Læknablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 4
644 LÆKNAblaðið 2014/100
F R Æ Ð I G R E I N A R
12. tölublað 2014
647
Oddur Steinarsson
Heilsugæsla,
fjárfesting í heilsu
til framtíðar
Með hærra hlutfalli
eldri borgara er þörfin
fyrir öfluga sam ræmda
heilsugæslu á landsvísu
mjög mikil.
651
Linda Ó. Árnadóttir, Tómas A. Axelsson, Daði Helgason, Hera Jóhannesdóttir, Jónas
A. Aðalsteinsson, Arnar Geirsson, Axel F. Sigurðsson, Tómas Guðbjartsson
Árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá sjúklingum fimmtíu
ára og yngri
Áhættuþættir kransæðasjúkdóms hjá yngri sjúklingum eru ekki eins vel rannsakaðir
og hjá þeim þeim eldri. Þó hafa reykingar og sykursýki, sérstaklega hjá konum, tengsl
við snemmkominn kransæðasjúkdóm. Einnig virðast karlar fá kransæðasjúkdóm
fyrr, sérstaklega þeir sem eru í ofþyngd. Fjölskyldusaga er einnig mikilvægur
áhættuþáttur en rannsóknir benda til að erfðaþættir geti leikið stórt hlutverk í þróun
snemmkomins kransæðasjúkdóms
659
Laufey Steingrímsdóttir, Hrund Valgeirsdóttir, Þórhallur I. Halldórsson, Ingibjörg
Gunnarsdóttir, Elva Gísladóttir, Hólmfríður Þorgeirsdóttir, Inga Þórsdóttir
Kannanir á mataræði og næringargildi fæðunnar á Íslandi
Tengsl efnahagsþrenginga og hollustu
Mataræði ræðst af fjölmörgu, framboði og verðlagi matvöru, framleiðsluháttum og
menningu. Gera má ráð fyrir að stórfelldar breytingar á framleiðslu, innflutningi,
sölu og dreifingu undanfarna áratugi - og bættan efnahag - endurspeglist að
verulegu leyti í mataræði þjóðarinnar. Einstaklingsbundnir þættir einsog aldur, kyn,
tekjur, menntun og búsetu, hafa áhrif á fæðuval. Meðalneysla næringarefna eða
fæðutegunda segir því langt í frá alla sögu um mataræði þjóðarinnar, og ólíkir hópar
innan samfélagins geta búið við mismunandi aðstæður til að velja sér heilsusamlegt
fæði.
667
Tómas Guðbjartsson, Karl Andersen, Ragnar Danielsen, Arnar Geirsson,
Guðmundur Þorgeirsson
Yfirlitsgrein um kransæðasjúkdóm:
Faraldsfræði, meingerð, einkenni og rannsóknir til greiningar
Rannsóknir undanfarna áratugi hafa aukið verulega skilning okkar á helstu
orsakavöldum og meinþróun kransæðasjúkdóms. Þótt áhættuþættirnir
blóðfituröskun, sykursýki, reykingar, háþrýstingur og ættarsaga kyndi undir
æðakölkunarferli hafa tilteknar flæðisaðstæður í æðakerfinu áhrif á bæði
staðsetningu æðabreytinga og einkenni sjúkdómsins.
649
Gunnar Sigurðsson
Hjartað ræður för
Kransæðasjúkdómar
hafa verið á undanhaldi
á Íslandi síðan um 1980.
Sjúkdómurinn hafði þá
verið í miklum vexti eftir
1950 og náð hámarki um
1970.
L E I Ð A R A R
100. ÁRGANGUR LÆKNABLAÐSINS
678
Guðmundur Hannesson
Jón Ólafur Ísberg
Styrkur GH var fyrst og fremst skilningur
hans á hlutverki læknisins við að byggja
upp heilbrigt samfélag.