Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2014, Síða 7

Læknablaðið - 01.02.2014, Síða 7
LÆKNAblaðið 2014/100 71 R I T S T J Ó R N A R G R E I N Nú þegar Læknablaðið byrjar sinn 100. árgang er ástæða til að spyrja: Þurfum við ennþá þjóðleg læknisfræðileg tímarit sem gefin eru út á móðurmálinu? Í okkar nútímalegu alheimstilveru, þar sem flest í læknisfræðilegum rannsóknum er birt alþjóðlega og á ensku, gæti það virst vera tímaskekkja að slík tímarit séu enn að koma út. En kannski þurfum við enn meira á þeim að halda en nokkru sinni fyrr? Þjóðleg tímarit eru yfirleitt almenn læknisfræðileg tímarit með sérstaka til- vísun til föðurlandsins. Þau birta efni sem er áhugavert fyrir alla lækna og aðal- markhópur þeirra er klínískir læknar. Flest þessi tímarit eru gömul og hlutdeild þeirra í fjölda birtra vísindagreina af læknisfræði- legum toga fer dvínandi. En ef mæld er þýð- ing tímaritanna fyrir praktíserandi lækna er annað uppi á teningnum. Í þessi tímarit sækja almennir læknar oft mikilvægustu faglegu upplýsingarnar og sérfræðilæknar fá þar nýjustu vitneskju um aðrar sérgrein- ar en sína eigin. Arnold S. Relman, sem var ritstjóri New England Journal of Medicine, hefur sagt að „þau séu grundvallarefni í því lími sem heldur læknisfræðinni sem starfsgrein saman.”1 Hin augljósa þversögn í samfélagsþró- uninni hefur líka mikið að segja: Sam- bland af hnattrænum lífsstíl og þjóðernis- legri menningu.2 Þótt efnahagur, tækni og ferðalög hafi minnkað heiminn hafa nærumhverfi og þjóðleg gildi sumpart fengið ríkari áherslu en áður. Læknisfræði- leg tímarit, einkum og sér í lagi almenn blöð á landsvísu, halda á lofti menningu lækna landsins og skapa þeim ímynd. Þau eiga stóran þátt í að móta hlutverk læknis dagsins í dag og framtíðarinnar. Þau spegla afstöðu lækna og skoðanir, og utan frá séð, fyrir fjölmiðla, stjórnmálamenn og al- menning, sýna tímaritin starf læknisins með öllu sem því fylgir.3 Læknablöð sem eru ekki á ensku, til dæmis norrænu blöðin, skipta líka máli þegar kemur að því að þróa og viðhalda læknisfræðilegum hugtökum á móður- málinu. Rétt skilgreining læknisfræðilegra hugtaka á íslensku er nauðsynleg, bæði fyrir meðhöndlun sjúklinga og fyrir lækn- isfræðina sem fag. Læknar og læknisfræði eru tvítyngd ef svo má segja: með enska tungu fyrir alþjóðleg fræðileg samskipti, og með þjóðtungu sína fyrir samskipti við sjúklinga, kollega og félög sín.4 Það er varla nokkur annar en landstímaritin sem tekur ábyrgð á hefð fyrir læknisfræði á móður- málinu. Reynslan frá norrænu blöðunum bendir líka til að læknar muni betur fagefni sem þeir lesa á móðurmálinu en það sem þeir lesa á ensku.5 Núorðið taka sjúklingar æ oftar virkan þátt í að ákvarða þætti í eigin meðferð og til þess að sú ákvörðun hvíli á skynsemi er grundvallaratriði að þeir skilji hvað læknirinn er að segja og helst líka fræðigreinar um meðferðina. Læknar fá sameiginlega ímynd með því að fá sömu grunnmenntun. Við förum út í atvinnulífið með sama bakgrunn og sama titil. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að viðhalda sameiginlegri ímynd. Það krefst vinnu, ekki síst nú þegar margir andstæðir kraftar toga í lækninn. Eitt slíkt afl er sí- vaxandi fjöldi lækna. Aldrei fyrr hafa svo margir nýir bæst inn í greinina og þeir færa með sér bakgrunn, færni og skilning sem breytir læknasamfélaginu. Samtímis hefur orðið algjör sprenging í læknisfræðilegri þekkingu og æ fleiri verkefni útheimta sérþekkingu. Það er nógu snúið að fylgja eftir þróun í eigin grein, hvað þá að fylgjast vel með öðrum greinum. Og þar með eru læknar orðnir ókunnir hver öðum. Hvers vegna er mikilvægt að læknar viðhaldi sameiginlegri ímynd? Er ekki nóg að við séum sérfræðingar, hjartalæknar, röntgenlæknar eða almennir læknar? Ástæðan er sú að með aukinni sérfræði og styttri vinnutíma höfum við nú brota- kenndara hlutverk við að meðhöndla sjúk- linga en áður. En sjúklingarnir eru ekki með samsvarandi brotakenndar þjáningar eða kvalir. Einkenni og sjúkdómar þeirra þurfa heildræna nálgun og samhengi