Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.05.2014, Side 22

Læknablaðið - 01.05.2014, Side 22
282 LÆKNAblaðið 2014/100 Þessa reynslu hefur hún æ síðan yfirfært á aðra viðburði og óttast mjög að hún gæti skemmt fyrir sér og öðrum viðburði sem fram- undan eru með því að verða óglatt eða kasta upp. Til dæmis má þar nefna skólaskemmtanir, partý, bústaðaferðir og bíóferðir þar sem hún kýs að sitja í endasæti til þess að eiga greiða útgönguleið gerist þess þörf. Margur myndi ætla að uppköst kynnu að viðhalda vandanum en konan hefur raunar ekki kastað upp í nær tvo ára- tugi. Það má vera að fælni hennar við að kasta upp sé enn alvarleg þar sem hún hefur ekki kastað upp svo lengi og því ekki upplifað að ótti hennar fjari út við það. Barnæska sjúklings og unglingsár lituðust af hræðslu hennar við uppköst og umgangspestir og allt sem gæti mögulega gert hana veika. Hún var með ýmiss konar áráttu sem barn, þurfti til dæmis að berja tannburstanum þrisvar í vaskinn, rífa klósettpappírinn beint, setja lakið alltaf fyrst á sama hornið á rúminu þegar hún bjó um og svo framvegis. Með því að gera þetta taldi hún sig sleppa við veikindi. Sjúklingur hefur átt bæði góð og slæm tímabil í lífinu eins og gengur. Hún hefur upplifað mikinn kvíða á meðgöngu og veikst af alvarlegu fæðingarþunglyndi og kvíða eftir þrjár fæðingar. Hún fær endurtekið slæm kvíðaköst ef gubbupest er að ganga í kring- um hana. Hún fer oftast út af heimilinu ef fjölskyldumeðlimur veikist og getur ekki annast börn sín þegar þau fá gubbupest. Það er ýmislegt sem hún hefur forðast algjörlega til að finna ekki fyrir ógleði eða verða ekki veik. Hún fer til dæmis ekki á sjó, ekki í tívolítæki, drekkur ekki áfengi, borðar ekki yfir sig, er hrædd við að neyta sumra fæðutegunda, verður kvíðin í flugvélum og á erfitt með langar bílferðir með börnunum þar sem þau eiga það til að verða bílveik (tafla II). Öryggishegðun hennar er afar víðtæk. Hún les stöðugt í atferli þeirra sem hún umgengst til að reyna að sjá hvort fólk sé við góða heilsu eða kunni að vera með pest. Til dæmis ef börnin borða óvenju lítið af einhverju sem þeim þykir gott eða eru föl á hörund fer hún að hafa áhyggjur. Undanfarin ár hafa kvöldin og næturnar verið erfiðastar, hún dregur það sem lengst að fara að sofa því að hún bíður eftir að börnin kunni að vakna og fari að kasta upp. Henni finnst fólk almennt oftar veikjast með slíkum einkennum á næturnar. Eftir að hún varð móðir hefur hún átt erfitt með að vera ein með börnum sínum yfir nótt af ótta við að hún geti ekki annast þau nægilega vel ef veikindi koma upp. Hún lagðist fyrst inn á geðdeild fyrir nokkrum árum. Innlagnir hennar urðu svo heldur tíðari um skeið þegar yngsta barnið komst á leikskólaaldur. Meðferðir og afdrif Sem barn og unglingur fór sjúklingur til ýmissa sálfræðinga og geðlækna en fannst enginn skilja vandamálið. Kvíðalyf voru reynd, til dæmis alprazólam og díazepam, með takmörkuðum árangri en þau hjálpuðu henni ef til vill yfir erfiðustu hjallana. Fyrsta og nær eina langtímalyfjameðferð hennar hefur verið með þunglyndis- og kvíðalyfinu sertralín. Sú meðferð hófst fyrir um 10 árum í kjölfar fyrstu fæðingar. Hún hefur náð ágætis tímabilum á sertralíni en slæmir kaflar koma þó áfram inn á milli, oft tengdir umgangs- pestum. Í seinni tíð hefur stundum nægt að