Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.2014, Qupperneq 45

Læknablaðið - 01.12.2014, Qupperneq 45
LÆKNAblaðið 2014/100 685 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R leiðinni vestur um haf óskaði eftir leyfi til lendingar á Keflavíkurflugvelli vegna veiks farþega. „Fyrr í mánuðinum kom upp eitt slíkt tilfelli þar sem fréttaflutningur var reyndar nokkuð ónákvæmur þar sem í rauninni var aldrei nein hætta á ferðum. Farþeginn var að koma frá Suður-Afríku sem er í yfir 5000 km fjarlægð frá Vestur-Afríku en um borð í vélinni var læknir sem nefndi þennan möguleika. Þá fer auðvitað allt í gang. Við höfum í kjölfarið rætt þetta á fundum með sóttvarnarlækni og farsóttarnefnd og bent á hversu mikilvægt sé að við læknarnir í viðbragðsteyminu getum haft beint samband við flugvélina til að átta okkur strax á hvers eðlis tilfellið er. Reyndar áttaði læknirinn sem fór um borð í vélina í Keflavík sig strax á því að hér væri ekki um alvarlegt tilfelli að ræða og alls ekki ebólu. Þá verðum við líka að gera ráð fyrir því að Íslendingar sem verið hafa í Vestur-Afríku eða erlendir ferðamenn sem hingað koma hafi verið þar og við þurfum auðvitað að fylgjast grannt með því. Það segir sig reyndar sjálft að við þessar aðstæður er ólíklegt að fólk fari í skemmtiferðir til Vestur-Afríku. Það er fyrst og fremst hjálparstarfsfólk sem veit hvernig það á að bregðast við og við fylgjumst mjög vel með því eftir heimkomu.“ Smithættan er mest á lokastigum sjúkdómsins Meðgöngutími sjúkdómsins er allt að þrjár vikur en algengast er að sögn Bryndísar að fyrstu einkenni geri vart við sig eftir 10-12 daga. „Það er þó mikilvægt að hafa í huga að sjúklingurinn er alls ekki smitandi á þessum tíma. Það er ekki fyrr en á seinni stigum sjúkdómsins sem smithættan er fyrir hendi, þegar sjúklingurinn er orðinn mjög veikur, með mikinn hita, uppköst og niðurgang. Þá er smithættan gífurlega mikil og einnig eftir að sjúklingurinn er látinn er smithættan af líkinu mjög mikil og það hefur reynst mikill smitvaldur í Vestur-Afríku vegna sérstakra útfararsiða þar sem snerting við lík er hluti af þeim.“ Ebóla hefur vakið mikinn ótta vegna skelfilegra lýsinga á því að líffæri sjúklinganna bókstaflega leysist upp og þeim blæði út innvortis. Bryndís segir þetta í rauninni rangt og byggt á misskilingi á framgangi sjúkdómsins. „Hér áður var þetta kallað Ebola hemorrhagic fever og vísaði þar til innvortis blæðinga, en þetta heiti er ekki lengur notað heldur Ebola Virus Disease þar sem blæðingarnar eru fremur sjaldgæfur fylgikvilli. Aftur á móti hafa einkenni frá æðakerfinu verið algeng á síðustu stigum sjúkdómsins þannig að æðarnar leka vegna sýklasóttar, saltbrenglun í blóði verður mikil og nýrun bila. Allt þetta getur verið auðvelt að meðhöndla ef heilbrigðisþjónusta með nútímatæki og tól er fyrir hendi. Í löndum Vestur-Afríku, Líberíu, Síerra Leóne og Gíneu eru 1-2 læknar á hverja 100.000 íbúa og allar aðstæður mjög erfiðar til að meðhöndla sjúklinga, fylgjast með kalíumgildum, nýrnastarfsemi og gefa viðeigandi vökva og lyf. Hættan á bakteríusýkingum er einnig mikil við þessar aðstæður og því nauðsynlegt að „Það er talið að með réttri stuðningsmeðferð sé dánartíðni af völdum ebólu mun minni en raunin er í Vestur-Afríku,“ segir Bryndís Sigurðardóttir sérfræðingur í smitsjúkdómum á Landspítalanum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.