Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.02.2014, Qupperneq 31

Læknablaðið - 01.02.2014, Qupperneq 31
LÆKNAblaðið 2014/100 95 matseld, þvotta á fatnaði og fólki. Oft var vatnið mengað af að- rennsli frá skepnunum, af dauðum fuglum og öðrum hræjum sem lágu rotnandi á jörðinni. Einnig lék grunur á því að klútar sem notaðir voru við þrif á nafla nýfæddra barna hefðu verið þvegnir upp úr óhreinu vatninu og því næst breiddir út til þerris. En jafn- vel eftir að fólk tók að hengja klútana upp á snúru hafði það engin áhrif á sjúkdóminn. Sennilegasta smitskýringin lá í meðhöndlun dauðra sjófugla. Skóglaust er í Vestmannaeyjum og þegar annan eldivið skorti voru hræ af sjófuglum, mest mávi og lunda, notuð sem eldsneyti. Í þeim er mikil fita og þau eru mettuð af lýsi. Að safna dauðum fuglum í eldinn var verk kvennanna. Því þykir trúlegast að óhreinindi á höndum, þegar barn var handleikið eftir slíka vinnu, hafi verið upphaf smitsins. Gera má ráð fyrir að þessi smitleið hafi lokast þegar ljósmóðirin tók við umsjón með öllum nýfæddum börnum allt til loka annarrar eða þriðju viku.9-11 Lokaorð Framlag Schleisners má meta á ýmsa vegu. Í fyrsta lagi þekkti hann ekki fremur en aðrir hina eiginlegu orsök sjúkdómsins, en hann prófaði sig áfram með þeim hjálparmeðulum sem tiltæk voru. Eins og yfirskrift greinarinnar bendir til, taldi hann samt „afgjort at denne Børnesygdom kan forebygges“.22,33 Enn fremur lýsti hann því sem hann stóð frammi fyrir sem „kultursygdom“ en áttaði sig samtímis á því að „leveset og eksistens“ fólksins yrði ekki umbylt í einni svipan. Af þessum ástæðum var hann sann- færður um réttmæti fæðingarstofu.33 Í því sambandi má spyrja hvort ráð Schleisners handa hinum fátæku fiskimönnum í Vest- mannaeyjum, sem voru vel meint en ekki farið eftir, eigi sér hlið- stæðu í þróunarhjálp vorra daga. Mögulegt er að samanlögð dánartíðni af völdum ginklofa hafi verið á niðurleið, sem langtíma þróun, alla 19. öldina og þess vegna síður sú afleiðing af aðgerðum Schleisners sem samtíðar- menn hans og við gætum freistast til að halda. Gegn þessu mælir þó ástandið á eynni St. Kildu. Á hinn bóginn fann Schleisner greinilegan mun á dánartíðni nýbura hjá hæstu þjóðfélagsstétt (23%) og hinni lægstu (69%). Samverkan smærri breytinga, eins og þeirra að velstæðum fæðandi konum fjölgaði og hagfelldra þétt- býlisáhrifa frá Reykjavík tók að gæta, getur mögulega hafa haft jákvæð áhrif.10 Taka ber tillit til þessa, svo og bættra lífskjara fólks, lifnaðarhátta og fæðu- og hreinlætisvenja – þess sem Schleisner kallaði „hygieniske Potenser“.24 Margt bendir til þess að aðgerðir Schleisners hafi haft úrslitaþýðingu.5 Eftirfarandi einstaklingar og stofnanir fá þakkir fyrir veitta aðstoð við ritun greinarinnar: Bernard Jeune og Birgit Skovboe, Syddansk Universitet, Óðinsvéum; Sir Iain Chalmers og George Taft, James Lind Library, Edinborg; Svein Carstens og Kari Aal- berg, Det historisk-filosofiske fakultet, Norges teknisk-naturvi- tenskapelige universitet; Danmarks Rigsarkiv, Kaupmannahöfn; Védís Skarphéðinsdóttir, Læknablaðinu, Reykjavík; Þjóðskjala- safn Íslands, Reykjavík; Ólafur Grímur Björnsson, Reykjavík; Örn Bjarnason, Reykjavík; Ólöf Garðarsdóttir, Hagstofu Íslands, Reykjavík; Kristín Jóhannsdóttir, Vestmannaeyjum; Linn