og Baugs Group og nýorðinn stjórnarformaður FL Group. Jóhannes Jónsson er jafnan kenndur við Bónus, en er jafnframt stjórnarformaður Haga og situr í stjórn Baugs Group og Húsasmiðjunnar. Þá stýrir hann styrktarsjóði Baugs sem úthlutar 100 milljónum árlega til ýmissa málefna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.