Læknablaðið - 01.05.2014, Page 27
LÆKNAblaðið 2014/100 287
þúsundir Íslendinga hafa sigrað. Flestir hafa gengið á Sveinstind
út frá hefðbundnum gönguleiðum á Hvannadalshnjúk, þá oftast
frá hinni fjölförnu Sandfellsleið eða Hnappaleið upp frá Fagur-
hólsmýri. Aðrar leiðir eru enn fáfarnari, eins og Hrútárjökulsleið,
og leiðin sem Sveinn Pálsson lýsti fyrstur árið 1794 og er nú kölluð
Kvískerjaleið (mynd 7). Kvísker er frægt býli við austanverðan
Öræfajökul og er meðal annars þekkt fyrir þá staðreynd að þar
er mest meðalúrkoma í byggð á Íslandi. Þaðan lagði Sveinn upp
í sögufræga göngu sína þann 11. ágúst 1794. Hann varð um leið
fyrstur manna til að ganga á Öræfajökul.
S a G a l æ k n i S F R æ ð i n n a R
Mynd 6. Loftmynd af Öræfajökli sem sýnir vel afstöðu Hvannadalshnjúks á norð-
vesturbrún öskjunnar og Sveinstinds norðaustan megin (til hægri). Einnig sjást vel
svokallaðir Hnappar í suðurhluta Öræfajökuls. Í baksýn má greina Esjufjöll og Máva-
byggðir. Mynd: Oddur Sigurðsson.
Mynd 7. Línurnar sýna nokkrar leiðir á Hnjúkinn: Kvískerjaleið (rauð) og Hrútár-
jökulsleið (blá), Hnappaleið (græn) og Sandfellsleið (svört). Teikning: Guðbjartur Krist-
ófersson.
Mynd 8. Gengið upp Hrútárjökul í maí 2012 á leið á Sveinstind en sjá má tindinn efst
til hægri á myndinni umvafinn skýjum. Sveinstindur var ekki sigraður að þessu sinni
vegna erfiðra aðstæðna. Mynd: Ólafur Már Björnsson.
Mynd 9. Sveinstindur fyrir miðju (2044 m), Sveinsgnípa til vinstri (virðist hærri á myndinni en er 1925 m) og krosssprunginn Hrútárjökull til hægri.
Mynd: Ólafur Már Björnsson.