Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 42
106 LÆKNAblaðið 2014/100
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
Læknadagar hafa skapað sér traustan sess
meðal íslenskra lækna og eru vel sóttir af
stórum hluta stéttarinnar. Hróður þessa
umfangsmikla þings fer æ víðar og sí-
menntunarhlutverk þess er viðurkennt af
alþjóðlegum stofnunum. Dagskráin var
fjölbreytt og vönduð og almenn ánægja
með hvernig til tókst í ár sem endranær.
Ekki verður tíundað allt er fjallað var
um á þeim mikla fjölda málþinga og
vinnubúða er féllu undir dagskrána að
þessu sinni, enda hvert og eitt verðugt efni
í sérstaka umfjöllun.
Segja má að málefni lækna hafi verið í
nokkrum brennidepli frá ýmsum sjónar-
hornum, en fjallað var um kjaramál lækna,
heilsufar, samskipti milli ólíkra greina
læknisfræðinnar, skaðsemi lækninga,
kulnun í starfi, öryggi heilbrigðisþjónust-
unnar og fleira mætti nefna af svipuðum
toga. Voru viðmælendur Læknablaðsins
sammála um að þetta sýndi vitund lækna-
stéttarinnar um ábyrgð sína og mikilvægi
þess að gæta að eigin heilsu ekki síður en
skjólstæðinganna.
Kjaramál í brennidepli
Á málþingi er samninganefnd Lækna-
félags Íslands efndi til, voru kynntar
áherslur nefndarinnar í næstu kjaravið-
ræðum, til hvaða aðgerða læknar geta
gripið ef samningaviðræður sigla í strand
og launaþróun læknastéttarinnar á Íslandi
í samanburði við nágrannalöndin.
„Það var breið samstaða um það á
fundinum að kjör lækna væru orðin alltof
bág og að það hefði sigið á ógæfuhliðina
mörg undanfarin ár,“ sagði Þorbjörn
Jónsson formaður LÍ. „Samanburður við
Norðurlöndin er orðinn okkur mjög óhag-
stæður, bæði varðandi launataxtana sjálfa
en líka varðandi vinnutíma og vaktir.“
Margir fundarmenn minntust á hversu
skammarlega lág laun nýútskrifaðra lækna
væru að teknu tilliti til námslengdar og
ábyrgðar í starfi. Sérstök áhersla var í máli
manna lögð á hækkun grunnlauna.
„Þá er rétt að minnast á launamun
kynjanna en hann er ennþá til staðar. Við
vitum ekki nákvæmlega af hverju hann
stafar en það mál þarf að kanna. Það er
auðvitað ekki ásættanlegt að launakjör
ákvarðist að einhverju leyti af kynferði,“
sagði Þorbjörn.
Læknadagar 2014
Fræðandi, upplýsandi og skemmtilegir
Þórarinn Ingólfsson, Jörundur Kristinsson, Gunnar Bjarni Ragnarsson, Arna Guðmundsdóttir og Magni Jónsson
voru hæstánægð með Læknadagana.
Geir Gunnlaugsson landlæknir og Þórður Harðarson
prófessor og yfirlæknir hlýða á fyrirlestur á málþinginu
Góð og örugg heilbrigðisþjónusta.
Benedikt Sveinsson fór á kostum á málþingi um líðan og heilsu lækna og bætti svo enn um betur sem veislustjóri á
árshátíð LR en þá var hann með hatt.
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson