Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 7
LÆKNAblaðið 2014/100 647 R I T S T J Ó R N A R G R E I N Heilsugæslan hefur ekki verið eins áber- andi í þjóðfélagsumræðunni og Land- spítalinn. Það virðist oft vanta skilning á mikilvægi heilsugæslunnar í umræðu bæði meðal þingmanna og almennings í landinu. Það hefur verið að fjara undan heilsugæslunni á Íslandi og nú er svo komið að það vantar um 70-80 sérfræðinga í heimilislækningum á landsvísu. Alþjóða- heilbrigðisstofnunin (WHO) hefur lengi bent á mikilvægi starf semi heilsugæslu í heilbrigðiskerfum landa. Rannsóknir hafa sýnt að lönd sem hafa sterka heilsugæslu ná betri árangri hvað varðar heilbrigði almennings og eru með hagkvæmari heilbrigðiskerfi en samanburðarlönd.1,2 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin bendir á í skýrslu sinni að efnaðri lönd byggi stóran hluta heilbrigðiskerfis síns á sterkri þriðja stigs heilbrigðisþjónustu, með ríkum hags- munum fyrir ólíka aðila, til dæmis lyfja- og lækningatækjaiðnaðinn.2 Í sömu skýrslu er bent á mikilvægi þess að fjárfesta í heilsu- gæslunni, auka teymisvinnu og önnur úrræði í heilsugæslu. Að í heilsugæslunni séu mikil sóknarfæri bæði í forvörnum og snemmgreiningum. Lífslíkur hafa aukist en á sama tíma hafa ýmsir lífsstílssjúkdómar rutt sér til rúms. Til dæmis hefur fjöldi sykursjúkra á heimsvísu farið úr 30 milljónum manna 1985 í 382 milljónir manna 2013. Spár gera ráð fyrir að fjöldinn geti verið um 552 millj- ónir manna árið 2030. Kostnaður vegna sykursýki í Bandaríkjunum nam 11% af heilbrigðisútgjöldum fyrir fullorðna þar í landi 2011 og fer hækkandi.3 Í Svíþjóð hef ur heilsugæslan verið efld til þess að taka við þeim sem eru með sykursýki af tegund 2. Hvað varðar geðheilbrigðismál er notkun þunglyndislyfja á Íslandi mest af lönd um OECD. Árið 2013 fengu 39.000 einstak l ingar á Íslandi ávísað þunglyndis- lyfjum og 34.000 fengu ávísað svefnlyfjum og róandi lyfjum að minnsta kosti einu sinni.4 Í nokkr um nágrannalöndum okkar er hug ræn atferlismeðferð í boði á heilsu- gæslunni og í Gautaborg, þar sem ég hef starfað síðastliðin 6 ár, er skylda að bjóða upp á samtalsmeðferð í allt að 10 skipti í heilsu gæslunni, þetta vantar sárlega hér. Heilsugæslan vinnur mjög mikilvægt starf í dag, svo sem í ungbarnavernd og bólusetningum, mæðravernd, heilsuvernd og heimilislækningum. Með breyttu sam- félagi, hærra hlutfalli eldri borgara þar sem fólk lifir lengur og oftar en ekki með einn eða fleiri undirliggjandi sjúkdóma, er þörfin fyrir öfluga samræmda heilsu gæslu á landsvísu mjög mikil. Að heilsu gæslan verði efld með aukinni áherslu á heim- ilislækningar, hjúkrunarfræðinga með við- bótarnám til dæmis í sykursýkismeðferð, næringarráðgjöf og lungnasjúkdómum, sálfræðinga og félagsráðgjafa til viðbótar því fagfólki sem starfar í dag innan heilsu- gæslunnar. Að fjölbreytni verði aukin í rekstri, að skjólstæðingar okkar geti valið hvert þeir sæki þjónustu og fjármagn ið fylgi þeim, enda eru þeir skattborgararn ir sem borga þjónustuna. Með þessu er hægt að byggja upp öfluga heilsugæslu á landsvísu og ná árangri í for- vörnum og snemmgreiningum. Þannig er ráð í tíma tekið og ekki mest áhersla lögð á að bjarga „innistæðum á ögurstundu“, líkt og við þekkjum úr hruninu. Heimildir 1. Heath I. A general practitioner for every person in the world. BMJ 2008; 336: 861. 