Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.02.2014, Qupperneq 34

Læknablaðið - 01.02.2014, Qupperneq 34
98 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Á málþingi um nýjungar í augnlækn- ingum sem haldið var á nýafstöðnum Læknadögum var fjallað um ýmsar nýjar aðferðir við augnskurðlækningar, ný lyf og greiningartæki sem komið hafa fram á síðustu árum og valdið straumhvörfum í meðhöndlun ýmissa augnsjúkdóma. María Soffía Gottfreðsdóttir augnlæknir og sérfræðingur í glákuskurðlækningum hafði umsjón með málþinginu og fjallaði sjálf um greiningu og meðferð gláku- sjúkdóma. Minnstu íhlutir sem græddir eru í mannslíkamann María Soffía fjallaði í erindi sínu um greiningu og einkenni gláku og nýjungar í meðferð og skurðaðgerðum. „Þar hafa orðið mjög miklar framfarir á undanförn- um árum og glákan hefur farið úr fyrsta sæti í þriðja sem algengasti blinduvaldur á Íslandi langt frameftir síðustu öld, og var blinda algengari á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi. Það er umtalsverður árangur í sjálfu sér. Reikna má með að um 5000 manns séu með gláku á Íslandi en blindir af völdum gláku eru einungis um 4% sam- kvæmt skráningu Þjónustu- og þekkingar- miðstöðvar fyrir blinda og sjónskerta. Í Reykjavíkuraugnrannsókninni frá 1998 sem Friðbert Jónasson prófessor stóð fyrir, kom í ljós að um 10% glákusjúklinga höfðu ekki fengið greiningu og meðferð. Í svip- uðum rannsóknum í nágrannalöndunum er þessi tala mun hærri, jafnvel 50-60%. Glákan er þögull sjúkdómur sem gefur yfirleitt engin einkenni fyrr en á lokastigi, sjúklingurinn tekur ekki eftir því hvernig sjón hrakar, þar sem sjónsviðið þrengist hægt og bítandi, en skýrleikinn tapast jafnvel ekki fyrr en með algerri blindu. Sjúklingur getur því verið með fulla sjón á sjónprófi með sjónsvið sem er ekki nema 10 gráður. Gláka getur endað með algerri blindu ef ekkert er að gert. Gláka er sjúk- dómur í sjóntauginni (optic neuropathy), orsakir eru ekki að fullu þekktar en hár augnþrýstingur er einn aðaláhættuþáttur gláku. Meðferð og aðgerðir beinast að því að draga úr augnþrýstingi. Með réttri meðferð er hægt að hægja verulega á fram- gangi sjúkdómsins.“ María segir skimun við gláku sérlega mikilvæga vegna þess hversu lúmsk þróun sjúkdómsins er, og góð grundvallarþekk- ing heimilislækna á gláku sé mikilvæg. „Lyfjameðferð er mun betri í dag en áður var og aukaverkanir af nýjum lyfjum minni. Einnig þarf að gefa lyfin sjaldnar, til dæmis komu prostaglatínanalógar á markað rétt fyrir síðustu aldamót en þá þarf einungis að gefa einu sinni á sólar- hring og aukaverkanir eru fátíðar. Það er mikill munur frá fyrri lyfjum sem dreypa þurfti mörgum sinnum á sólarhring og höfðu meiri aukaverkanir. Lyfin lækka augnþrýstinginn og hægja á framgangi glákunnar.“ Skurðaðgerðir við gláku Hár augnþrýstingur stafar af óeðlilegu útflæði á augnvökvanum í síuvef augans. Aðgerðir til lækkunar augnþrýstings beinast að því að auka útflæði og þar segir María að miklar framfarir hafi orðið á undanförnum árum. „Í auganu er líffæri, corpus ciliaris, sem framleiðir augnvökvann. Augnvökvinn fer ákveðna leið, í gegnum augnsíuna (trabecular meshwork) og inn í ákveðinn gang – Schlemm ś canal og þaðan út og í blóðrásina. Við gláku verður ákveðin fyrir- staða í síunni, sem stafar meðal annars af upphleðslu á eggjahvítuefnum og vefja- skemmdum. Þannig myndast fyrirstaða í síunni og vökvinn safnast upp í auganu. Glákulyfjunum er ætlað að minnka vökva- framleiðsluna eða auka útflæði hans með því að hafa áhrif á síuna. Í dag er verið að þróa ný lyf sem miklar vonir eru bundnar við og er ætlað að hafa áhrif á og vernda taugavef sjóntaugarinnar (neuroprotection) en þau eru ekki komin á markað ennþá.“ Mestu framfarirnar á allra síðustu árum, að sögn Maríu, hafa þó orðið í skurðaðgerðum við gláku. „Í dag gerum við ýmsar aðgerðir við gláku, þar sem sjúkdómurinn er á ýmsum stigum og einnig eru nokkrir flokkar gláku sem kalla á sérstakar aðgerðir. Fyrir 5 árum byrjaði ég að gera aðgerð sem kallast canaloplasty, þar sem síuvefurinn í auganu er einangr- aður og síðan er ljósleiðaraþráður þræddur inn í síuganginn, Schlemm ś canal, 360 gráður. Þetta er gert til að opna ganginn að nýju en eitt af einkennum gláku er að þessi gangur fellur saman og lokast. Þetta er hátæknileg aðgerð, enda er ljósleiðarinn ekki nema 250 míkrón í þvermál. Með þessu er eðlilegt gegnumstreymi vökva í auganu endurreist en í fyrri hefðbundnum aðgerðum er gert dren framhjá síunni eða sett inn shunt. Þessi aðgerð hefur skilað mjög góðum árangri. Önnur mjög spennandi nýjung sem farið er að gera í Bandaríkjunum og ég vonast til að geta tekið upp á hér Land- spítala innan skamms, er að setja örlítið Fjölmargar nýjungar á sviði augnlækninga Rætt við Maríu Soffíu Gottfreðsdóttur sérfræðing í glákuskurðlækningum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.