Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.05.2014, Page 58

Læknablaðið - 01.05.2014, Page 58
318 LÆKNAblaðið 2014/100 Úr fórum Læknablaðsins – 1915-2014 FYRIRBYGGJANDI MEÐFERÐ GEGN HEILASLAGI OG SEGAREKI Í SLAGÆÐUM HJÁ FULLORÐNUM SJÚKLINGUM MEÐ GÁTTATIF, SEM EKKI TENGIST HJARTALOKUM, MEÐ EINN EÐA FLEIRI ÁHÆTTUÞÆTTI* *Einhvern tíma fengið heilaslag, tímabundna blóðþurrð í heila eða segarek í slagæð; Útfallsbrot vinstri slegils < 40%; Hjartabilun með einkennum, NYHA (New York Heart Association) flokkur II; Aldur 75 ár; Aldur 65 ár og jafnframt eitt af eftirfarandi: sykursýki, kransæðasjúkdómur eða háþrýstingur:≥ ≥ RE-LY rannsóknin með Pradaxa 150 mg, 2 sinnum á dag sýndi: L s me r www.pradaxa.e ið i a á is Pradaxa® (dabigatran)150 mg 2 sinnum á dag FYRIRBYGGIR HEILASLAG hætta á í slagæðumheilaslagi og segareki minnkar um samanborið við warfarín 135% hætta á heilaslagi vegna blóðþurrðar minnkar um samanborið við warfarín 125% hætta á minnkar umheilablæðingu 59% samanborið við warfarín 1 engan mun á alvarlegum blæðingum samanborið við warfarín 1 · 150 mg, 2 x dag er venju legur ráðlagðu r skamm tur 110 mg er ráðlag ður skam mtur fyr ir · - sjúklin ga eldri en 80 á ra - sjúklin ga sem e ru samh liða á meðferð með ver apamili Heimild: 1. Connolly SJ, et al. Dabigatran versus warfarin in patients with atrial fibrillation. N Engl J Med 2009; 361:1139-51. – betra en warfarín til að fyrirbyggja heilaslag og segarek í slagæðum1 Það eru 70 ár síðan lýðveldisárið 1944 lagðist yfir byggðir og ból. Það ár gaf Læknafélag Reykjavíkur bara út á prent tvö tölublöð af Læknablaðinu, merkt nr. 9 og 10, og tilheyra 29. árgangi blaðsins, fyrri tölublöðin í röðinni komu út 1943. Aðalritstjóri blaðsins við upphaf 29. árgangs var Ólafur Geirs- son, og meðritstjórar Kristinn Stefánsson og Óli P. Hjaltested, en síðar Björn Sigurðsson og Jóhannes Björnsson. Efnið eru margvíslegar greinar um íslenska læknisfræði: berkla, mislinga, bólusetningu gegn kíghósta, ilsig, bjúg, utanlegsþykkt og vírus- lungnabólgu. Hæst ber nákvæma og átakanlega lýsingu Ólafs Ó. Lárussonar héraðslæknis á tréspíraeitruninni sem varð níu manns að bana á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 1943. Í blaðinu eru líka minningargreinar, tíðindi af félagsmálum (öll fundargerð aðalfundar 1943 birt) og stuttar fréttir úr er- lendum læknaritum. Athygli vekja afar persónugreinanleg yfirlit og frásagnir sem lög og reglur hafa alveg bannað nú heilum mannsaldri síðar. Dæmi um þetta eru Nokkurar Sjúkrasögur eftir Jóhann Sæmundsson í 9. tölublaði. Þar eru rakin fjögur sjaldgæf sjúkratilfelli. Sjúklingar eru nefndir með fangamarki sínu og fæð- ingardagur þeirra og ár eru tilgreind. Tilfellin eru 1) Atropoa cerebri, 2) Myotonia acquisita, 3) Athyreoidosis, og 4) Silicosis. Í þremur greinum í þessum árgangi takast þeir á Árni Pjeturs- son trúnaðarlæknir Reykjavíkurborgar og Vilmundur Jónsson landlæknir: Lækn- isafstaða, Læknablaðið 1943; 29: 73-80, Bágborin afstaða, 29: 122-7, Herfileg afstaða, 29: 138-44. Til- efnið er að í Heilbrigð- isskýrslum fyrir árið 1940 birtir landlæknir tvö embættisbréf sem hann hefur sent dómsmálaráðuneytinu og fjalla um „ástandsmálin“. Fyrra bréfið ber titilinn: Um saur- lifnað í Reykjavík og stúlkubörn á glapstigum. Árni skrifar: Það skal virt honum til vorkunnar, er hann velur þetta orð, „saurlifnaður“, að þau orð, sem á íslenzku eru látin tákna „prosituion“ (skækju-, hóru-, vændiskvenna-, pút- og saurlifnaður) eru orðin nokkuð gömul í málinu og hafa því fengið ókvæðismerkingu. Þau geta því ekki talizt heppileg sem fræðiorð; … Ég mun í þessari grein nota orðið „blíðusala“. .. Árni rekur rökstuðning Vilmundar sem leitar ýmissa heimilda til að sýna fram á að siðferði hafi hnignað á stríðsárunum svo stórfellt að grípa þurfi til róttækra ráðstafana. Langfyrirferðarmestar í því efni eru skýrslur lögreglu sem virðast hafa verið ámóta ítar- legar og flóknustu mataruppskriftir, ef til vill við hæfi að kalla þær smásmugulegar í takt við innihaldið. Árni heldur áfram: Í framhaldi af þessu telur landlæknir sjálfsagt „að lögreglunni sé gert kleift að nota heimildir þær, sem fyrir eru í lögum um íhlutun um fram- ferði kvenna, sem hafa beinlínis skækjulifnað að atvinnu“ og ráðleggur „að lögreglan safnaði saman þeim tugum þess háttar vændiskvenna, sem henni er kunnugt um, og flytti þær á vinnuhæli“ o.s.frv. Þetta er ráðlegging landlæknis til ríkisstjórnarinnar. – Vilmundur svarar og hæðir Árna og spottar og vitnar til orða Vilhjálms Stefánssonar um Ísland (1939): Strictly speaking there is no prostitution. –… hann lætur svo sem bréf mín snúist um vandamál almenns saur- lifnaðar, og helzt á heimsmælikvarða, í stað þess, sem er, að þau snúast eingöngu um hin einstæðu kynferðisvandamál vor með sérstöku tiliti til barna og unglinga, einog nú er ásatt í hinni umkomulausu höfuðborg vorri, umsetinni og ofurseldri ágangi erlends herðliðs tveggja stórvelda, „með einhverju því hrikalegast hlutfallsraski“ á milli karla og kvenna, „ sem sögur fara af,“ svo ég viðhafi orð Á.P. sjálfs. Allar greinarnar þrjár eru hreinn fjársjóður þegar kemur að því að skoða hug- myndir manna, skoðanir, orðfæri og menningarheim. „Ástandinu“ hafa verið gerð skil með ýmsum hætti í 70 ár. Þarna er Læknablaðið með grundvallarheimildir þar sem fulltrúar lækna- stéttarinnar takast hraustlega á í tölusettum liðum og lesendur sjá inn í tíðarandann frá því árið 1944 sem logaði skært og bar í sér bæði hreinleika og andúð gagnvart því sem taldist óeðli. Bara nafnið eitt og sér, óeðli, gerir ráð fyrir að til sé í þessum heimi eitt rétt eðli, og svo annað sem er andhverfa þess. Tölublöðin árið 1944 ■ ■ ■ Védís Skarphéðinsdóttir

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.