Læknablaðið - 01.02.2014, Síða 29
LÆKNAblaðið 2014/100 93
Verk Schleisners eftir Vestmannaeyjaárin
Ári eftir heimkomuna, í júní 1849, gaf Schleisner út tvö rit. Hið
fyrra nefndist Forsøg til en Nosographie af Island17 sem hann varði
hinn 22. júní 1849.27 Það var annars fyrsta doktorsgráðan á dönsku
við læknadeildina í Kaupmannahöfn – þó að sjálf vörnin yrði að
fara fram á latínu, hefðinni samkvæmt.28 Í formála skrifaði Schleis-
ner að hann hygðist síðar semja eigin ritgerð um ginklofann. Síð-
ara rit Schleisners nefndist Island undersøgt fra et lægevidenskabeligt
Synspunkt29 (mynd 6). Verk Schleisners vöktu mikla athygli, ekki
síst í Noregi þar sem Wilhelm Boeck lektor (1808-1873) skrifaði 45
síðna hástemmdan ritdóm í Norsk Magazin for Lægevidenskaben.19
Það kom í ljós að leiðangur Schleisners til Vestmannaeyja varð
dýrari en búist var við. Einkum átti þetta við um fæðingarstofuna.
Dómsmálaráðherrann benti þó á að ferð Schleisners hefði haft „de
heldigste Fölger“. Enginn vafi léki á því að dauðsföllunum hefði
fækkað fyrir hans tilverknað, sagði ráðherrann. Reikningurinn var
því greiddur.30
Schleisner fór frá Danmörku sama ár og hann varði doktors-
ritgerð sína, út í lönd til að fræðast frekar. Haustið 1849 hélt hann
fyrirlestur í London31,32 þar sem hann fjallaði um ástandið á Íslandi.
Eftir tveggja ára samfellda dvöl í Englandi og Frakklandi, þar sem
Schleisner kynnti sér einkum tölfræði og opinbera heilbrigðis-
þjónustu, sneri hann aftur 1851 og tók við stöðu héraðslæknis í
Kaupmannahöfn. Árið 1853 var hann skipaður í áhrifamikla stöðu
umsjónarmanns heilbrigðismála í Slésvík, en sneri til Kaupmanna-
hafnar sem borgarlæknir þegar hertogadæmið féll í hendur Þjóð-
verjum eftir stríðið 1864. Schleisner átti fyrir höndum langt líf sem
áberandi opinber læknir í Danmörku.33 Hann stóð meðal annars
að baki tillögunum um stofnun Øresundshospitalet (1875-1876) og
Blegdamshospitalet (1878-1880) sem sjálfstæðra farsóttarsjúkra-
húsa.1 Hann þekkti einnig vel til mála í Noregi og árið 1874 varð
hann meðlimur í Det norske medicinske Selskab.34
Meðferð Schleisners
Nokkuð er vitað um meðhöndlun Schleisners á nýfæddum börn-
um. Þar er meginheimildin Sundhedscollegiets protokoller for
perioden 1847-4823-26 sem við höfum borið saman við ítarlegri frá-
sögn Schleisners sem gefin var út á þýsku 1855.35 Schleisner beindi
athyglinni sérstaklega að naflanum og „lod – efter amerikanske
Lægers Raad – i præventivt Öiemed Navlen hos alle Börnene lige
til dens Affald forvinde med bals. copaivae“.25,35 Balsamum copaivae er
svonefnt kopaiva-smyrsl. Það er unnið úr stofni ýmissa Copaifera-
trjátegunda, en þær eru ertublómaættar og vaxa í Mið- og Suður-
Ameríku (mynd 7).36 Efnið hafði verið notað í lækningaskyni að
minnsta kosti frá 17. öld og þess er getið í öllum útgáfum norsku
lyfjaskrárinnar. Í Evrópu var efnið upprunalega notað til að græða
sár, en síðar gaf það einnig góða raun við öðrum kvillum, svo sem
hósta, skyrbjúg, kynsjúkdómum og niðurgangi.37 Sérstaklega þótti
