Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 22
86 LÆKNAblaðið 2014/100 Sneiðmynd af kviðarholi sýndi tvær lágþéttnibreytingar í milta, sú stærri 3,5 cm (sjá mynd 1) og 1 cm lágþéttnibreytingu í lifur. Þá kom í ljós fjöldi úráta í hálsi og brjósthrygg, C6, Th2-Th4, Th8 og Th10 (sjá mynd 2). Þessar breytingar virtust að mestu leyti vera vel afmarkaðar og sumar með beingerðum (sklerotískum) kanti. Ástungusýni frá lunga og beinmerg sýndu bólguhnúð með drepi (necrotizing granulomatous inflammation) en sérlitun fyrir sýruföstum stöfum var neikvæð. Sýni frá hryggjarliðbol sýndi ósértækar breytingar. Úr hryggjarsýninu og blóði ræktaðist gram- neikvæður stafur sem í upphafi var greindur sem Pseudomonas aeruginosa (P. aeruginosa) en við raðgreiningu á 16S-rRNA kom í ljós að um Burkholderia pseudomallei (B. pseudomallei) væri að ræða. Tilfelli tvö Íslenskur karlmaður á sjötugsaldri leitaði á bráðamóttöku Land- spítala tveimur dögum eftir heimkomu úr þriggja vikna ferð til Tælands með vikusögu um slappleika, hita og þurran hósta. Veikindin höfðu byrjað með kvefi og lystarleysi en síðan hafði hósti ágerst og fann hann orðið fyrir verulegu þróttleysi, mæði og takverk hægra megin. Hann hafði fengið kuldahroll og svitnaði mikið á næturnar. Heilsufarssaga var markverð fyrir aðgerð á fótum vegna æða- þrengsla. Hann sagðist drekka tvo til fjóra bjóra daglega og var fyrrum stórreykingamaður. Hann var giftur tælenskri konu og dvöldu þau hjá ættingjum hennar í Norðaustur-Tælandi á ferða- laginu, í byrjun regntímabilsins. Hrísgrjónaakrar voru allt í kring- um dvalarstað þeirra. Í tvo daga á meðan á dvöl þeirra stóð var unnið við miklar jarðvegsframkvæmdir á svæðinu. Við komu á bráðadeildina var hann veikindalegur með 38,2°C hita, en önnur lífsmörk eðlileg. Ekkert óeðlilegt heyrðist við lungnahlustun og almenn líkamsskoðun var ómarkverð. Blóðrannsóknir sýndu hvít blóðkorn 11,7x109/L (4,0-10,5x109/L), Hb 143 g/L (134-171g/L), CRP 122 mg/L (<10 mg/L), ALP 182 U/L (35-105 U/L), gammaGT 222 U/L (<115 U/L), ASAT 104 U/L (<45 U/L), ALAT 117 U/L (>70 U/L). Lungnamynd sýndi dreifðar og miklar þéttingar í hægra lunga og fleiðruvökva (sjá mynd 3). Úr blóði ræktaðist B. pseudomallei. Tilfelli þrjú 37 ára tælenskur karlmaður sem búið hafði á Íslandi í eitt ár leitaði á bráðamóttöku Landspítalans og hafði þá verið með háan hita í þrjá daga, verk fyrir brjósti og hósta. Hann kvartaði einnig um verk í vinstra hné. Við skoðun reyndist hann vera með hita, 39,4°C, brak heyrðist yfir neðri hluta vinstra lunga, hiti í húð yfir vinstra hné, þykknun á liðpoka og vökvasöfnun í hnénu. Blóðrannsóknir sýndu hvít blóðkorn 8,6x109/L (4,0-10,5x109/L), Hb 104 g/L (134-171 g ,5x109/L), CRP 121 mg/L (<10 mg/L). Lið- vökvi sýndi hvít blóðkorn 3615 x 109/L, 78% kleyfkjarna. Lungna- mynd sýndi óskarpa vinstri þindarkúrfu, íferð og rúnaðan vinstri fleiðru sinus. Segulómun af hné vakti grun um sýkingu (os- teomyelitis) í nærenda vinstri fótleggsbeins. Úr blóði og liðvökva ræktaðist B. pseudomallei. Tilfelli fjögur 23 ára gamall íslenskur karlmaður, áður hraustur, var fluttur á Landspítalann frá sjúkrahúsi í Bangkok á Tælandi með grein- inguna lungnabólga og fleiðruholsígerð (empyema) af völdum B. pseudomallei. Íslendingurinn hafði verið á ferðalagi í Suðaustur-Asíu í 18 mánuði. Í Tælandi veiktist hann með hita, hósta með uppgangi og vaxandi öndunarerfiðleikum og eftir tveggja vikna veikindi var hann lagður inn á sjúkrahús í austurhluta landsins. Hann reyndist vera með sýkingu í báðum lungum og var í upphafi talinn vera með berkla og var meðhöndlaður með berklalyfjum. Vegna versn- andi ástands eftir tveggja vikna legu var hann fluttur á sjúkra- hús í Bangkok og þar var sýking af völdum Burkholderia pseudo- mallei staðfest. Sneiðmynd þá sýndi lungnabólgu í báðum lungum með drepi (necrosu) og fleiðruholsígerð vinstra megin. Viðeigandi Mynd 3. Íferð og fleiðruvökvi í hægra lunga. S J Ú k R a T i l F E l l i Mynd 2. Úrátur í hrygg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.