Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2007, Page 112

Frjáls verslun - 01.11.2007, Page 112
112 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 7 móttökur fyrirtækja eru andlit þeirra ­ en í london segir útlitið ekki alla söguna. Sigrún davíðsdóttir heimsótti skrifstofur fimm íslenskra fyrirtækja í stórborginni og spáði í anddyri þeirra. anddyrin eru „andlit Íslendinganna“. texti: sigrún davíðsdóttir • Myndir: simon way London: AnddYRI Ís­LendIng­AnnA Móttökur fyrirtækja eru andlit þeirra - en í London segir útlitið ekki alla söguna. Staðsetning fyrirtækjanna veitir einnig mikilvægar upplýsingar um hver þau eru og kannski ekki síst hver þau vilja vera. Það eru auðvitað tískusveiflur í anddyramenningu fyrirtækja - þeir svölu bjóða upp á þráðlaust net og jafnvel dæmi um fyrirtæki þar sem gestum í biðstöðu er boðið að nota fartölvur og þeir uppvartaðir með cappucino og latte eins og á kaffihúsum með stæl. Hvert hverfi hefur sinn blæ og sinn boðskap. Þau fimm íslensku fyrirtæki sem voru heimsótt eru í þremur hverfum og án efa engin tilviljun að þau eru þar sem þau eru. Reyndar líka athyglisvert að þrjú þessara fyrirtækja eru á efstu hæð - spurning hvort draga má af því aðrar ályktanir en að Íslendingar kunni vel við sig í birtu og víðsýni. glitnir og landsbankinn í City Glitnir og Landsbankinn eru í City, fjármálahverfinu sem er ekki aðeins hjartað í breskum fjármálaheimi heldur ein aðalæðin í alþjóð- legu fjármálalífi. Þó að konum hafi fjölgað í City er yfirbragð hverfis- ins enn mjög karllægt. Það eru líka einkum karlarnir sem fylla allar krár hverfisins undir kvöld - einn helsti kosturinn sem menn nefna við að vinna þarna er tækifærið til að hitta fólk. „City slicker“ er hugtak sem merkir að vera fínn og fágaður á yfir- borðinu en kannski ekki allur sem maður er séður - og á líka við unga menn sem hafa auðgast hratt og nota peningana hratt. Niðurstöður handahófskenndrar rannsóknar, á ferð um hverfið, bendir til að 80 prósent karlmanna í hverfinu gangi í teinóttum jakkafötum og bindin eru vel hnýtt. Kaupþing og straumur í Mayfair Kaupþing og Straumur eru í Mayfair, hverfinu í kringum Piccadilly, liggur að West End sem er gamla leikhúsa- og skemmtistaðhverfið. Kaupþing er reyndar við búðargötuna miklu, Regent stræti, en hið hefðbundna Mayfair er í bakgarðinum. Mayfair er samastaður margra almannatengslafyrirtækja og svo fjárfestingarsjóða og fjárfesta sem starfa sjálfstætt - þarna eru Baugur, Björgólfur Thor Björgólfsson og Robert Tchenguiz, stjórnarmaður í Ex­ista, með skrifstofur. Þarna eru margar rólegar götur með gömlum húsum frá fyrri hluta 19. aldar og nýjar byggingar innanum. Hér er nóg af glæsilegum veitingastöðum, hótelum og klúbbum, yfirbragðið fágað og samningagerðin liggur í loftinu. Hér eru menn líka í teinóttum jakkafötum en oftar en ekki bindislausir því þeir þurfa ekki að þóknast neinum nema sjálfum sér. Egla invest skammt frá Harrods Egla Invest er til húsa handan við hornið frá einni af þekktustu byggingum megaborgarinnar, Harrods vöruhúsinu, í Knightsbridge. Hér hafa einmitt ýmsir fjárfestar aðsetur en það eru ekki fjármálaum- svifin sem marka hverfið, heldur að þarna búa margir auðmenn og fasteignaverðið er eftir því: bílskúr hér kostar ámóta og einbýlishús í 101. Hverfið er markað munaði: Öll þekktustu tískuhúsin eru með búðir hér. Sloane torg er skammt frá og því tengist hugtakið „Sloane ranger“, auðugt og vel ættað ungt fólk sem stráir um sig með pen- ingum. Áður bjuggu hér vel ættaðir og auðugir Englendingar, gjarnan með sveitasetur sem annað heimili en nú býr þar alþjóðlegt þotu- og viðskiptalið með heimili og snekkjur um allan heim.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.