Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 12
652 LÆKNAblaðið 2014/100 hjartsláttaróreglu. Einnig voru skráð hjartalyf sem sjúklingarnir tóku fyrir aðgerðina. Farið var yfir niðurstöður kransæðaþræðing- ar úr þræðingalýsingum fyrir aðgerð og metið hvort um þriggja æða kransæðasjúkdóm og/eða vinstri höfuðstofnsþrengsli væri að ræða. Að auki var farið yfir ómskoðunarsvör og útstreymisbrot vinstri slegils skráð í prósentum, auk hlutfalls sjúklinga sem höfðu útstreymisbrot undir 30%. Staðlað EuroSCORE var reiknað fyrir alla sjúklinga fyrir aðgerð en það er alþjóðlega viðurkennt áhættu- líkan til að meta áhættu við hjartaskurðaðgerðir.15 Litið var til þess hvort aðgerðin var framkvæmd með aðstoð hjarta- og lungnavélar eða á sláandi hjarta. Aðgerðartími (skin to skin), tími á hjarta- og lungnavél og tangartími (cross clamp time) var skráður í mínútum. Athugaður var fjöldi fjærtenginga á krans- æðar (distal anastomosis) ásamt því hvaða græðlingar voru notaðir við hjáveituna, bláæða- eða slagæðagræðlingar. Aðgerðir voru flokkaðar eftir því hvort um var að ræða val-, flýti- eða bráðaað- gerð. Bráðaaðgerð var skilgreind sem aðgerð gerð innan sólar- hrings frá komu sjúklings á sjúkrahús, flýtiaðgerð ef aðgerð var gerð á sjúklingi sem var inniliggjandi á sjúkrahúsi en valaðgerð ef sjúklingur var innkallaður af biðlista. Legutími á gjörgæslu og legudeild hjartaskurðlækninga var skráður í dögum. Blæðing í brjóstholskera fyrsta sólarhringinn var skráð í ml og fjöldi eininga rauðkornaþykknis sem sjúklingum voru gefnar í eða eftir aðgerð var einnig skráður. Fylgikvillar voru flokkaðir í alvarlega og minniháttar og var að hluta til stuðst við skilmerki Society of Thoracic Surgeons (STS).16 Fylgikvillar sem greindust á fyrstu 30 dögum eftir aðgerð voru skilgreindir sem snemmkomnir. Alvarlegir fylgikvillar voru hjartadrep í eða eftir aðgerð, heilablóðfall, djúp sýking (sýking í bringubeini eða miðmæti) bráður nýrnaskaði í RIFLE-flokki F og E, og fjöllíffærabilun. Minniháttar fylgikvillar voru nýtilkomið gátta- tif, grunnar skurðsárasýkingar á bringu eða fæti, lungnabólga, þvagfærasýkingar, aftöppun fleiðruvökva og vægur nýrnaskaði (RIFLE-flokkar R og I). Hjartadrep í eða eftir aðgerð var skilgreint sem nýtilkomnar ST-hækkanir eða vinstra greinrof á hjartalínuriti ásamt hækkun á hjartaensíminu CKMB yfir 70 ng/ml, en þá voru ekki teknir með sjúklingar sem höfðu hækkun á CKMB vegna hjartadreps fyrir aðgerð. Sérstaklega var athugað hvort sjúklingur þurfti að fara í víkkun á kransæðum eða endurhjáveituaðgerð innan 30 daga vegna endurþrengsla. Loks var dánartíðni innan 30 daga frá aðgerð (operative mortality) skráð. Heildarlifun og sjúkdómasértæk lifun var reiknuð með aðferð Kaplan-Meier og samanburður á lifun yngri og eldri hóps metinn með log-rank prófi. Við útreikninga á sjúkdómasértækri lifun voru einungis taldir með sjúklingar sem létust af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Útreikningar á lifun miðuðust við 1. maí 2013 en