Læknablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 27
LÆKNAblaðið 2014/100 667
Faraldsfræði
Þriðjung allra dauðsfalla á Íslandi má rekja til hjarta-
og æðasjúkdóma. Þó að nýgengi kransæðastíflu hafi
lækkað um tæp 70% frá 1981 til 2006, og dauðsföllum
fækkað um 80% á sama tímabili, er kransæðastífla
ennþá langalgengasta dánarorsök hér á landi1 líkt
og annars staðar á Vesturlöndum.2 Nokkrir vel skil-
greindir áhættuþættir skýra um 90% af öllum nýjum
tilfellum af kransæðastíflu.3 Allt eru þetta áhættu-
þættir sem stjórnast af lífsstíl og hegðun þótt margir
erfðaþættir komi einnig við sögu.4,5 Sterkastir eru
reykingar, hátt kólesteról í blóði og háþrýstingur, en
einnig offita og sykursýki. Nýlegar rannsóknir hafa
sýnt að mikil fækkun dauðsfalla vegna kransæðastíflu
á árabilinu 1981 til 2006 skýrðist að mestu leyti (73%)
af hagstæðri þróun nokkurra helstu áhættuþátta, en
samanlögð áhrif meðferðar við kransæðasjúkdómi
skýrði aðeins fjórðung af fækkuninni1 (mynd 1).
Stærstu jákvæðu áhrifavaldarnir reyndust vera 0,9
mmól/l lækkun í heildarkólesteróli vegna breytinga
á mataræði síðustu áratugina (skýrði 32% af fækkun-
inni), fækkun einstaklinga sem reykja úr 47% í 23%
á tímabilinu (skýrði 22% af fækkun dauðsfalla) og
lækkun á slagbilsþrýstingi um 5,1 mmHg (skýrði 22%
af fækkun dauðsfalla).1 Áhættuþættir í örustum vexti
voru hins vegar offita sem olli 4% aukningu í dauðs-
föllum á tímabilinu og sykursýki sem jók dánartíðni
um 5%.1 Verði ekki brugðist skjótt við þessari nei-
kvæðu þróun má búast við því að algengi kransæða-
stíflu og dauðsfalla vegna hennar muni aftur aukast á
næstu áratugum. Vaxandi offituvandamál og sykur-
sýki vega þar þyngst en einnig mun hækkandi hlutfall
aldraðra hafa áhrif.6
Lækkað kólesteról í blóði má að miklu leyti rekja
til breytinga á matarvenjum Íslendinga.7 Dregið hefur
Hjarta- og
lungnaskurðdeild og
hjartadeild Landspítala,
læknadeild Háskóla
Íslands.
Kransæðasjúkdómur hrjáir þúsundir Íslendinga og er algengasta dánaror-
sök landsmanna. Hann er jafnframt einn algengasti sjúkdómur sem
íslenskir læknar fást við í daglegum störfum sínum. Á síðustu árum hefur
skilningur á meingerð og orsökum kransæðasjúkdóms aukist og miklar
framfarir orðið í meðferð. Í þessari yfirlitsgrein er lögð megináhersla á far-
aldsfræði, meinþróun og einkenni kransæðasjúkdóms, en einnig vikið að
helstu rannsóknum sem notaðar eru til greiningar hans. Getið er íslenskra
rannsókna og stuðst við nýjar erlendar rannsóknir.
ÁGRIp
Fyrirspurnir:
Tómas Guðbjartsson
tomasgud@landspitali.is
Greinin barst
6. maí 2014,
samþykkt til birtingar
11. nóvember 2014.
Höfundar hafa
útfyllt eyðublað um
hagsmunatengsl. Karl
Andersen tiltekur að
hafa fengið greiðslur frá
Novartis og Icepharma
í tengslum við efni
greinarinnar.
Yfirlitsgrein um kransæðasjúkdóm
– fyrri hluti:
Faraldsfræði, meingerð, einkenni og rannsóknir til greiningar
Tómas Guðbjartsson læknir, Karl Andersen læknir, Ragnar Danielsen læknir, Arnar Geirsson læknir, Guðmundur Þorgeirsson læknir
úr neyslu á feitu kjöti og mjólkurafurðum en neysla á
ein- og fjölómettaðri fitu aukist. Fiskneysla Íslendinga
var margfalt meiri fyrir nokkrum áratugum en er nú
svipuð og á meginlandi Evrópu.8 Þó er áberandi hversu
lítil hún er meðal yngstu aldurshópa sem er vissulega
áhyggjuefni.9 Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að lækkun á
meðaltals kólesteróli þjóðarinnar fram undir 2008 var til
komin vegna áðurnefndra mataræðisbreytinga en ekki
vegna útbreiddrar notkunar fitulækkandi statína.7 Ein-
staklingum sem reykja hefur fækkað mjög ört á undan-
förnum áratugum og hlutfall Íslendinga sem reykja er
með því lægsta sem þekkist í heiminum, eða um 11,4%
fullorðinna.9 Þennan góða árangur má meðal annars
þakka áhrifaríkum aðgerðum stjórnvalda undanfarna
áratugi en Ísland telst í fararbroddi á heimsvísu í reyk-
ingavörnum. Sú lækkun á blóðþrýstingi sem orðið hefur
á undanförnum áratugum stafar að líkindum af minni
saltneyslu og aukinni hreyfingu. Því miður sjást þess
þó merki að þessi lækkun meðalblóðþrýstings sé að
stöðvast og að slagbilsþrýstingur sé jafnvel að hækka
hjá körlum.6
Í síðari yfirlitsgreininni
er aðaláhersla
á meðferð
kransæðasjúkdóms:
lyfjameðferð,
kransæðavíkkun
og skurðmeðferð.
Hún verður birt í
janúarblaðinu 2015.
Mynd 1. Lækkandi dánartíðni vegna kransæðasjúkdóma á Íslandi 1981-
2006. Handbók Hjartaverndar (hjarta.is).
Y F i R l i T