Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 55
LÆKNAblaðið 2014/100 695 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R rannsóknir ætla samtökin sér að hafa meiri áhrif á umræðu og þróun rannsókna á hjartasjúkdómum í Danmörku.“ Varðandi rannsóknarsögu hjartasjúk- dóma í Danmörku segir Gunnar að ekki sé til sambærileg rannsókn í Danmörku og stóra íslenska hjartarannsóknin sem staðið hefur óslitið í rúm 50 ár og tekur til allrar þjóðarinnar. „Þó eru tvær stórar rann- sóknir sem staðið hafa í mörg ár, Österbro- rannsóknin og Kaupmannahafnarrann- sóknin, en þær eru á vegum sjálfstæðra rannsóknaraðila og samtökin hafa styrkt þær en að öðru leyti ekki komið að fram- kvæmd þeirra. Við höfum þó góðan að- gang að rannsóknargögnunum en það sem ég hef nýtt mest í mínum rannsóknum á hjartasjúkdómum eru fyrirliggjandi gögn um sjúkrahúsinnlagnir og lyfjaafgreiðslur í apótekum. Þessar upplýsingar eru mjög góðar og aðgengilegar og ná langt aftur. Þá eru einnig mjög góð gögn til staðar um félagslega stöðu einstaklinganna, sem gerir okkur kleift að skoða tíðni hjarta- sjúkdóma innan afmarkaðra félags- og tekjuhópa í samfélaginu. Ætlun okkar er að byggja upp hér innan samtakanna öfl- ugan gagnagrunn sem sameinar allt þetta, auk klínískra gagna um hjartaaðgerðir á sjúkrahúsum í Danmörku. Mínar eigin rannsóknir hafa snúist um lyfjameðferð við hjartasjúkdómum og meðferðarheldni, öryggi lyfjameðferðar og tíðni aukaverkana. Þá hef ég einnig rannsakað áhrif gigtarlyfja í tengslum við kransæðasjúkdóma og hjartabilun. Áhrif blóðþynningarlyfja hafa einnig verið hluti af rannsóknarvinnu okkar, sérstaklega hjá sjúklingum sem taka mörg blóðþynn- ingarlyf samtímis. Við höfum einnig rann- sakað áhrif lyfjameðferðar við sykursýki og tengsl þeirra við kransæðasjúkdóma. Við erum með mjög stór úrtök við þessar rannsóknir sem gefur okkur tækifæri til að rannsaka sjaldgæfari birtingarmyndir ákveðinna sjúkdóma.“ Reykingar og offita Danir hafa náð mjög góðum árangri við að draga úr tíðni dauðsfalla af völdum hjartasjúkdóma segir Gunnar en bætir við að hafa verði í huga að í byrjun níunda áratugarins stóðu Danir langverst af öllum Norðurlöndunum varðandi hjarta- sjúkdóma. „Á undanförnum 20-30 árum hefur verið gert stórt átak í fræðslu og meðhöndlun á hjartasjúkdómum og það hefur skilað mjög góðum árangri að flestu leyti og vopnin hafa að nokkru leyti snúist í höndum okkar því nú er orðið erfiðara að sannfæra fjölmiðla og almenning um nauðsyn rannsókna og forvarna þar sem árangurinn er svo góður. Danir mega þó taka sig verulega á varðandi einn af stóru áhættuþáttunum, reykingar, en þar eru þeir verulegir eftirbátar hinna Norðurlandaþjóðanna. Þar er mikilvægt að koma fræðslunni til skila en meðferð hjartasjúkdóma hefur batnað svo mikið að dánartíðni hefur lækkað verulega og með- ferðin hefur batnað. Það má segja að bæði yfirvöld og almenningur hafi verið sein að taka við sér varðandi reykingar og allar lagasetningar um takmörkun reykinga hafa komið mun seinna til framkvæmda hér en á hinum Norðurlöndunum. Aðrir stórir áhættuþættir eru offita og sjúkdómar tengdir henni. Hér í Danmörku eykst tíðni sykursýki eins og annars staðar og mjög brýnt að koma upplýsingum og fræðslu til almennings um bætt mataræði og aukna hreyfingu. Hér hafa verið öfl- ugar herferðir í gangi til að vekja athygli á þessu. Þá má nefna að heilbrigðisyfirvöld hafa gefið út ný næringarráð þar sem hlut- föll fitu og kolvetna eru orðin allt önnur en áður. Almenningur á þó erfitt með að meðtaka þessar kúvendingar þar sem til- kynnt er að í dag sé óhætt að borða það sem var nánast á bannlista fyrir 5 árum. Þetta tekur allt sinn tíma,“ segir Gunnar H. Gíslason að lokum. „Þetta er veruleg stefnubreyting en auk þess að hefja eigin rannsóknir ætla samtökin sér að hafa meiri áhrif á umræðu og þróun rannsókna á hjartasjúkdómum í Danmörku,“ segir Gunnar H. Gíslason forstjóri rannsókna hjá dönsku hjartaverndarsamtökunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.