Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.2014, Page 26

Læknablaðið - 01.02.2014, Page 26
90 LÆKNAblaðið 2014/100 S a G a l æ k n i S F R æ ð i n n a R Sumarið 1847 sigldi hinn 29 ára gamli danski læknir Peter Anton Schleisner (1818-1900)1 (mynd 1) til Vestmannaeyja við suðurströnd Íslands. Hann hafði fengið ítarleg fyrirmæli frá dönskum stjórn- völdum. Markmið þeirra var að berjast gegn neonatal tetanus, sem á íslensku nefnist ginklofi og var landlæg farsótt í Vestmannaeyjum. Í þessari grein er því lýst hvers vegna Schleisner var sendur í þessa för, hvað hann tók sér fyrir hendur og hvernig framlag hans var metið af samtíðarmönnum og þegar tímar liðu fram. Viðfangsefnið Stífkrampi í nýburum orsakast af bakteríunni Clostridium tetani. Smit berst í gegnum opin sár og sjúkdómurinn gerir vart við sig strax á fyrstu sólar- hringunum eftir fæðingu. Framrás sjúkdómsins er ör og fyrstu einkennin eru stífir kjálkar (trismus) og krampar í andliti (risus sardonicus) sem gera að verkum að barnið fær ekki nærst. Er lengra líður losnar um kjálkana, hakan sígur niður og barnið verður ófært um að sjúga brjóst. Stuttu síðar deyr barnið. Sjúkdómurinn er 100% banvænn sé hann ekki meðhöndlaður. Þetta ástand er þekkt frá fyrri kynslóðum sem mundklemme (á dönsku), lockjaw (á ensku) og ginklofi. Á latínu nefnist sjúkdómur- inn tetanus (eða trismus) neonatorum, nascentium eða infantum. Það sem er sérstakt við hann er að hann smitast ekki á milli manna og að baki hverju tilfelli er bein snerting við smitað efni. Orsökin er oftast skortur á hreinlæti þegar gengið er frá naflanum við fæðingu. Árið 1952 hófst í Noregi bólusetning gegn stífkrampa í börnum og nú á dögum eru tilfellin fá. Á heimsvísu er hins vegar um ógnvænlegan sjúkdóm að ræða, en á hverju ári deyja 200.000- 300.000 börn úr honum.2 Í Vestur-Evrópu var sjúkdómurinn harðvítugastur og lífseig- astur á þremur afskekktum eyjum í vestanverðu Atlantshafi: Vest- mannaeyjum og Grímsey við Ísland og á St. Kildu á Suðureyjum við Skotland (mynd 2). Skotar náðu tökum á sjúkdómnum um 1900, sem var þó ekki fyrr en clostridium-bakterían og bakter- íueitrið varð þekkt.3 Þar sem vandamálið hafði verið leyst í Vest- mannaeyjum um það bil hálfri öld fyrr, var sagan við það að falla í gleymsku, með fáeinum undantekningum,4,5 í upphafi 20. aldar. Endurvakinn áhugi á barnadauðanum á Íslandi Frá því um 1980 hefur barnadauði á Íslandi á 19. öld verið kort- lagður á nýjan leik, ekki síst fyrir tilstilli Baldurs Johnsen læknis (1910-2006) sem dró fram í dagsljósið verk Schleisners í Vestmanna- eyjum. Ítarleg frásögn Baldurs birtist sem sérrit með Læknablaðinu árið 1982.5 Það var á margan hátt upphafið að áhuga nútíðarmanna á Schleisner4-7 (mynd 3) – ritaðar heimildir um ginklofa fyrir tíma hans eru af skornum skammti. Á síðari árum hafa sagnfræðing- arnir Ólöf Garðarsdóttir og Loftur Guttormsson lagt fram nýjar og víðtækar upplýsingar um efnið.9-11 Tetanus neonatorum var dularfullur sjúkdómur sem kynti undir alls kyns vangaveltum. Menn fálmuðu í blindni eftir hugsanlegum orsökum: þarmaerting vegna hægðastíflu, hægðalosunarlyf gefin Baráttan við ginklofa í Vestmannaeyjum Geir W. Jacobsen, Erlend Hem, Jóhann Á. Sigurðsson Grein úr norska læknablaðinu og birt með góðfúslegu leyfi þess og höfundanna: «afgjort, at denne Børnesygdom paa Vestmannø kan forebygges» – neonatal tetanus på Vestmannaeyjar Tidsskr nor legeforen 2011; 131: 701-6. http://tidsskriftet.no/article/2091697 LÆKNAbLAðIð hefur komið út síðan 1915 og í þessum 100. árgangi blaðsins eru greinar sem ritstjórnin hefur kallað eftir af því tilefni. Höfundar greinanna skrifa um ýmis málefni sem snerta lækna, félagsleg, söguleg og fræðileg. Ginklofi (Neonatal tetanus) var í upphafi 19. aldar mikill heilbrigðisvandi í Vestmannaeyjum. Allt að 60-70% nýfæddra barna dóu á fyrstu tveimur vikunum og dönsk heilbrigðisyfirvöld stóðu nær ráðþrota gagnvart þessum dularfulla sjúkdómi. Árið 1847 var ungur danskur læknir, Peter Anton Schleisner (1818- 1900), sendur til Vestmannaeyja til að rannsaka ástandið. Hann kom upp fæðingarstofu, leiðbeindi um hreinlæti og hvatti til brjóstagjafar og annarra breytinga í mataræði. Engin lækning var þekkt við sjúkdómnum svo að Schleisner gat aðeins gripið til fyrirbyggjandi úrræða. Hann bar kopaiva- smyrsl á naflastúfinn við fæðingu og notaði önnur þrautreynd meðul eins og ópíum-tinktúru með saffrani og kvikasilfurssmyrsl ef um sýkingu virtist að ræða. Þegar Schleisner hélt til Danmerkur ári síðar hafði dánartíðni nýbura lækkað um helming. Nýburadauðinn í Vestmannaeyjum hélst síðan jafnlágur út alla 19. öld- ina. Fólk hafði þá trú að það væri að þakka „naflaolíunni“ sem Schleisner tók í notkun. Hluta af skýringunni má einnig rekja til bættra lífskjara, nokkurrar fjölgunar velstæðra ófrískra kvenna, aukinna þéttbýlisáhrifa, breytinga á lífsháttum og aðgerða í hreinlætismálum. Í samanburði við aðstæður á skosku eynni St. Kildu, þar sem aðstæður voru hinar sömu og ástandið breyttist ekki fyrr en rétt fyrir aldamótin 1900, er ljóst að aðgerðir Schleisners höfðu mikla þýðingu. Ágrip

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.