Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.05.2014, Qupperneq 17

Læknablaðið - 01.05.2014, Qupperneq 17
Mynd 7. Á segulómmynd (a) sem er úr FLAIR myndröð og b) sem er úr diffusion- myndröð er sýnt smáæðardrep (ör) í vinstri stúku sem olli hægra skyntapi. Heilkenni þvoglumælis og klaufsku í hendi (dysarthry-clumsy hand syndrome) Aðaleinkennin eru þvoglumæli og klaufska í hendi. Skemmdin er yfirleitt í brú eða innhýði (capsula interna) gagnstæðu megin við einkennin. Hreint skyntap (pure sensory stroke) Hreint skyntap einkennist af viðvarandi eða tímabundnum dofa, stingjum, verk, bruna eða annarri óþægilegri tilfinningu öðrum megin í líkamanum. Drepið er oftast staðsett í stúku gagnstæðu megin (mynd 7). Blandað skyntap og lömun (mixed sensorimotor stroke) Í þessu klíníska heilkenni helftarlömunar og skyntaps er ördrepið staðsett í stúku og aðliggjandi aftari hluta innhýðis gagnstæðu megin. Samantekt Átta af hverjum 10 heilablóðföllum stafa af heilablóðþurrð/drepi, tvö stafa af blæðingu. Heilablóðfall er algengasta orsök fötlunar og leggur undir sig flest bráðarými sjúkrahúsa á Vesturlöndum í dag. Árlegt nýgengi er 150-200/100.000/íbúa. Helstu áhættuþættir eru hár aldur, jákvæð fjölskyldusaga, saga um fyrra heilablóðfall, háþrýstingur, sykursýki, reykingar, hækkað kólesteról, offita og hreyfingarleysi. Mynd 6. Nýtt stórt drep í heilastofni (ör), sýnt með a) tölvusneiðmynd, b) segulóm- skoðun FLAIR myndröð og c) flæðismynd (Diffusion). Mynd d) TS æðaskoðun eftir skuggaefnisgjöf í æð sýnir lokun á hjarnabotnsslagæð (ör) og mynd e) er þrívíddar- úrvinnsla sem sýnir betur þann hluta æðarinnar sem er lokaður. LÆKNAblaðið 2014/100 277 Y F I R L I T

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.