Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.02.2014, Qupperneq 14

Læknablaðið - 01.02.2014, Qupperneq 14
78 LÆKNAblaðið 2014/100 tenging væri gerð,47 eða með brottnámi á nær öllum ristlinum (subtotal colectomy). Markmið aðgerðar er að ná hreinum skurðbrúnum og við- komandi garnahengi með eitlum og að framkvæma örugga og vel blóðvædda garnatengingu án togs (tension-free). Lyfjameðferð að lokinni skurðaðgerð (adjuvant meðferð) Stig krabbameins í ristli eða endaþarmi spáir best fyrir um hættu á endurkomu. Ef sjúkdómurinn er á stigi I má gera ráð fyrir að 90- 95% sjúklinga læknist með skurðaðgerð og að frekari meðferðar sé ekki þörf. Um 80% sjúklinga á stigi II eru taldir læknaðir með skurðaðgerð en lyfjameðferð eftir skurðaðgerð hefur ekki bætt lifun umtalsvert. Hins vegar getur lyfjameðferð dregið úr endur- komu meins af stigi II ef áhættuþættir eru til staðar, svo sem T4 æxli, há æxlisgráða, garnastífla eða garnarof vegna æxlis, ífarandi vöxtur með æðum og taugum eða þegar færri en 12 eitlar eru fjar- lægðir.48-50 Því þarf að ræða ávinning og áhættu lyfjameðferðar við sjúklinga og ættu sjúklingar að taka virkan þátt í ákvarðanatök- unni. Gera má ráð fyrir að um 50-60% sjúklinga með krabbamein í ristli eða endaþarmi á stigi III séu læknaðir með skurðaðgerð en lyfjameðferð eftir aðgerð getur lækkað dánartíðni um 10-20%. Það ber að ræða gagnsemi slíkrar meðferðar hjá öllum sjúklingum á stigi III (sjá mynd 1).50,51 Umtalsverður munur er á líkum á endur- komu innan stigs III (A-C) en þættir eins og fjöldi jákvæðra eitla, æxlisgráða og æxlisíferð í taugar og æðar hafa áhrif á endurkomu- tíðni. Til eru reiknilíkön sem hjálpa verulega til við mat á endur- komuhættu og er eitt slíkt líkan, Adjuvant! Online, aðgengilegt á slóðinni adjuvantonline.com.52 Í líkaninu er metinn ávinningur af meðferð á auðskiljanlegan hátt og gagnast það sjúklingum og að- standendum við ákvarðanatökuna. Veruleg þróun hefur orðið í lyfjameðferð þessara krabbameina á síðustu áratugum. Valið stendur milli tveggja til þriggja með- ferða að lokinni aðgerð. Lyfjameðferð skal hefja innan 4-8 vikna frá skurðaðgerð ef hægt er en töf umfram þann tíma dregur úr árangri meðferðar.53 Oftast er mælt með 6 mánaða meðferð með 5-flúoroúracíl (5-FU), leucovorin (LV) og oxaliplatíni (FOLFOX).54 Nota má capecítabín í stað 5-FU en það er forlyf 5-FU í töflu- formi.55 Oxaliplatín hefur ekki reynst draga marktækt úr endur- komu æxlis hjá sjúklingum eldri en 70 ára og skyldi því hugleiða að beita eingöngu 5-FU/LV eða capecítabíni í 6 mánuði hjá þeim hópi.56,57 Oxaliplatín getur orsakað talsverðan úttaugaskaða sem getur verulega dregið úr lífsgæðum, jafnvel í mörg ár. Marksækin (targeted) meðferð með VEGF-hemli (bevacizumab)58 eða EGFR- hemli (cetuximab)59 hefur ekki reynst gagnleg í staðbundnum sjúkdómi að aðgerð lokinni. Þrjár stórar rannsóknir eru nú í gangi erlendis þar sem stytt þriggja mánaða meðferð er borin saman við hefðbundna 6 mánaða meðferð. Ef styttri meðferðin reynist jafn- virk og