við greiningu og meðhöndlun. Nú eru margir læknar sem koma að meðhöndlun þar sem áður var aðeins einn. Þar sem sam- hengi verður að vera í meðhöndlun þurfa læknar að hafa sameiginlegan skilning á því hvernig á að brúka læknisfræði, hvaða gildi eiga að vera til staðar og þeir verða að hafa þekkingu á kunnáttu hver annars. Aflið í umhverfinu, sem tvístrar vinnu- kröftunum, þarf mótafl sem heldur áfram að virka eftir að grunnmenntun lýkur. Læknisfræðilegt tímarit á landsvísu getur verið bindiefnið sem bætir í og staðfestir sameiginlega vitund lækna. Í tímariti mætast læknar til að ná sér í yfirsýn yfir það nýjasta í heimi lækna og halda hver öðrum upplýstum, það er staður þar sem læknar geta með þekkingu sinni og sam- eiginlegum skilningi velt fyrir sér hvað það þýðir að vera læknir í einmitt þessu landi. Landsblöðin, almennu læknablöðin – eins og Læknablaðið – hafa semsé jafnmikilvægu hlutverki að gegna nú og þegar þau voru sett á laggirnar fyrir um 100-150 árum síðan. Heimildir 1. Relman AS. Anniversary discourse: the purpose and pros- pect of the general medical journal. Bull NY Acad Med 1988; 64: 875-80. 2. Naisbitt J, Aburdene P. Megatrends 2000. Pan Books, London 1990. 3. Nylenna M. Små nasjonale tidsskrifter – har de noen fremtid? Tidsskr Nor Lægeforen 2006; 126: 4-8. 4. Simonsen DF, ritstj. Språk i kunnskapssamfunnet. Engelsk – elitenes nye latin? Gyldendal Akademisk, Osló 2004. 5. Gulbrandsen P, Schrøder TV, Milerad J, Nylenna M. Paper or screen, mother tongue or English: which is better? JAMA 2002: 287: 2851-3. Þýðing: Védís Skarphéðinsdóttir Practicing medicine is a combination of science and culture Haug C Dr.Med. in infectious disease immunology, MSc in health services research, Editor-in-Chief of The Journal of the Norwegian Medical Association since 2002 Læknisfræði er bæði vísindi og menning Charlotte Haug doktor í smitsjúkdómafræði frá Oslóarháskóla og með meistaragráðu í heilbrigðis- þjónusturannsóknum frá Stanford-háskólanum. Hún hefur verið ritstjóri og ábyrgðarmaður norska læknablaðsins síðan 2002. Charlotte.Haug@legeforeningen.no Styttur Sérlyfjaskrártexti: Duodart 0,5 mg/0,4 mg hörð hylki. Hvert hart hylki inniheldur 0,5 mg dútasteríð og 0,4 mg tamsúlósínhýdróklóríð. Ábendingar: Meðferð við miðlungsmiklum eða verulegum einkennum af völdum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli (benign prostatic hyperplasia, BPH). Draga úr hættu á bráðri þvagteppu (acute urinary retention, AUR) og þörf fyrir skurðaðgerð hjá sjúklingum með miðlungsmikil eða veruleg einkenni af völdum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli. Skammtar og lyfjagjöf: Ráðlagður skammtur af Duodart er eitt hylki (0,5 mg/0,4 mg) til inntöku u.þ.b. 30 mínútum eftir sömu máltíðina á hverjum degi. Hylkin skal gleypa heil og hvorki tyggja þau né opna. Frábendingar: Ekki má nota Duodart hjá: konum, börnum eða unglingum, sjúklingum með ofnæmi fyrir dútasteríði, öðrum 5-alfa-redúktasahemlum, tamsúlósíni, soja, jarðhnetum eða einhverju öðru hjálparefnanna, sjúklingum með sögu um réttstöðulágþrýsting. sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá –www.serlyfjaskra. is, Markaðsleyfishafi: GlaxoSmithKline ehf. Þverholti 14, 105 Reykjavík, Ísland, Sími 530 3700, Dagsetning endurskoðunar textans: 29. júlí 2013. Pakkningar og verð (janúar 2014) Duodart 0,5 mg/0,4 mg hörð hylki. 30stk. R, G 6.415 kr Ráðlagður skammtur af Duodart er eitt hylki (0,5 mg/0,4 mg) til inntöku u.þ.b. 30 mínútum eftir sömu máltíðina á hverjum degi. Hylkin skal gleypa heil og hvorki tyggja þau né opna. Heimildir: Duodart, samantekt á eiginleikum lyfs. Meðferð við góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli (BPH) (dútasteríð/tamsúlósín HCl) hylki Ja nú ar 2 01 4 IS /D U TT /0 00 1/ 14 Nykær 68 DK-2605 Brøndby T +45 36 35 91 00 F +45 36 35 91 01 www.glaxosmithkline.dk Aukaverkanir má tilkynna á vef Lyfjastofnunar: www.lyfjastofnun.is/Aukaverkanir/tilkynna eða til GlaxoSmithKline í síma 530 3700.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.