Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2014, Síða 14

Læknablaðið - 01.05.2014, Síða 14
274 LÆKNAblaðið 2014/100 blæðingaríferð í þessi drep á fyrstu dögunum. Segar sem koma frá hjarta eru samsettir úr blóðkornum, blóðflögum, fíbríni og kalki og í undantekningartilfellum bakteríum eða æxlisvexti. Gáttatif er aðalástæða segareks frá hjarta. Aðrar ástæður eru meðal annars gervilokur, segarek eftir brátt hjartadrep (sérstak- lega eftir framveggjardrep), útvíkkunarhjartavöðvakvilli (dilated cardiomyopathy), sýktar hjartalokur, míturlokuþrengingar vegna gigtsjúkdóms og hjartaæxli. Meðal þeirra sem hafa gáttatif er árleg áhætta heilablóðþurrðar 1,5-23,5%.60 Þessi mikli munur ræðst af öðrum þáttum. Þeir eru meðal annars: aldur, saga um fyrri heilablóðþurrð, hjartasjúk- dómur, háþrýstingur og sykursýki. Til að meta árlega áhættu á heilablóðþurrð hjá einstaklingum með gáttatif er algengt að nota svokallaðan CHA2DS2-VASc skala (tafla I) sem inniheldur ofan- nefnda áhættuþætti.61 Algengi gáttatifs eykst með hækkandi aldri. Eingöngu 0,2 ein- staklingar á hverja þúsund íbúa hafa gáttatif á fertugsaldri en 39 á hverja eitt þúsund á níræðisaldri. Gáttatif veldur um 7% heila- drepa hjá fólki á sextugsaldri en 36% hjá þeim sem eru á níræðis- aldri. Einstaklingar með gáttatif eru að meðaltali í sexfaldri hættu á því að verða fyrir heilablóðþurrð og þeir sem einnig hafa mítur- lokuþrengingu vegna gigtsjúkdóms eru í sautjánfaldri áhættu. Blóðþynning er áhrifamikil aðferð til að fyrirbyggja heiladrep hjá einstaklingum með gáttatif. Smáæðasjúkdómur Ördrep tengjast oftast langvarandi háþrýstingi og sykursýki og valda 15-25% heiladrepa (12% í íslensku rannsókninni).56,58 Al- gengustu staðsetningarnar eru djúp svæði heilans eins og djúp- hnoðin (basal ganglia), brúin (pons), stúkan, og rófukjarninn (cau- date nucleus). Oftast er orsökin staðbundinn sjúkdómur í smáum slagæðum heilans. Meingerð smáæðasjúkdómsins er fíbríndrep (fibrinoid necrosis) og fituglæruhrörnun (lipohyalinosis) sem leiðir til hrörnunar í miðlagi (tunica media) æðanna og veldur þreng- ingum og lokunum. Meginorsök þessara breytinga er langvinnur háþrýstingur. Þó verður að hafa í huga að segarek getur í einstaka tilvikum valdið lokun í smáæðum heilans. Sjaldgæfar eða óþekktar orsakir Þrátt fyrir víðtæka uppvinnslu er ekki hægt að ákvarða orsök heiladreps í um 20-40% tilfella (26% í íslensku rannsókninni).58,59 Það er algengara hjá þeim yngri. Í þessum hópi er mikilvægt að leita eftir segahneigð og lotubundnu gáttatifi. Athyglisvert er að endurtekin heiladrep virðast óalgengari í þessum hópi. Rétt er að nefna tvær orsakir sem geta sérstaklega komið við sögu hjá yngra fólki. Í fyrsta lagi er það flysjun slagæða á hálsi (cervical artery dissection). Hún er önnur algengasta ástæða heila- dreps hjá ungu og miðaldra fólki. Hér má geta íslenskrar greinar um flysjun í Læknablaðinu.62 Hinn kvillinn er op milli gátta (patent foramen ovale, PFO). Lengi hefur verið talið að opið gæti átt þátt í tilurð heiladreps hjá yngra fólki. Skoðanir hafa þó verið mjög skiptar um mikilvægi opsins. Því hafa leiðbeiningar um annars stigs fyrirbyggjandi viðbrögð ekki verið einhlítar. Mælt hefur verið með asperíni, blóðþynningu eða lokun opsins. Niðurstöður þriggja nýlegra rannsókna benda til þess að lokun ops komi ekki að meira gagni en lyfjameðferð.63,64 Ýmsar óvenjulegar orsakir heilablóðþurrðar er að finna í töflu II. Y F I R L I T Tafla I. CHA2DS2-VASc skali Hjartabilun/vanstarfsemi vinstra slegils - EF ≤40 % - 1 stig Háþrýstingur - 1 stig Aldur ≥75 ár - 2 stig Sykursýki - 1 stig Heilablóðfall/TIA/segarek - 2 stig Æðasjúkdómar (kransæðastífla, útæðasjúkdómar og kölkun í ósæð) - 1 stig Aldur milli 65 - 74 ár - 1 stig Kvenkyn - 1 stig Árleg áhætta á heilablóðþurrð er: • 0,3% við CHA2DS2VASc 0 • 1,0-2,1% við CHA2DS2VASc 1 • 3,3-23,6% við CHA2DS2VASc 2 eða hærra Tafla II. Óvenjulegar orsakir skammvinnrar heilablóðþurrðar eða heiladreps. æðasjúkdómar Stokkasegi Fibromuscular dysplasia Hjartasjúkdómar Op milli gátta (patent foramen ovale) Afturfall míturloku (mitral valve prolapse) Atrial myxoma Hjartaþelsbólga án sýkingar (non-bacterial endocarditis) blóðsjúkdómar Sigðfrumublóðleysi (sickle cell anemia) Blóðflögusjúkdómar Stökkbreyting í þætti V Leiden ATII-skortur Stökkbreyting í próþrombíni Prótein C-skortur Prótein S-skortur Polycythemia Paroxysmal nocturnal hemoglobinuria Gigtar- og sjálfsofnæmissjúkdómar Andfosfólípíðheilkenni Rauðir úlfar Æðabólga Sýkingar Hjartaþelsbólga HIV-sýking Hormónaáhrif Getnaðarvarnarpilla Meðganga, fæðing og sængurlega Mígreni Áfengi og fíkniefni Ýmislegt Hómócysteinmiga MELAS-heilkenni

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.