Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2014, Síða 33

Læknablaðið - 01.02.2014, Síða 33
LÆKNAblaðið 2014/100 97 Ú R P E n n a S T J Ó R n a R M a n n a l Í Horft um öxl eða litið fram á veginn? Stjórn lÍ Þorbjörn Jónsson, formaður orri Þór ormarsson, varaformaður Magnús Baldvinsson, gjaldkeri Salome Á. Arnardóttir, ritari Björn Gunnarsson Guðrún Jóhanna Georgsdóttir Magdalena Ásgeirsdóttir Ólöf Birna Margrétardóttir Þórarinn Ingólfsson Í pistlunum Úr penna stjórnarmanna LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Áramót eru í eðli sínu tímamót. Maður staldrar við og fer yfir atburði líðandi árs og strengir jafnvel áramótaheit, sem skiljanlega taka mið af eigin draumum og væntingum. Annáll ársins 2013 hvað heilbrigðis- málin varðar einkennist af fjárhagslegu svelti, samdrætti, atgervisflótta, upp- sögnum jafnvel heilla fagstétta, tepptum bráðadeildum vegna langveikra, úreltum tækjabúnaði og svo mætti lengi telja. En að sögn ráðamanna hefur ekkert af þessu komið niður á gæðum þjónustunnar eða öryggi sjúklinga. Trúi því hver sem vill. Dúsan kom svo í lok árs þegar samþykkt voru aukafjárlög til heilbrigðismála upp á 4 milljarða. Landspítalinn og FSA fá 3,3 milljarða og heilbrigðisstofnanir á lands- byggðinni rúmlega 600 milljónir. Þá er að horfa fram á veginn. Hvað mun árið 2014 bera í skauti sér? Áramótaheit til handa heilbrigðiskerfinu mega sín lítils, en maður getur átt sér draum. Mun aukafjárveitingin bæta ástandið? Í hvaða verkefni á að deila þessum fjár- munum? Verða þeir notaðir til að „lokka“ að starfsfólk til vinnu eða fara þeir til tækjakaupa. Mun okkur takast að bæta starfs- skilyrði heilbrigðisstarfsfólks? Þar eru unglæknarnir mér efst í huga en brýnt er að þeir kæri sig um að vinna á Íslandi í framtíðinni. Höfum við læknar og annað fagfólk einhverja möguleika á að hafa áhrif á þróun heilbrigðismála? Er yfirhöfuð á okkur hlustað? Yfirvöld eru einstaklega lunkin við að sniðganga sérfræðinga og annað fagfólk þegar kemur að heilbrigðis- málum (og reyndar fleiri málaflokkum svo sem náttúruvernd vs raforkuframleiðsla). Nýlegt dæmi eru lög um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfs- endurhæfingarsjóða nr. 60 25. júní 2012. Vísa ég í því sambandi í ritstjórnargrein Þorbjörns Jónssonar formanns LÍ í Lækna- blaðinu 2012. Endurhæfing er mér hugleikin, enda starfsvettvangur minn. Hugtakið endur- hæfing, bæði orðið og innihald endur- hæfingar, virðist mér vera óljóst, bæði í huga almennings og jafnvel heilbrigðis- starfsfólks. Endurhæfing virðist hálfgert olnbogabarn, tilheyrir hvorki bráðaþjón- ustu né hjúkrun, sem gjarnan ber hæst í umræðunni um heilbrigðismál. Skilgreining alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar (WHO) á endurhæfingu: Endurhæfing miðar að því að einstak- lingur nái aftur eins góðri líkamlegri, andlegri og félagslegri færni og unnt er. Hún felur í sér öll þau úrræði sem miða að því að draga úr áhrifum fötlunar og hindrunum sem fötlunin veldur. Hún felur líka í sér þau úrræði sem gera fötluðu fólki kleift að vera virkir þjóðfélagsþegnar. Það má svo skipta endurhæfingu til dæmis í læknisfræðilega endurhæfingu og starfs- endurhæfingu. Skilin þarna á milli virðast stundum óskýr en að baki liggur alltaf færniskerðing sem oftast á rætur í heilsu- bresti eða fötlun. Endurhæfing, eins og aðrar greinar læknisfræði, byggir á fræði- legum grunni og styðst við klínískar leið- beiningar. Engar íslenskar leiðbeiningar eru til í mínu fagi, það er lungnaendur- hæfingu, en stuðst er við sameiginlega yfirlýsingu ATS/ERS. Á mínum vinnustað, Reykjalundi, er unnið í þverfaglegum teymum og er þar tekið mið af ICF-alþjóð- lega flokkunarkerfinu um færni, fötlun og heilsu (sjá skafl.is). Grundvöllurinn fyrir árangri í endurhæfingu er skýr og raunsæ markmiðssetning og samvinna meðferðar- aðila í samráði við skjólstæðinginn. Ár- angurinn er svo mælanlegur með aukinni færni, virkni, þátttöku (í víðum skilningi þess orðs) og auknum lífsgæðum. Ég treysti læknum og öðru heilbrigðis- starfsfólki til að standa vörð um menntun og fagmennsku sinnar stéttar, en það dugar þó því miður ekki til að reka heil- brigðisþjónustu af þeim gæðum sem við Íslendingar höfum væntingar um. Í anda endurhæfingar bind ég vonir við að núverandi stjórnvöld sjái sóma sinn í því að hafa samráð við heilbrigðisstarfs- fólk við markmiðssetningu og uppbygg- ingu heilbrigðisþjónustunnar til lengri tíma en eins kjörtímabils. Magdalena Ásgeirsdóttir lungnalæknir á Reykjalundi Magdalena@REYKJALUNDUR.is

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.