Læknablaðið - 01.02.2014, Page 45
LÆKNAblaðið 2014/100 109
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
sýnilegri í samfélaginu. Fræðslustofnun
Læknafélagsins gæti haft forgöngu um
að koma áreiðanlegum og traustum upp-
lýsingum til almennings um margt er
snýr að heilsu, heilbrigði og sjúkdómum.
Einstaka læknar hafa verið mjög duglegir
að nýta netið til að koma upplýsingum til
almennings. Fræðslustofnun gæti stutt við
slíkt framtak og gert það aðgengilegra al-
menningi, til dæmis með því að nýta sér
samfélagsmiðla. Davíð Þórisson læknir,
sem er mikill áhugamaður um notkun
samfélagsmiðla, bætist nú í hópinn sem
leiðir Fræðslustofnun og bind ég miklar
vonir við það.“
Gunnar segir að þetta svigrúm sé nú til
staðar þar sem Læknadagarnir sjálfir séu
komnir í svo fastar og góðar skorður. „Við
stefnum líka að því að gera efni Lækna-
daga aðgengilegt fyrir þá lækna sem ekki
geta sótt málþingin vegna vinnu sinnar
eða af öðrum ástæðum. Við viljum færa
starf Fræðslustofnunar lækna að endur-
menntun lækna meira út fyrir Læknadaga
og jafnframt stuðla að meiri almennings-
fræðslu um heilbrigðismál.“
Læknadögum lauk síðan á hefðbund-
inn hátt með Spekingaglímunni undir
stjórn Kristjáns Guðmundssonar. Þóttu
spurningarnar óvenju svínslegar í ár en
langlundargeð tímavarðar bætti það upp
svo svörin skiluðu sér flest að lokum.
A-lið Spekingaglímunnar, Ásgeir Pétur Þorvaldsson, Jörundur Kristinsson og Anna
Gunnarsdóttir, stingur saman nefjum.
B-lið Spekingaglímunnar, Þorvarður R. Hálfdánarson, Gríma Huld Blængsdóttir og
Dagbjört Helgadóttir, skemmti sér konunglega.
Hápunktur spekinga-
glímunnar var án efa
tunglganga Ásgeirs
Péturs Þorvaldssonar í
anda Michaels heitins
Jackson. Frammistaðan
vakti mikla gleði en
veitti engin stig.
Ánægð með árangurinn.
Gunnar Bjarni Ragnars-
son framkvæmdastjóri
Fræðslustofnunar LÍ og
Margrét Aðalsteinsdóttir
skrifstofustjóri LÍ.