Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.05.2014, Side 42

Læknablaðið - 01.05.2014, Side 42
302 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Sérhæft áverka námskeið fyrir lækna Sérhæft áverkanámskeið, (ATLS, advanced trauma life support), fyrir lækna var haldið í fyrsta skiptið á Íslandi 9.-11. apríl. Alls tóku 16 deildarlæknar og sérfræðingar frá bráðasviði og skurð- lækningasviði Landspítala þátt í námskeiðinu sem var haldið í ágætri aðstöðu á Landakoti. Læknarnir Elfar Úlfarsson og Brynjólfur Mogensen unnu að því í nokkra mánuði að fá ATLS- kennarateymi frá Stokkhólmi til Íslands. Mjög jákvæð viðbrögð frá forstjóra Landspítala og framkvæmdastjórum bráðasviðs og skurðlækningasviðs urðu til þess að námskeiðið varð að veru- leika en milljóna kostnaður fylgir námskeiði eins og þessu. Það var einnig mjög jákvætt að læknarnir Elfar Úlfarsson og Viðar Magnússon kenndu á námskeiðinu en báðir hafa ATLS-kennara- réttindi. Markmið námskeiðsins er að læknar séu mun betur undirbún- ir í að taka á móti mikið slösuðum því góð samhæfð sérhæfing skiptir miklu máli því hver mínúta slasaðra með fjöláverka getur skiptir sköpum. Góð móttaka, greining og meðferð fjöláverka- sjúklinga auka mikið lífslíkur viðkomandi og minnka kostnað samfélagsins. Læknarnir voru æfðir í að greina og takast á við hin ólíkustu vandamál á skipulagðan og markvissan hátt. Nám- skeiðinu lauk með stöðluðu ATLS-prófi sem reynir á þolrifin en skemmst er frá því að segja að árangurinn var mun betri en hjá þeim sem við berum okkur gjarnan við. Læknarnir voru mjög ánægðir með námskeiðið og vonumst við til að sérhæft áverk- anámskeið verði að árlegum viðburði á Íslandi. Brynjólfur Mogensen Ánægðir nemendur og kennarar á ATLS-námskeiði. Ljósmynd: Rúdolf Adolfsson. Elfar Úlfarsson einbeittur að kenna á verklegri stöð. Mynd: Védís.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.