Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2014/100 653 Á mynd 1 sést hversu fljótt sjúklingarnir voru teknir til aðgerð- ar. Yngri sjúklingar voru oftar teknir í aðgerð með flýtingu (58% á móti 45%, p=0,016) en hlutfall bráðaaðgerða var svipað í báðum hópum, eða í kringum 5% (p=0,8). Hlutfall aðgerða sem gerðar voru á sláandi hjarta var svipað í báðum hópum, eða 28% í yngri hópi og 22% í þeim eldri (p=0,31). Aðgerðartími, tími á hjarta- og lungnavél og tangartími var einnig svipaður í báðum hópunum. Fjöldi fjærtenginga á kransæðar var sambærilegur, sem og notkun LIMA-slagæðagræðlings (tafla II). Blæðing í vinstri brjóstholsslagæð fyrstu 24 klst. eftir aðgerð var minni hjá yngri hópnum og munaði 146 ml á hópunum (853 á móti 999 ml, p=0,015). Yngri sjúklingar fengu sömuleiðis marktækt færri einingar af rauðkornaþykkni í og eftir aðgerð og munaði 1,5 einingu í allri legunni (1,3 á móti 2,8 einingum, p<0,001). Tíðni allra minniháttar fylgikvilla samanlagt var marktækt lægri hjá yngri hópnum en þar greindist um þriðjungur sjúk- linganna með einhvern minniháttar fylgikvilla eftir aðgerð borið saman við helming eldri sjúklinga (tafla III). Þar munaði mestu um nýtilkomið gáttatif en það var algengasti fylgikvillinn í báð- um hópum og greindist hjá 14% yngri sjúklinga og 35% þeirra eldri (p<0,001). Heildartíðni alvarlegra fylgikvilla var sambærileg í báðum hópum en 6 sjúklingar (6%) í yngri hópnum greindust með alvar- legan fylgikvilla borið saman við 170 (11%) í eldri hópnum (p=0,13). Ekki sást heldur marktækur munur á tíðni einstakra alvarlegra fylgikvilla (tafla IV) ef frá er skilinn bráður nýrnaskaði (RIFLE- flokkar F og E) en enginn greindist í yngri hópnum en 13 (0,8%) í þeim eldri (p<0,001). Ekki var marktækur munur á dánarhlutfalli innan 30 daga milli hópa (p=0,51). Í yngri hópnum lést einn sjúklingur innan 30 daga eftir aðgerðina (1%) en sá sjúklingur lést 6 dögum eftir aðgerð vegna hjartabilunar og hjartsláttaróreglu. Í eldri hópnum lést 41 sjúklingur (3%) innan 30 daga, þar af 6 á skurðarborðinu. Af þeim voru 14 í losti áður en þeir voru teknir í bráðaaðgerð. Ekki reyndist munur á hlutfalli sjúklinga í yngri og eldri hópi sem þurftu að gangast undir kransæðavíkkun innan 30 daga eftir aðgerð (2% á móti 3%, p=0,77) eða endurhjáveituaðgerð (0% á móti 0,4%, p=1). Heildarlegutími yngri sjúklinga var að meðaltali tveimur dög- um styttri en þeirra eldri, eða 9 á móti 11,2 dögum (p<0,001). Heildarlifun yngri sjúklinga var sambærileg þeirra eldri eftir 1 ár (99% á móti 97%, p=0,14) en marktækt betri eftir 5 ár (97% á móti 89%, p=0,04) (mynd 3a). Sjúkdómasértæk lifun var sambærileg fyr- ir báða aldurshópana en þó sást tilhneiging í átt að betri lifun fyrir yngri sjúklinga (99% á móti 95% fimm ára lifun, p=0,07) (mynd 3b). Í töflu V eru sýndar niðurstöður úr hlutfallslegu Cox áhættu- líkani á forspárþáttum lifunar eftir aðgerð. Breytan aldur ≤50 ára reyndist verndandi forspárþáttur (HR 0,45, 95% CI 0,21-0,96) en sterkustu áhættuþættirnir með neikvæð áhrif á lifun voru bráða- aðgerð (HR 2,93, 95% CI 1,8-4,76) og útfallsbrot vinstri slegils undir 30% (HR 2,81, 95% CI 1,52-5,19). Einnig reyndust sykursýki og skert nýrnastarfsemi (GSH <60 ml/mín/1,73m2) hafa marktækt neikvæð áhrif á lifun, en ekki kyn. Umræða Markmið þessarar rannsóknar var að kanna árangur kransæðahjá- veituaðgerða hjá sjúklingum 50 ára og yngri og bera saman við þá sem eru yfir fimmtugt. Alls reyndust 100 sjúklingar af 1626 vera fimmtíu ára eða yngri (6%), allir skornir á Landspítala á nýlegu 12 R A N N S Ó K N Tafla II. Aðgerðartengdir þættir í yngri og eldri hópi. Gefinn er upp fjöldi (%) eða meðaltal ± staðalfrávik (bil). Yngri ≤50 Eldri >50 p-gildi Aðgerð á sláandi hjarta - oPCAB 28 (28) 343 (22) 0,32 Aðgerðartími, mínútur (bil) 208 ± 47 (125-350) 213 ± 57 (85-630) 0,4 Fjöldi fjærtenginga (bil) 3,4 ± 1 (1-5) 3,4 ± 0,8 (1-6) 0,44 Vinstri brjóstholsslagæð notuð - LIMA 93 (93) 1437 (94) 0,26 Tafla III. Minniháttar snemmkomnir fylgikvillar í yngri og eldri hópi eftir aðgerð. Fjöldi (%). Fylgikvillar Yngri ≤50 ára Eldri >50 ára p-gildi Allir minniháttar fylgikvillar 30 (30) 763 (50) <0,001 Gáttatif 14 (14) 536 (35) <0,001 Aftöppun fleiðruvökva 7 (7) 180 (12) 0,19 Grunn skurðsýking í bringubeinsskurði eða á fæti 7 (7) 151 (10) 0,48 Þvagfærasýking 0 (0) 55 (4) 0,04 Lungnabólga 7 (7) 99 (6) 0,83 Bráður nýrnaskaði (RIFLE-flokkur R)* 9 (9) 145(11) 1 Bráður nýrnaskaði (RIFLE-flokkur I)* 1 (1) 41 (3) 0,51 *Kreatíníngildi vantaði fyrir tvo sjúklinga í yngri hópi og 23 í þeim eldri. Tafla IV. Alvarlegir snemmkomnir fylgikvillar í yngri og eldri hópi eftir aðgerð. Fjöldi (%). Fylgikvillar Yngri ≤50 ára Eldri >50 ára p-gildi Allir alvarlegir fylgikvillar 6 (6) 170 (11) 0,13 Hjartadrep 3 (3) 73 (5) 0,62 Bringubeinslos 1 (1) 26 (2) 1 Heilablóðfall 0 (0) 24 (2) 0,4 Fjöllíffærabilun 2 (2) 52 (3) 0,57 Djúp skurðsýking 0 (0) 15 (1) 1 Bráður nýrnaskaði (RIFLE-flokkur F og E)* 0 (0) 13 (0,8) <0,001 *Kreatíníngildi vantaði fyrir tvo sjúklinga í yngri hópi og 23 í þeim eldri. Mynd 2. Legutími yngri og eldri sjúklinga á gjörgæslu og á legudeild (dekkri litur) í dögum. Legudeild Gjörgæsla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.