það verka vel gegn sjúkdómum í þvagrás, einkum lekanda.38,39 Við
höfum ekki fundið lýsingar á kopaiva-smyrslinu sem fyrirbyggj-
andi meðferð á ginklofa, en gera má ráð fyrir að Schleisner hafi
þekkt til góðra áhrifa efnisins á sár.40 Langt fram eftir 20. öld var
kopaiva-smyrsli lýst sem gildu lyfi í kennslubókum í lyfjafræði, en
það féll í skuggann þegar bakteríudrepandi lyf á borð við súlfalyf
komu fram á 4. áratug síðustu aldar.41,42 Einstakar nýrri rannsóknir
benda til þess að efnið hafi bólgueyðandi og sótthreinsandi eigin-
leika.43,44
Því hefur verið haldið fram að Schleisner hafi ekki notað ko-
paiva-smyrsl heldur perú-smyrsl.6,7 Þetta stenst þó varla. Schleis-
ner skrifar bæði til Sundhedscollegiet og í þýsku skýrslunni að ko-
paiva-smyrslið sé það sem hann notaði. Á þessum tveimur efnum
var þó ekki mikill munur og verkunin þótti alllík. Það er nokkuð
athyglisvert að í mörgum bókum frá upphafi 19. aldar er fjallað um
góð áhrif perú-smyrsls gegn tetanus.39,45 „Lately [...] it has required
some reputation in tetanus, on the authority of a most respectable
practitioner“, segir í einni þeirra 1831.46 Upphafið má rekja til amer-
íska læknisins Lemuels Kollock (1766-1823) sem hafði starfað í Sav-
annah í Georgíu-fylki frá því um 1790.47 Þekkt var að ginklofi var
mjög algengur sjúkdómur á heitum landsvæðum á borð við suður-
ríkin.13 Samkvæmt einum af fyrstu amerísku lyfjaskránum hafði
Kollock jafnvel læknað mörg tilfelli.48 En svo virðist sem hrifningin
hafi verið farin að dvína strax á 5. áratug 19. aldar og sumir héldu
því fram að perú-smyrslið væri orðið úrelt til ofangreindra nota.37
Í báðum fyrrnefndum skýrslum gerði Schleisner einnig grein
fyrir öðrum lækningaaðferðum við nýfædd börn.25,35 Þar sem
minnstu einkenni gerðu vart við sig greip hann til volgra jurtabaða
(Kräuterbäder) og batt um naflann 1-2 sinnum daglega með lín-
bökstrum (Charpie) sem vættir voru í ópíum-tinktúru með saffrani.
Í næstu umferð lagði hann hafragrautarbakstra með kvikasilfursá-
burði við neðri hluta kviðarins. Þessar aðferðir voru þrautreyndar.
Ópíum-tinktúra með saffrani, sem Schleisner nefndi „Laud. liq.
Syd.“ var gamalt ráð sem nefnt var eftir hinum fræga breska lækni
Thomas Sydenham (1624-89): Laudanum liquidum Sydenhami. Þessi
tinktúra (dropar) var upphaflega gerð úr ópíum, saffrani, kanel
og spænsku víni, en bæði uppskriftin og heitið voru mismunandi
í gegnum árin.37 Í norskum lyfjaskrám hafði lyfið heiti á borð við
tinctura (eða essentia) opii crocata.
Kvikasilfursáburður var síðasta lyfið sem Schleisner taldi upp.
Hann nefnir það „Ugt. neopolitanum“ og dragi nafn sitt af borginni
Napólí: unguentum neapolitanum eða napólí-áburður, sem minnti á
sýfilisfaraldurinn þar 1495.37 Kvikasilfursáburður hafði verið not-
aður gegn sýfilis í mörg hundruð ár.
Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S
Mynd 5. Dánartíðni trismus neonatorum í Vestmannaeyjum á áratuga bili 1785-1844,
eftir Schleisner 1849 (17, s. 24). Prentvilla er í neðstu línu í dálki 3. Samkvæmt frásögn
hans á þýsku frá 1855 á talan að vera 0,722.