hin má gera ráð fyrir að þar sparist umtalsvert fé og minni taugaskaði hljótist og meiri lífsgæði ávinnist. Eftirlit Um 80% af endurkomum verða á fyrstu þremur árunum eftir greiningu en einungis 1% eftir 5 ár.60 Lítið er um góðar fram- skyggnar rannsóknir á gagnsemi eftirfylgdar en neðangreindar ráðleggingar styðjast við útgefnar erlendar leiðbeiningar. Óljóst er hvort ávinningur sé af myndgreiningarrannsóknum við eftirfylgd sjúklinga með krabbamein á stigi I. Sama gildir um aldraða og langveika sjúklinga sem myndu ekki þola aðra skurðaðgerð eða lyfjameðferð við endurkomu æxlisins. Eftirlit sem felur í sér reglubundnar læknisheimsóknir, CEA- mælingu, tölvusneiðmynd af brjóst- og kviðarholi og ristilspeglun getur bætt lífshorfur samanborið við minna eftirlit61,62 og er því beitt á fyrstu 3-5 árum eftir greiningu sjúkdóms á stigi II eða III. Klínískar leiðbeiningar í Bandaríkjunum (NCCN) og Evrópu eru eilítið frábrugðnar en mæla með reglulegu eftirliti fyrstu 5 árin.31,50 Eins ættu allir sjúklingar að fara í fulla ristilspeglun við greiningu til að útiloka önnur æxli. Ristilspeglun er endurtekin einu ári eftir greiningu, eftir þrjú ár ef skoðun er eðlileg og svo á 5 ára fresti svo framarlega sem skoðun er eðlileg.50 Óljóst er hvort það þarf að framkvæma ristilspeglun fyrr en 5 árum eftir skurðaðgerð ef um var að ræða góða speglun við greiningu en útgefnum leið- beiningum ber ekki saman um hversu oft ætti framkvæma ristil- speglun.30 Ef nýir separ finnast við speglun er ráðlagt að fjarlægja þá og endurtaka rannsóknina að ári liðnu. Endaþarmskrabbamein Endaþarmskrabbamein er skilgreint sem krabbamein með neðri mörk innan við 15 cm frá endaþarmsopi (anal verge). Þótt enda- þarmskrabbamein og ristilkrabbamein hafi að miklu leyti sömu meingerð, áhættuþætti, eftirlit og meðferð útbreidds sjúkdóms er meðferð staðbundins sjúkdóms í ristli eða endaþarmi talsvert ólík. Staðbundin endurkoma er algengari í endaþarmskrabbameinum en ristilkrabbameinum, sérstaklega ef æxlið er innan við 12 cm frá endaþarmsopi.63 Með geislameðferð má draga verulega úr staðbundinni endurkomu endaþarmskrabbameins eftir brottnám æxlisins.64 Ef 5-FU eða capecítabín-lyfjameðferð er gefin samtímis geisla- meðferð (concurrent chemoradiation therapy, geisla-lyfjameðferð) má draga enn frekar úr staðbundinni endurkomu. Árangur er bestur og aukaverkanir minni ef geislameðferð er beitt fyrir aðgerð miðað við geislameðferð að aðgerð lokinni.65 Á Norðurlöndunum er al- gengt að beita svokallaðri styttri geislameðferð þar sem gefnir eru háir geislaskammtar í 5 daga (5 Gy x 5).66 Aðgerð er svo oftast gerð tveimur til þremur dögum eftir geislameðferð. Í sumum tilvikum vex æxlið utan þeirra marka sem talin eru gefa möguleika á full- komnu brottnámi æxlis (R0) og er þá gjarnan beitt lengri geisla- meðferð (1,8 Gy x 28) með krabbameinslyfjum. Slík geislameðferð Mynd 1. Áhrif lyfjameðferðar á endurkomu krabbameins á stigi III. Y F i R l i T S G R E i n
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.