Frjáls verslun - 01.11.2007, Side 65
DAGBÓK I N
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 7 65
við verðið á Big Mac
hamborgaranum á Íslandi ætti
gengi krónunnar gagnvart
dollar að vera 158 krónur. En
gengið sé um 68,4 krónur og
það merki að krónan er 131%
of dýr.
6. febrúar
Kvöldverður
með forbes
Steve Forbes, aðalritstjóri og
eigandi bandaríska tímaritsins
Forbes Magazine, var á hátíðar-
kvöldverði á Hótel Nordica
þetta kvöld. Hátt í 300 manns
sátu kvöldverðinn með Forbes
en fyrirkomulagið var þannig að
fyrirtæki áttu kost á að kaupa
sig inn á kvöldverðarhátíðina
fyrir stjórnendur sína.
7.mars
sameining
banka rædd
Þessi frétt fékk auðvitað mikla
athygli – enda birtist hún á
forsíðu Morgunblaðsins sem
meiri háttar uppsláttur og undir
fyrirsögninni: Sameining banka
rædd. Fréttin gekk út á að
nokkrir stórir hluthafar í báðum
bönkum hefðu rætt saman
um sameiningu Kaupþings
og Glitnis, en að ólíklegt
væri að sú umræða leiddi til
sameiningar á bönkunum. Þó
var það ekki talið útilokað, að
mati sumra viðmælenda.
Steve Forbes á hátíðar-
kvöldverðinum á Hótel Nordica.
Hér sprakk salurinn úr hlátri. Hannes Smárason og Jón
Ásgeir fóru í hlutverk Íslendinganna í gömlu Thule auglýs-
ingunni sem sögðu að við ættum fallegustu konurnar....
Yfirskrift Viðskiptaþings hefur borið
talsvert á góma í spjalli manna á
meðal, en hún var „Ísland, best í
heimi?“. Uppselt var á þingið og
sóttu það yfir 500 manns.
7. febrúar
ViðSKiPTaÞiNG:
ÍsLand, BEst Í HEiMi?
Forsíða Morgunblaðsins 7. mars
þar sem sameining Glitnis og
Kaupþings var rædd.
23. febrúar
fL grOuP
stÆrstir Í
aMEriCan airLinEs
Það er áhugavert að fylgjast
með framgangi FL Group í
american airlines, stærsta
flugfélagi heims. FL Group hóf
að kaupa í aMr Corporation,
móðurfélagi american
airlines, sl. haust og tilkynnti
síðan strax eftir jólin að það
hefði eignast 5,63% hlut
í félaginu. Eftir það hefur
FL Group bætt við sig og
tilkynnti þennan dag að hlutur
þess í félaginu væri orðinn
8,63%. Þar með er FL Group
FL Group er stærsti hluthafinn
í stærsta flugfélagi heims.
stærsti hluthafinn í stærsta
flugfélagi heims.
Haft var eftir Hannesi
Smárasyni í Morgunblaðinu
að FL Group ætti von á
samþjöppun á bandaríska
flugmarkaðnum.
27. mars
OrKuVEiTaN:
setur 2 milljarða
í Energy invest
Sagt var frá því að stjórn
Orkuveitu reykjavíkur hefði
ákveðið að leggja allt að
tveimur milljörðum króna í
nýtt útrásarfyrirtæki í eigu
Orkuveitunnar; reykjavik
Energy invest. Þá var sagt frá
því að auk nýs hlutafjár sem
Orkuveitan leggur til setji það
eignarhluti Orkuveitunnar í
Enex, Enex Kína og öðrum
útrásarfyrirtækjum inn í nýja
félagið.
á meðal athugasemda
við þessa frétt á Netinu var
þessi spurning: „Gagnrýndu
sjálfstæðismenn ekki Línunet
á sínum tíma?“ Guðlaugur Þór
Þórðarson er stjórnar formaður
Orkuveitunnar.