Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.2014, Side 58

Læknablaðið - 01.02.2014, Side 58
122 LÆKNAblaðið 2014/100 Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra lækninga. Leitað er eftir farsælum, kraftmiklum og metnaðarfullum stjórnanda. Framkvæmdastjóri lækninga situr í framkvæmdastjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og heyrir undir forstjóra. Starfshlutfall er 100% og er ráðið í starfið til 5 ára. Hlutverk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er að veita íbúum höfuð- borgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjón- ustu. Þjónustan grundvallast á sérþekkingu á sviði heimilislækninga, hjúkrunar og heilsuverndar og byggir á víðtæku þverfaglegu samstarfi. Hún samanstendur af fimmtán heilsugæslustöðvum í Reykjavík, Sel- tjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, Þroska- og hegðunarstöð, Göngudeild sóttvarna, Geðheilsu-eftir- fylgd/iðjuþjálfun og stjórnsýslu Heilsugæslunnar. Hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins starfa nálægt 600 manns. Helstu viðfangsefni og ábyrgð • Leiðtogi við framkvæmd stefnu heilsugæslunnar • Stefnumótun og þróun, m.a. á sviði markmiða, árangurs, gæða og öryggis í þjónustu • Innleiðing nýjunga og breytinga, ásamt því að stuðla að öryggi, gæðum og hagkvæmni • Fagleg samhæfing og eftirlit á sviði lækninga • Samhæfing starfsemi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins • Gerð og efling klínískra leiðbeininga • Gæðaeftirlit Hæfnikröfur • Læknir með sérfræðileyfi • Stjórnunarreynsla í heilbrigðisþjónustu • Leiðtogahæfni og metnaður til að ná árangri í starfi • Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót • Frumkvæði og áræðni • Vilji til að helga sig sýn og gildum heilsugæslunnar nánari upplýsingar • umsóknarfrestur er til og með 17. febrúar 2014. • Starfshlutfall er 100% og verður ráðið í starfið til 5 ára frá og með 1. ágúst n.k. eða eftir nánara samkomulagi. • umsóknir, ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, skulu berast Heilsugæslunni rafrænt. • umsóknum fylgi staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu af kennslu-, vísinda-, rit- og stjórnunarstörfum, ásamt afriti af greinum sem umsækjandi hefur skrifað. • upplýsingar veitir Svava Kr. Þorkelsdóttir, mannauðsstjóri, net- fang svava.kristin.thorkelsdottir@heilsugaeslan.is, sími 585-1317. • umsóknargögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast, í tvíriti, mannauðsdeild, Álfabakka 16, 109, Reykjavík. • Allar umsóknir eru sendar til stöðunefndar hjá Landlæknis- embættinu. • Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármála- og efnahagsráðherra. Sótt er um starfið rafrænt á heimasíðu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. www.heilsugaeslan. is, undir „laus störf“. Ef ekki eru tök á að sækja um rafrænt má nálgast umsóknareyðublöð hjá mannauðsdeild, Álfabakka 16. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningar í laus störf í Heilsugæslunni. öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Framkvæmdastjóri lækninga Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Ábyrgð – Fagmennska – Traust – Þjónusta - Framþróun Forxiga 10 mg filmuhúðaðar töflur. AstraZeneca. A 10 BX 09. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS – Styttur texti SPC Innihaldslýsing: Hver tafla inniheldur dapagliflozin propanediol einhýdrat sem jafngildir 10 mg af dapagliflozini. Hjálparefni með þekkta verkun: Hver tafla inniheldur 50 mg af vatnsfríum laktósa. Ábendingar: Forxiga er ætlað fullorðnum, 18 ára og eldri, með sykursýki af tegund 2, til þess að bæta stjórn á blóðsykri sem: Einlyfjameðferð: Þegar sérstakt mataræði og hreyfing eingöngu hefur ekki nægt til að ná stjórn á blóðsykri hjá sjúklingum sem álitið er að metformin henti ekki vegna óþols. Samsett  viðbótarmeðferð: Ásamt öðrum blóðsykurslækkandi lyfjum, þ.m.t insúlíni, þegar þau ásamt sérstöku mataræði og hreyfingu veita ekki nægjanlega stjórn á blóðsykri. Skammtar og lyfjagjöf: Skammtar: Einlyfjameðferð og samsett viðbótarmeðferð: Ráðlagður skammtur er 10 mg af dapagliflozini einu sinni á sólarhring í einlyfjameðferð og sem samsett viðbótarmeðferð með öðrum blóðsykurslækkandi lyfjum, þ.m.t. insúlíni. Þegar dapagliflozin er notað samhliða insúlíni eða lyfjum sem örva insúlínseytingu, eins og súlfónýlúrealyfi, skal íhuga að minnka skammt insúlíns eða lyfs sem örvar insúlínseytingu til að minnka líkur á blóðsykursfalli. Sérstakir sjúklingahópar: Skert nýrnastarfsemi: Verkun dapagliflozins er háð nýrnastarfsemi, og verkun er minni hjá sjúklingum með miðlungsmikið skerta nýrnastarfsemi og er líklega engin hjá sjúklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi. Ekki er ráðlagt að nota Forxiga hjá sjúklingum með miðlungsmikið til verulega skerta nýrnastarfsemi (sjúklingar með kreatínínúthreinsun [CrCl] < 60 ml/ mín. eða áætlaðan gaukulsíunarhraða [eGRF] < 60 ml/mín./1,73 m2). Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá sjúklingum með vægt skerta nýrnastarfsemi. Skert lifrarstarfsemi: Ekki er þörf á aðlögun skammta hjá sjúklingum með vægt eða miðlungsmikið skerta lifrarstarfsemi. Hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi er ráðlagður upphafsskammtur 5 mg. Ef hann þolist vel, má stækka skammtinn í 10 mg. Aldraðir (≥ 65 ára): Almennt er ekki þörf á aðlögun skammta á grundvelli aldurs. Taka skal tillit til nýrnastarfsemi og hættu á vökvaskorti. Vegna takmarkaðrar reynslu af meðferð sjúklinga, 75 ára og eldri, er ekki ráðlagt að hefja meðferð með dapagliflozini. Börn: Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun dapagliflozins hjá börnum á aldrinum 0 til <18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir. Lyfjagjöf: Forxiga má taka inn einu sinni á sólarhring, með eða án fæðu, hvenær dagsins sem er. Töflurnar á að gleypa í heilu lagi. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is Markaðsleyfishafi: BristolMyers Squibb/AstraZeneca EEIG, BristolMyers Squibb House, Uxbridge Business Park, Sanderson Road, Uxbridge, Middlesex, UB8 1DH, Bretland. Nánari upplýsingar um lyfið fást hjá umboðsaðila á Íslandi sem er Vistor hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, sími: 535-7000. Textinn var síðast samþykktur 25. október 2013. Ath. textinn er styttur. Sjá nánar undir Lyfjaupplýsingar á vef Lyfjastofnunar: www.lyfjastofnun.is Pakkningar og verð: Forxiga 10mg, 28 stk. : kr. 10.594; 10mg, 98 stk. : kr. 31.009. 1. janúar 2014. Afgreiðslutilhögun: R. Greiðsluþátttaka:G.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.