lesa stöðuuppfærslur á Facebook um umgangspestir eða veikindi barna sem börn hennar umgangast. Hún tók auk sertralíns lágskammta perfenazín og oxazepam eftir þörfum samhliða því að hitta sálfræðing og fara í gegnum byrjunarstig hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) og gera tilraun til kerfisbundinnar ónæmingar vegna fælninnar. Rétt eftir að yngsta barn hennar fæddist fyrir nokkrum árum sökk hún það djúpt að hún lagðist í fyrsta sinn inn á geðdeild Landspítalans. Henni hafði raunar liðið betur eftir þessa síðustu fæðingu en hinar fyrri, en svo herjaði gubbupest á heimilið. Það varð til þess að hún svaf lítið og illa í lengri tíma, nærðist illa og líðan hennar versnaði mikið. Fékk hún meðal annars sjálfsvígs- hugsanir. Eftir þessa fyrstu innlögn byrjaði hún aftur í vikuleg- um tímum hjá geðlækni og sálfræðingi. Fáein ár liðu. Snemma árs 2011 var sertralíni skipt út og buspiron reynt. Hún tók buspiron í 6 vikur, en líðan hennar versnaði og hún hætti að taka lyfið í samráði við geðlækninn. Var þá lyfjalaus um nokkurt skeið. Þá prófaði hún um hríð aðferð sem hefur sýnt gagnsemi við meðferð áfallastreitu, EMDR (eye movement desensitization and reprocessing), ásamt dáleiðslu, með litlum sem engum árangri. Seinni part ársins fór henni að versna mikið og hún lagðist þrisvar inn á geðdeild á fremur stuttu tímabili. Það sem orsakaði þessar innlagnir var svefnleysi, lystarleysi, kvíði og sjálfsvígshugsanir sem komu og fóru í nokkra daga í hvert sinn vegna veikinda barnanna eða pesta sem voru að ganga í skólum þeirra. Fyrir vikið missti hún stjórn á kvíðanum. Eftir að henni fór að versna hafa verið reynd fleiri þunglyndislyf sem sýndu ekki marktæka virkni á nokkrum mán- uðum. Hún er í dag á paroxetíni sem hún hefur tekið í um eitt ár, auk þess sem hún þarf einstaka sinnum að nota róandi lyf eins og lorazepam og prómetazín. Dagleg líðan hefur breyst mikið til hins betra og hún er í mun betra jafnvægi. Hún fær enn slæm kvíðaköst þar sem hún heldur að hún þurfi að kasta upp en köstin standa nú yfir í mun skemmri tíma en þau gerðu áður og eru þess vegna viðráðanlegri. Umræða Erfitt hefur reynst að skilja meingerð uppkastafælni. Víðtækasta yfirlitið til þessa var birt 20014 þar sem kynntar voru niðurstöður netkönnunar meðal 56 sjálfvaldra einstaklinga. Þrátt fyrir að þessi hópur væri ekki slembivalinn og ekki með staðfesta greiningu, eru niðurstöður þessarar rannsóknar nothæfar sem eins konar forrannsókn eða upphafspunktur til að reyna að skilja gang sjúkdómsins. Í könnuninni kom fram að einkenni uppkastafælni hefðu byrjað mjög snemma hjá þátttakendum, oft í barnæsku (til dæmis í kjölfar áfalla, eftir að hafa fengið erfiða gubbupest eða séð aðra kasta upp), og væru ósjaldan þrálát með fáum sjúkdóms- hléum.4, 9 Þessi óheppilega skilyrðing og tenging uppkastafælni við margt í daglegu lífi ylli iðulega miklu álagi og nokkurri fötlun hjá mörgum sem við sjúkdóminn glímdu. Flestir höfðu mestar áhyggjur af því að kasta upp sjálfir frekar en að lenda í því að aðr- ir köstuðu upp í þeirra viðurvist. Stór hluti þátttakenda í þessari Tafla I. Einkenni tengd uppkastafælni. Ofsakvíðaköst Kvíði og depurð öryggishegðun og forðun Meltingafæraeinkenni Hömlun félagslegrar virkni S J ú k R a T i l F E l l i

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.