Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.2014, Page 30

Læknablaðið - 01.02.2014, Page 30
94 LÆKNAblaðið 2014/100 Við getum slegið því föstu að Schleisner tók verkefni sitt alvar- lega. Hann nýtti öll þau ráð sem til voru og á því leikur vart efi að hann náði árangri. Sumir halda því fram að koipava-smyrslið hafi ráðið úrslitum þar sem þetta var eina lyfið sem ljósmóðirin hélt áfram að nota eftir að Schleisner hafði snúið aftur til Kaupmanna- hafnar.5 Eftir á að hyggja er erfitt að skera úr um hvaða úrræði, eitt eða fleiri, stuðlaði að því að þróunin snerist við. Ef til vill réð mestu hversu kerfisbundið og vandlega Schleisner gekk til verks í að auka hreinlæti í kringum fæðingar. Vestmannaeyjar eftir tíma Schleisners Schleisner leit svo á að verkefni sínu væri lokið og hafði ekki frek- ari afskipti af ástandinu í Vestmannaeyjum síðar, svo vitað sé. Árið 1854 skrifaði héraðslæknirinn að fæðingarstofan „i den senere Tid aldeles ikke har været benyttet“.49 Orsökin var að hans mati sú að „der nu fordres Betaling af dem, der ville indlægges“. Yfirvöld í Kaupmannahöfn töldu að þau hefðu lagt sitt af mörkum til að stofan þjónaði tilgangi sínum og kvörtuðu um að „Autoriteterne“ á Íslandi hefðu ekki veitt þessu mikilvæga máli „den Opmærk- somhed og Understöttelse, som den fortjener“. Þau skipuðu sýslu- manninum og prestinum að taka sæti í stjórn stofunnar og sjá til þess að konurnar nýttu sér tilboðið, þó án þess að grípa til „Brug af nogen ydre Tvang“. Héraðslæknirinn stakk meira að segja upp á að starfsemin yrði víkkuð út þannig að „andre Patienter end Barselkoner deri kunde optages“, en þeirri ósk var hafnað.49 Allt kom þó fyrir ekki. Tveimur árum síðar skýrði héraðslæknirinn frá því að fæðingarstofan hefði ekki enn komist í gang „men derimod taget i personlig Brug af Sysselmanden“. Þegar á allt var litið hafði læknirinn glímt við margs konar „Bryderier og Ubehageligheder“ í Vestmannaeyjum. Sumarið 1858 viðurkenndu yfirvöld einnig að baráttan væri töpuð. Ákveðið var að starfsemi fæðingarstofunnar „indtil videre stilles i Bero“.50 Þó að rekstur fæð- ingarstofunnar hefði ekki tekist sem skyldi, hélt ljósmóðirin Sólveig Pálsdóttir áfram að taka á móti börnum á heim- ili sínu. Hún hélt þeim þar og notaði kopaiva- smyrsl allt þar til hættan á ginklofa var liðin hjá og nafla stúfurinn fallinn af. Þar sem árangurinn reyndist góður er mögu- legt að henni hafi þótt ónauðsynlegt að grípa til frekari ráðstafana.10 Það kann að skýra að hún virt- ist leggja minni áherslu á ráð Schleisners um breytt mataræði og brjóstagjöf. Annar kostur við það að ljósmóðirin tók við umsjón barnanna eftir fæðingu þeirra var að skráning dánarorsaka varð nákvæmari. Það var ósennilegt að presturinn kæmist hjá því að ráðgast við Sólveigu áður en hann skráði dauðsfall í kirkjubókina.10 Langtímaáhrif af framlagi Schleisners eru leidd í ljós í gögnum þeim sem Baldur Johnsen kynnti árið 1982. 5 Hin stórkostlega fækkun dauðsfalla meðal nýbura, í heildina litið og sem afleiðing af ginklofa, er skjalfest á augljósan hátt í kirkjubókum fram undir lok 19. aldar.5,10,11 Sambærileg gögn eru einnig til fyrir tímabilið 1911-80 (mynd 3).5 Hvernig smituðust nýburarnir? Menn veltu því lengi fyrir sér hvernig smit gat borist í hin nýfæddu börn. Skýring Schleisners tengdist þröngum híbýlum og inniloft- inu en kemur þó ekki heim og saman við það hvernig tetanus- bakterían berst milli manna. Húsdýrahald fól í sér að menn og skepnur bjuggu undir sama þaki. Húsnæði var víðast hvar sameiginlegt rými yfir fjósi, en eina leiðin til að ganga um og lofta út var um hlera í gólfinu. Hugsan- legt var að rekja mætti smitið til úrgangs húsdýranna. Sú skýring var þó ekki sannfærandi þar eð þessi híbýlagerð var algeng víða um land. Munurinn var þó sá að í Vestmannaeyjum var skemmra milli húsanna.23 Í Vestmannaeyjum var aðgangur lélegur að fersku vatni. Hér og þar og við húsin voru þrær. Regnvatn var notað til drykkjar, við S a G a l æ k n i S F R æ ð i n n a R Mynd 7. Copaifera officinalis, sem kopaiva-smyrslið er unnið úr, úr ritinu Medical botany eftir John Stephenson og James Churchill, útgefið 1834-36. (www.classicnat- ureprints.com) Mynd 6. Forsíðan af „Island undersøgt fra et lægevidenskabeligt Synspunkt“.27

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.