Frjáls verslun - 01.11.2007, Síða 86
86 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 7
ragnhildur geirSdóttir
ForsTjóri promens:
Eitt af stærri
plastframleiðslu-
fyrirtækjum í Evrópu
Það sem stóð upp úr hjá promens á þessu ári var vinna við
samþættingu á fyrirtækjum sem voru keypt árið 2006. Við
kynntum nýtt stjórnskipulag um mitt árið og nú í lok árs eru allar
verksmiðjur félagsins reknar undir nafni promens. promens er
orðið mjög alþjóðlegt félag með 64 verksmiðjur í 20 löndum og
eitt af stærri fyrirtækjum í plastiðnaði í evrópu. ytra umhverfið
hefur verið krefjandi í plastiðnaðinum árið 2007 með mjög hátt
hráefnisverð sem gerir enn meiri kröfur til okkar að lækka kostnað
og vera samkeppnishæf. ný stefnumótun félagsins byggir á að
félagið þarf að vera með mjög skilvirkan rekstur en vöxtur og
arðsemi félagsins til frambúðar mun byggjast á að vinna með
viðskiptavinum okkar að nýjum og virðisaukandi lausnum.
næsta ár mun áfram einkennast af því að auka
samkeppnishæfni félagsins með aukinni skilvirkni og að finna betri
lausnir með lykilviðskiptavinum okkar. Við munum halda áfram
að stækka félagið með ytri vexti og verður austur-evrópa þar í
lykilhlutverki.
Ég hef ferðast mjög mikið á árinu og heimsótt stóran hluta af
verksmiðjunum okkar og er það minnisstæðast að hafa komið í
gríðarlega margar verksmiðjur og unnið með frábæru fólki.
Árið 2007 var gott ár fyrir samskip en
jafnframt ár breytinga og aðlögunar. nýtt
tölvukerfi, sem gjörbyltir þjónustu við
viðskiptavini og auðveldar öll samskipti, var
innleitt, jafnframt því sem áfram var unnið að
því að stækka og bæta siglingakerfin. Þá hefur
afar skemmtileg og markviss vinna verið lögð í
að styrkja vörumerkið samskip, bæði inn á við
og út á við.
Íslenska hagkerfið hefur verið í mikilli
uppsveiflu sem endurspeglast í flutningunum.
Við teljum að nú hægi á en erum samt sem
áður bjartsýn á að niðursveiflan verði ekki
stór. Vöxturinn erlendis og tækifærin þar eru
spennandi - og við ætlum okkur stóra hluti þar.
Ég á ekki von á miklum breytingum í
flutningastarfsemi á Íslandi á næsta ári. greinin
er afar háð ytri skilyrðum, s.s. aflaheimildum,
fiskiríi, almennu árferði, olíuverði o.fl.
Vaxtarmöguleikar eru því takmarkaðir en gæta
þarf vel að öllum kostnaði og vaka jafnframt
yfir öllum tækifærum sem gefast. Ég trúi því að
við horfum fram á gott ár.
Hjá mér persónulega ber hæst að við
mæðgur útskrifuðumst allar á árinu. eldri
dóttirin, auður karitas, lauk mastersnámi í
Media Studies and Design í new york og sú
yngri, arna sigríður, lauk stúdentsprófi frá
menntaskólanum við Hamrahlíð. sjálf lauk ég
mBa prófi frá Háskólanum í reykjavík. Anna Guðný Aradóttir.
Ragnhildur Geirsdóttir.
anna guðný aradóttir
ForsTöðumaður samskipTasViðs samskipa:
Ár breytinga og aðlögunar