upplýsingar um dánarorsakir fengust úr dánarmeinaskrá Emb- ættis landlæknis. Áhættulíkan Cox var notað til þess að kanna fylgni breyta við langtímalifun. Gögn voru skráð í forritið Microsoft Office Excel og lýsandi töl- fræði unnin í því en tölfræðipróf voru gerð í forritinu Rstudio-út- gáfu 0.97.318. Marktækni miðaðist við p-gildi <0,05. Áður en rannsóknin hófst fengust öll tilskilin leyfi frá vísinda- siðanefnd, Persónuvernd og framkvæmdastjóra lækninga á Land- spítala. Niðurstöður Af 1626 sjúklingum voru 100 (6%) 50 ára og yngri og hélst þetta hlutfall stöðugt á þremur fjögurra ára tímabilum frá 2001 til 2012 (p >0,1). Í yngri hópnum var meðalaldur 46 ± 3,6 ár (bil: 32-50) en 67 ± 8,0 ár í þeim eldri (bil: 51-88). Í sömu hópum var hlutfall karla svipað, eða 87% og 82% (p=0,24). Áhættuþættir kransæðasjúkdóms, eins og saga um reykingar, háþrýsting, blóðfituröskun og sykursýki, voru sambærilegir milli hópa (tafla I). Tilhneiging til hærri líkamsþyngdarstuðuls sást í hópi yngri sjúklinga, eða 29 kg/m2 borið saman við 28,1 kg/m2 hjá eldri sjúklingum (p=0,06). Einkenni voru svipuð í hópunum, bæði samkvæmt CCS- og NYHA-kvarða. Algengust var hjartaöng (64% á móti 60%, p=0,5), næstflestir höfðu hjartaöng ásamt mæði (32% á móti 36%, p=0,52) og 4% í báðum hópum kvörtuðu um mæði án brjóstverkja. Hlut- fall sjúklinga með hvikula hjartaöng var einnig sambærilegt milli hópa (59% á móti 51%, p=0,16). Tveir sjúklingar í yngri hópi (2%) og 18 í þeim eldri (0,1%) greindust fyrir tilviljun (oftast við eftirlit) og höfðu engin einkenni frá hjarta (p=0,35). Hlutfall sjúklinga með þriggja æða kransæðasjúkdóm (79% á móti 83%, p=0,43) og marktæk þrengsli í vinstri höfuðstofni (36% á móti 43%, p=0,22) var sambærilegt milli yngri og eldri sjúklinga. Sama átti við um fyrri sögu um hjartasjúkdóma, þar með talið eldra hjartadrep (30% á móti 25%, p=0,34), fyrri kransæðavíkkun (20% á móti 21%, p=1), hjartabilun (8% á móti 10%, p=0,73) og hjart- sláttaróreglu (7% á móti 10%, p=0,48). Fleiri yngri sjúklingar höfðu hins vegar sögu um nýlegt hjartadrep, eða 41 sjúklingur (41%) borið saman við 408 (27%) í þeim eldri (p=0,003). Yngri sjúklingar höfðu marktækt lægra útstreymisbrot vinstri slegils (meðaltal 52% ±11,4, bil: 15-70) miðað við eldri hópinn (55% ±9,8, bil: 10-80) (p=0,004). Hlutfall yngri sjúklinga með útstreymis- brot undir 30% var 5% en 2% í eldri hópi (p=0,03). R A N N S Ó K N Tafla I. Áhættuþættir fyrir kransæðasjúkdómi í yngri og eldri hópi. Gefinn er upp fjöldi (%), nema meðaltal ± staðalfrávik (bil) fyrir líkamsþyngdarstuðul. Áhættuþáttur Yngri ≤50 ára Eldri >50 ára p-gildi Reykingasaga 68 (69) 1077 (72) 0,74 Blóðfituröskun 62 (63) 855 (58) 0,32 Háþrýstingur 57 (57 981 (64) 0,17 Sykursýki 20 (20) 241 (16) 0,34 Líkamsþyngdarstuðull, kg/m2 (bil) 29,1 ± 4,8 (21,2-46,3) 28,1± 4,4 (17-63,9) 0,06 Mynd 1. Hlutfall sjúklinga í yngri og eldri hópi sem gengust undir valaðgerð, aðgerð með flýtingu eða bráðaaðgerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.