Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2007, Síða 60

Frjáls verslun - 01.11.2007, Síða 60
60 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 7 ársinsMenn20 ár Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður, voru útnefndir menn ársins í íslensku viðskiptalífi árið 2005 af Frjálsri verslun. Heiðurinn hlutu þeir fyrir framúrskarandi hæfni við rekstur bankans, stækkun hans, farsælan feril, athafnasemi og frumkvöðlastarf í útrás íslenskrar bankaþjónustu. Í forsíðuumfjöllun Frjálsrar verslunar sagði réttilega að í sjálfu sér væri fremur erfitt að finna réttu lýsingarorðin til þess að lýsa stækkun Kaupþings undir stjórn þeirra Hreiðars Más og Sigurðar, svo mikil væri hún. En þá hafði stærð efnahagsreiknings þúsundfaldast frá því að Sigurður varð forstjóri árið 1996 og markaðsvirðið rúmlega tólfhundruðfaldast. Eigið fé hafði jafnframt 365-faldast og ársvelta 352-faldast og hafði ekkert íslenskt fyrirtæki stækkað í líkingu við þetta áratuginn á undan. Þegar þarna var komið sögu var Kaupþing banki 9. stærsti banki á Norðurlöndum og í 180. sæti á heimsvísu í hópi nokkurra þúsunda banka og markmiðið að verða í hópi 50 stærstu banka heims innan fimm ára. Sigurður víkur að yfirlýstum áformum um stækkun bankans í viðtalinu og rifjaði upp erindi sem hann hélt á ársþingi Verslunarráðs árið 2001 þar sem hann brá upp mynd af þeim vexti sem stjórnendur bankans sáu fyrir sér á næstu fimm árum: „Þessir 400 sem hlustuðu héldu víst allir að við værum orðnir endanlega geggjaðir – það eru enn að koma til mín menn til að segja mér hvað þeim hafi þótt þetta fráleitt – en staðreyndin er sú að við höfum vaxið enn meira en við héldum þá.“ Árið 2005: Sigurður Einarsson starfandi stjórnarformaður og Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings Hvar eru þeir núna? Frá því í haust hefur Kaupþing eignast innlánafyrirtæki á Mön, keypt Robeco Bank Belgium og opnað útibú í Katar og Dubaí, svo eitthvað sé nefnt. Í lok þriðja ársfjórðungs voru starfsmenn hjá Kaupþingi og dótturfélögum 3.190. Kaupþing er með starfsemi í 12 löndum í augnablikinu og eftir yfirtöku á NIBC í janúar 2008 verða þau 16. Af evrópskum fjármálafyrirtækjum hefur Kaupþing vaxið einna hraðast undanfarin ár. Það hefur gerst með miklum og stöðugum innri vexti og vel yfirveguðum yfirtökum. Þar ber helst að nefna kaup á FIH bankanum í Danmörku árið 2004 og Singer & Friedlander í Bretlandi árið 2005. Hreiðar Már hefur verið forstjóri Kaupþings frá árinu 2003 og í maí sama ár var Sigurður skipaður stjórnarformaður. 2005Útnefningar í 1988 Viðurkenning alltaf ánægjuleg „Það er alltaf ánægjulegt þegar störfum manns er sýnd viðurkenning. Þessi verðlaun voru okkur og starfsfólki Kaupþings mikil hvatning. Þau hafa líka komið að góðum notum í útrás bankans, en svona viðurkenning frá heimalandinu er alltaf gott vegarnesti. Okkur í Kaupþingi hefur gengið vel frá því að við fengum þessi verðlaun. Við höfum jafnt og þétt náð að efla starfsemi bankans í þeim löndum þar sem hann starfar nú. Þá hefur okkur tekist að fella rekstur FiH og Singer & Friedlander vel inn í samstæðuna og jafnframt blásið til nýrrar sóknar með kaupunum á NiBC. Ég er bjartsýnn á rekstur Kaupþings á árinu 2008 enda verðum við með tilkomu NiBC kominn með sterka stöðu í Norður-Evrópu,“ segir Hreiðar Már Sigurðsson. Actavis hefur á undanförnum árum haslað sér völl sem eitt af stærstu samheitalyfjafyrirtækjum í heimi. Actavis býður eitt mesta vöruúrval samheitalyfjafyrirtækja og vinnur jafnframt að þróun hundruða nýrra lyfja. Hjá Actavis starfa um 11.000 manns í 40 löndum. Metnaður okkar er að bjóða viðskiptavinum um allan heim betri þjónustu og betri aðgang að hágæðalyfjum. Kynntu þér meira á www.actavis.is og www.actavis.com Við breiðum úr okkur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.