Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2007, Síða 57

Frjáls verslun - 01.11.2007, Síða 57
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 7 57 ársinsMenn Útnefningar í 20 ár Menn ársins í íslensku viðskiptalífi árið 2002 voru félagarnir í Samson, Björgólfur Thor Björgólfsson, Björgólfur Guðmundsson og Magnús Þorsteinsson. Höfðu þeir vakið heimsathygli í byrjun ársins og verið í sviðsljósinu af og til eftir það. Í byrjun febrúar ársins 2002 höfðu þremenningarnir skrifað undir einn stærsta samning sem íslenskir athafnamenn hafa undirritað, er þeir seldu bjórverksmiðjuna Bravo International í Pétursborg í Rússlandi til Heineken fyrir 40 milljarða á þávirði. Þá höfðu Björgólfsfeðgar gert Pharmaco að stóru alþjóðlegu lyfjafyrirtæki og öðru verðmætasta fyrirtæki í Kauphöllinni á örfáum árum. Einnig bauðst Samson eignarhaldsfélag til þess að kaupa annan hvorn eða báða ríkisbankana sem þá stóð til að einkavæða og hófust samningaviðræður um kaup á Landsbanka Íslands, sem lauk með því að í október árið 2002 var skrifað undir samkomulag um kaup á 45,8% hlut í bankanum fyrir 12,3 milljarða króna. Einnig keypti Magnús Þorsteinsson 50,5% hlut í flugfélaginu Atlanta og Björgólfur eldri eignaðist 68% í útgáfufélaginu Eddu. Árið var því þeirra svo um munaði. Þremenningarnir höfðu kynnst 10-11 árum fyrr í drykkjarvörudeild Pharmaco, eða Gosan og Viking Brugg, og fór strax vel á með þeim, að sögn. Svo vel að þeir líktu sér við Ríó tríóið og hljómsveitina Þrjú á palli í forsíðuumfjöllun Frjálsrar verslunar vegna útnefningarinnar. „Þeir vissu strax hvað þeir vildu og hvert þeir vildu stefna og hafa unnið markvisst að því, algjörlega ósmeykir við að fara utan og takast á við ný verkefni og framandi aðstæður.“ Árið 2002: Björgólfur Thor Björgólfsson, Björgólfur Guðmundsson og Magnús Þorsteinsson í Samson Hvar eru þeir núna? Landsbankinn og tengdir aðilar eignuðust ráðandi hlut í Hf. Eimskipafélagi Íslands í september 2003 og árið 2005 seldi Magnús Þorsteinsson 14,5% hlut sinn í Samson Holding. Magnús Þorsteinsson er stjórnarformaður Eimskips, stjórnarformaður Icelandic Group og stjórnarformaður Excel Airways Group. Björgólfur Guðmundsson er formaður bankaráðs Landsbankans og hefur fjárfest í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins og 24 stunda síðastliðið ár og varð jafnframt aðaleigandi knattspyrnufélagsins West Ham fyrir ári. Björgólfur Thor Björgólfsson á umtalsverðan hlut í Actavis, þar sem hann er jafnframt stjórnarformaður. Einnig á hann talsvert stóra hluti í fjarskiptafyrirtækjum í Finnlandi, Póllandi, Tékklandi, Búlgaríu og Grikklandi í gegnum breska fjárfestingafélagið Novator, þar sem hann er aðaleigandi. Björgólfur Thor hefur ennfremur verið stjórnarformaður Straums frá því í október árið 2005. Feðgarnir Björgólfur eldri og yngri voru báðir á lista Forbes yfir milljarðamæringa heimsins í febrúar á þessu ári, Björgólfur Thor í 249. sæti og Björgólfur eldri í 799. sæti, en þeir komast á listann sem eiga eignir metnar eru á einn milljarð Bandaríkjadala að lágmarki. 2002
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.