2. The World Health Report 2008 - Primary Health Care (Now More Than Ever). 3. df.org/sites/default/files/Media-Information-Pack.pdf 4. who.int/mediacentre/factsheets/fs236/en/ – nóvember 21014. 5. landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item25254/ Avisunum-a-tauga--og-gedlyf-a-Islandi-hefur-fjolgad-fra- 2003-til-2013 – nóvember 21014. Primary Care, investigating in a Healthier Future oddur Steinarsson MD, GP, MBA Chief Medical Executive Primary Health Care of the Capital Area Álfabakka 16, 109 Reykjavík Heilsugæsla, fjárfesting í heilsu til framtíðar oddur.steinarsson@heilsugaeslan.is Oddur Steinarsson Sérfræðingur í heimilislækningum og MBA Framkvæmdastjóri lækninga Heilsugæslu höfuðborgars- væðisins
Álfabakka 16, 109 Reykjavík Í lokahófi í Iðnó eftir XXI þing lyflækna sem haldið var á dög- unum í Hörpu. Þarna er Þórður Harðarson í pontu, og Gunnar Sigurðsson og Ástráður B. Hreiðarsson á góðri stund ásamt formanni Félags íslenskra lyflækna, Runólfi Pálssyni. Félagið heiðraði þá Nick Cariglia, Gunnar og Ástráð fyrir dygg störf og þjónustu í þágu lyflækninga hérlendis. Mynd Hrafnhildur Linnet Runólfsdóttir (læknanemi). Relvar® Ellipta® innöndunarduft, afmældir skammtar. Hver stök innöndun gefur skammt (skammt sem fer í gegnum munnstykkið) sem er 22 míkróg af vílanteróli (sem trífenatat) og 92 eða 184 míkróg af flútíkasónfúróati. Þetta samsvarar afmældum skammti sem er 25 míkróg af vílanteróli (sem trífenatat) og 100 eða 200 míkróg af flútíkasónfúróati. Hjálparefni með þekkta verkun: Hver skammtur inniheldur u.þ.b. 25 mg af laktósa (sem einhýdrat). Ábendingar: Astmi: Relvar Ellipta er ætlað til notkunar við reglulega astmameðferð hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri þegar notkun samsetts lyfs (langverkandi beta2-örva og barkstera til innöndunar) á við: Þegar ekki næst viðunandi stjórn á sjúkdómnum með barksterum til innöndunar og skjótvirkum beta2-örvum til innöndunar „eftir þörfum“. Langvinn lungnateppa (aðeins Relvar Ellipta 92/22 míkróg): Relvar Ellipta er ætlað til meðferðar á einkennum langvinnrar lungnateppu hjá fullorðnum með FEV1 < 70% af áætluðu eðlilegu gildi (eftir gjöf berkjuvíkkandi lyfs) og sögu um endurtekna versnun, þrátt fyrir reglulega meðferð með berkjuvíkkandi lyfjum. Skammtar og lyfjagjöf: Astmi: Fullorðnir og unglingar 12 ára og eldri: Ein innöndun af Relvar Ellipta 92/22 míkróg einu sinni á dag. Sjúklingar finna yfirleitt fyrir bættri lungnastarfsemi innan 15 mínútna frá innöndun Relvar Ellipta. Hins vegar skal upplýsa sjúklinginn um að regluleg dagleg notkun sé nauðsynleg til að viðhalda stjórn á einkennum astma og að notkun skuli halda áfram, jafnvel þó einkenni hverfi. Ef einkenni koma fram á tímabilinu á milli skammta, skal nota skjótvirkan beta2-örva til að létta strax á einkennum. Íhuga skal 92/22 míkrógramma upphafsskammt af Relvar Ellipta hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri sem þarfnast lítils til meðalstórs skammts af barksterum til innöndunar ásamt langverkandi beta2-örva. Ef ekki næst fullnægjandi stjórn á sjúkdómnum