Getz; Landspítalanum, Reykjavík, og Norges teknisk-naturvitenskape- Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S Þáttur Baldurs Johnsen Sagan um Schleisner og ginklofann féll að mestu í gleymsku í eina öld. Þegar Baldur Johnsen varð héraðslæknir í Vestmanneyjum upp úr 1950 vaknaði áhugi hans á þessari merku sögu. Baldur sleit barns- skónum í Vestmannaeyjum og þekkti frá fyrri tíð vel til staðhátta þar, meðal annars hússins sem nefnt var „Landlyst“ og sögulegt bak- svið þess. Í bréfi til ritstjórnar „BIBLIoTEK FoR LÆGER DEN ALM. DANSKE LÆGEFoRENING, sem Baldur skrifaði árið 1999, þá 89 ára gamall (sjá bréf á síðu 96), má sjá að kveikjan að áhuga Baldurs var afrit af gömlu bréfi skrifuðu upp úr 1920 sem Vilmundur Jónsson, þáverandi landlæknir sendi Baldri. Bréf þetta var upprunalega stílað til Halldórs Gunnlaugssonar þáverandi héraðslækis í Vestmannaeyj- um með ósk um að kanna nánar fyrri sögu um ginklofa í Vestmanna- eyjum og innihald balsamvökvans sem getið var um í sögum. Halldóri Gunnlaugssyni entist hins vegar ekki aldur til að vinna í þessu og því var erindið endurvakið af Vilmundi um 30 árum síðar. Áhugi Baldurs var greinilega vakinn og á næstu árum leitaði hann allra leiða til að safna upplýsingum um sögu ginklofans í Vestmanna- eyjum og ritaðar heimildir Schleisners um þennan mikla vágest í Vestmannaeyjum á sínum tíma. Hann skoðaði meðal annars allar kirkjubækur í Vestmannaeyjum frá nítjándu öldinni til þess að endurmeta niðurstöður Schleisners, en þar var að finna skrá yfir látin börn, aldur og líklegar dánarorsakir. Baldur birti niðurstöður sínar og hugleiðingar í ýmsum ritum, en ýtar- legustu samantekt hans var að finna í grein sem birtist sem Fylgirit Læknablaðsins árið 1982. Baldur hafði alla tíð vonast til að þessi merka saga Schleisners fengi meiri útbreiðslu erlendis. Í fyrrnefndu bréfi til danska ritstjórans virðist sem Baldur hafi sent handrit af skrifum sínum til danska tímaritsins árið 1999. okkur er ekki kunnugt um að það hafi nokkurn tímann verið birt. Baldur Johnsen var alla tíð mikill grúskari og fræðimaður. Þegar hann lést árið 2006 skildi hann eftir sig tugi pappakassa af fræði- legum gögnum, sem nú fylla einn bílskúr og kjallara að sögn barna hans sem varðveita þessi gögn. okkur höfundum þessarar greinar lék forvitni á að kanna hvort Baldur Johnsen hefði haft í fórum sínum einhver sjúkragögn sem staðfestu frekar línuritið um dánartíðnina, sem hann birti í Læknablaðinu 1982. Sú athugun er í raun eftirfylgni af rannsóknum Schleisners og nær til 1895. okkur veittist ógjörningur að finna slík gögn. Hins vegar fórum við í gegnum allar kirkjubæk- urnar frá þessum tíma og teljum að þar séu hin raunverulegu og einu gögn sem staðfestu fyrri rannsóknir Baldurs. Fyrir hönd höfunda Jóhann Ág. Sigurðsson lige universitet; Hilde Grimstad, Institutt for samfunnsmedisin, Norges teknisk-naturvitenskapelige universitet; Kjell-Erik Ander- sen (nú látinn), Vinterbro; Bibliotek for medisin og helsefag, Uni- versitetsbiblioteket i Oslo. Vísindasjóður félags íslenskra heimilislækna styrkti þetta verkefni fjárhagslega. Heimildir við greinina eru birtar á heimasíðu blaðsins. Þýðing úr norsku: PéTuR ÁSTVALDSSoN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.