Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2014, Síða 35

Læknablaðið - 01.02.2014, Síða 35
LÆKNAblaðið 2014/100 99 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R tengirör, svokallað stent, inn í síuganginn til að opna fyrir hann að nýju. Þetta er minnsti íhlutur sem settur hefur verið í mannslíkamann, einn millimetri að lengd og 120 míkrón í þvermál. Þessi aðgerð er yfirleitt gerð um leið og ský er fjarlægt af augasteini en margir glákusjúklingar eru einnig með ský á augasteini. Þetta er að- gerð sem hentar vel fólki sem er ekki með mjög alvarlega gláku og geta þá sjúkling- arnir í mörgum tilfellum orðið lyfjalausir eftir aðgerð. María er eini augnskurðlæknirinn sem framkvæmir þessar aðgerðir og hún segir það vissulega valda ákveðnum vandkvæðum. „Þetta er öðruvísi en á há- skólaspítölunum í Bandaríkjunum þar sem ég var í sérnámi, en þetta er ekki eins- dæmi í undirsérgreinum augnlækninga, við erum mjög fá hér á landi, en eigum þó sérfræðinga í hverri undirsérgrein, því þótt augað sé ekki stórt líffæri er það mjög flókið og margbreytilegt.“ Ný tækni við augasteinaskipti Gunnar Már Zoëga fjallaði á Læknadög- um um nýjungar í augasteinsaðgerðum en þar hafa orðið gríðarlegar framfarir á undanförnum árum og aðgerðin í raun- inni allt önnur en hún var fyrir 15-20 árum síðan. „Áður lágu sjúklingar inni í nokkra daga vegna þessarar aðgerðar þar sem augasteinninn var fjarlægður í heilu lagi og skurðurinn saumaður saman með 8-10 sporum. Í dag framkvæmum við mun fleiri aðgerðir og sjúklingurinn fer heim strax að lokinni aðgerð.“ María segir meginbreytinguna fólgna í gerbreyttri tækni við aðgerðina sjálfa. „Skurðurinn er rétt um tveir og hálfur millimetri, augasteinninn er brotinn upp með hljóðbylgjutækni og brotin síðan sogin út. Linsan sem kemur í stað auga- steinsins er annars eðlis en áður var. Hún er samanbrotin (foldable) þegar hún er sett í augað í gegnum skurðinn og breiðir síðan úr sér. Þess vegna er hægt að vinna í gegnum svona pínulítinn skurð. Þá hafa orðið framfarir í margskiptum linsum og sjónskekkjulinsum.“ Þrátt fyrir að tækjabúnaður við aðgerðina sé fullkominn, framkvæmir skurðlæknirinn aðgerðina í raun með höndunum og María segir að mikilvægt sé að vera jafnvígur á báðar hendur við þessa vinnu. María segir að með þessari tækni sé að- gerðin einfaldari og mun öruggari en áður. „Fólk kemur mun fyrr í augasteinaskipti en áður, árangurinn er betri og áhættan minni. Eldra fólki fjölgar, fólk lifir lengur og gerir meiri kröfur til lífsgæða, og þetta er hluti af því. Það er ein aðalástæða þess að augasteinaaðgerðum hefur fjölgað mjög og eru meira en tvöfalt fleiri en fyrir 10-20 árum.“ Aðspurð um tæknina við hin nýju tæki og aukahluti í augnlækningum segir María að þar sé um afskaplega árangurs- ríkt samstarf vísindamanna í ýmsum greinum að ræða. „Til að hanna tækin til aðgerða og íhlutina þarf auk lækna verk- fræðinga, eðlisfræðinga og stærðfræðinga. Augnlækningar eru mjög tækjavæn grein og þróun á því sviði er að mörgu leyti undirstaða framþróunar í greininni.“ Skipta um hluta hornhimnunnar Þá fjallaði Gunnar Már Zoëga um nýj- ungar við hornhimnuaðgerðir en þar kom fram að miklar breytingar hafa orðið við flutninga á hornhimnum. „Til skamms tíma var skipt um alla hornhimnuna í heilu lagi. Þess má geta til fróðleiks að hornhimnuskipti voru fyrstu líffæraflutn- ingarnir sem framkvæmdir voru hér á landi. Í dag eru aðgerðirnar framkvæmdar á annan hátt og í mörgum tilfellum er „Augnlækningar eru mjög tækjavæn grein og þróun á því sviði byggir á samstarfi vísinda- manna í mörgum greinum,“ segir María Soffía Gottfreðsdóttir augnskurðlæknir.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.