með Relvar Ellipta 92/22 míkróg, má auka skammtinn upp í 184/22 míkróg, sem getur gefið betri árangur við astmastjórnun. Heilbrigðisstarfsmaður skal endurmeta sjúklinga reglulega þannig að þeir haldi áfram að fá kjörstyrkleika af flútíkasónfúróati/vílanteróli og að honum sé aðeins breytt samkvæmt læknisráði. Skammtinn skal aðlaga þannig að alltaf sé notaður minnsti skammtur sem nær virkri stjórn á einkennum. Íhuga skal notkun Relvar Ellipta 184/22 míkróg hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri sem þurfa að fá hærri skammta af barksterum til innöndunar ásamt langverkandi beta2-örva. Langvinn lungnateppa: Fullorðnir 18 ára og eldri: Ein innöndun af Relvar Ellipta 92/22 míkróg einu sinni á dag. Relvar Ellipta 184/22 míkróg er ekki ætlað til notkunar hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu. Enginn viðbótarávinningur er af notkun 184/22 míkrógramma skammts samanborið við 92/22 míkróg skammtinn og hætta á aukaverkunum svo sem lungnabólgu og altækum aukaverkunum tengdum barksterum er hugsanlega aukin. Það skal gefa á sama tíma dag hvern. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna. Aukaverkanir: Mjög algengar: Höfuðverkur og nefkoksbólga. Algengar: Lungnabólga, sýking ofarlega í öndunarvegi, berkjubólga, inflúensa, hvítsveppasýking í munni og koki, verkur í munnkoki, skútabólga, kokbólga, nefslímubólga, hósti, raddtruflun,kviðverkir, liðverkur, bakverkur, hiti. ATC R03AK10. Markaðsleyfishafi: Glaxo Group Limited, 980 Great West Road, Brentford, Middlesex TW8 9GS. Bretland. Fulltrúi markaðsleyfishafa: GlaxoSmithKline ehf. Þverholti 14, 105 Reykjavík, Ísland, Sími 530 3700. Dagsetning endurskoðunar textans: 22. maí 2014. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is Pakkningar og verð (September 2014) Relvar Ellipta 92 mcg/22 mcg, innönddu, 30 skammtar R, G Kr. 9.482 Relvar Ellipta 184 mcg/22 mcg, innönddu, 30 skammtar R, G Kr. 11.830 Aukaverkanir má tilkynna á vef Lyfjastofnunar: www.lyfjastofnun.is/Aukaverkanir/tilkynna eða til GlaxoSmithKline í síma 530 3700. Heimildir: 1. Relvar Samantekt um eiginleika lyfs. www.serlyfjaskra.is. 2. Boscia JA et al. Clin Ther. 2012; 34(8): 1655-66. 3. Svedsater H et al. BMC Pulmonary Medicine 2013; 13: 72. (flútíkasónfúróat/vílanteról) ® ® 24 klst. verkun. Mjög einfalt. * Barksteri og langvirkt berkjuvíkkandi lyf til innöndunar. Fyrsta ICS/LABA-meðferðin sem virkar í 24 klst.1,2 ... skömmtun einu sinni á dag1 ... í einföldu og handhægu innöndunartæki3 Relvar® Ellipta® er ætlað til notkunar við reglulega astmameðferð hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri þegar notkun samsetts lyfs á við: þegar ekki næst viðunandi stjórn á sjúkdómnum með barksterum til innöndunar og skjótvirkum beta2-örvum til innöndunar „eftir þörfum“. Relvar® Ellipta® er ætlað til meðferðar á einkennum langvinnrar lungnateppu hjá fullorðnum með FEV1 < 70% af áætluðu eðlilegu gildi (eftir gjöf berkjuvíkkandi lyfs) og sögu um endurtekna versnun, þrátt fyrir reglulega meðferð með berkjuvíkkandi lyfjum. 24 klst AstmiLLT IS /F FT /0 01 7/ 14 a S ep te m be r 2 01 4 IS_FFT_0017_14a_Relvar_adv_A4_Sept2014.indd 1 22.09.2014 07:38:20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.