Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2007, Page 99

Frjáls verslun - 01.11.2007, Page 99
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 7 99 E lín Þórðardóttir tók nýverið við störfum sem forstjóri Opinna Kerfa Group hf. í stað Gylfa Árnasonar og mun jafnframt gegna störfum stjórnarformanns í dótturfélögum Opinna Kerfa Group; Kerfi AB í Svíþjóð og Kerfi AS í Danmörku. Elín er rekstrarhagfræðingur að mennt frá háskólanum í Álaborg og hefur fengist við umbreytingar í fjölda íslenskra fyrirtækja, meðal annars hjá Dagsbrún og Eimskip. Auk þess situr hún í stjórn ýmissa fyrirtækja, t.d. Landic Property og Nikita. Raungreinafjölskylda með meiru Elín er borinn og barnfæddur Kópavogsbúi, þar fæddist hún 6.júlí árið 1963, dóttir hjónanna Sigríðar Jónsdóttur og Þórðar Jörundssonar, fyrrum menntaskólakennara. Hún er næstyngst systkinanna, hin eru Egill verkfræðingur, Jörundur stærðfræðingur, Ari framkvæmdastjóri Hreint og Dofri verkfræðingur. Elín segir það að vera eina systirin í systkinahópnum hafa ekki veitt sér neinn afslátt, en elstu tveir bræður sínir hafi látið svolítið meira með sig en hina bræður sína, en það þýddi bara enn meiri baráttu á milli þeirra þriggja yngstu. Þetta hafi reynst sér ágætis vegarnesti og kennt sér að í lífinu þurfi maður oft að berjast fyrir sínu og geti ekki gert ráð fyrir að fá allt upp í hendurnar. Elín gekk í Barnaskóla Kópavogs og fór eftir það í Gagnfræðaskóla Kópavogs – Víghólaskóla. Eins og svo algengt var á þessum tíma og vegna mikillar þarfar til að vera fjárhagslega sjálfstæð bar Elín út blöð frá níu til þrettán ára aldurs, nýtti aukablöðin í sína eigin áskrifendur, passaði börn eitt sumar og starfaði síðan hjá Byko og síðar Eimskip á sumrin og með skóla. Að loknu grunnskólanámi settist Elín á skólabekk í Menntaskólanum í Reykjavík á eðlisfræðibraut 1 og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1983. Á þeim árum dvaldi hún eitt sumar í Danmörku og annað í Þýskalandi til þess að læra tungumálin betur. Hún segir þetta hafa verið skemmtileg og viðburðarík sumur, en afar ólík, Danir taki lífið mátulega alvarlega og kunni að njóta líðandi stundar en Þjóðverjar séu mjög nákvæmir og skipulagðir. Hún segir raungreinarnar hafa legið nokkuð beint við enda faðir sinn stærðfræðikennari og bræðurnir verk-, stærð-, og tæknifræðingar. Raungreinaáhugann segir hún ekki hafa svo mikið með gen að gera heldur frekar að vera opinn fyrir því að stærðfræði og aðrar raungreinar séu skemmtilegar því þannig reynist þær auðveldari. Sér hafi fundist mikilvægt að halda öllum dyrum opnum varðandi framhaldsnám og lagði því Elín Þórðardóttir, nýráðinn forstjóri Opinna Kerfa Group hf., er Kópavogsbúi í húð og hár. Hún er komin af raungreinafjölskyldu með meiru. Þótt hún hafi starfað sem framkvæmdastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu segir hún raungreinaáhugann ekki hafa svo mikið með gen að gera heldur frekar að vera opinn fyrir því að stærðfræði sé skemmtileg og þannig verði hún auðveldari. texti: maría ólafsdóttir • Mynd: geir ólafsson NærmyNd af ElÍNu Þórðardóttur: KjöRKuð og fylgin séR n æ r m y n d
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.