Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 42
682 LÆKNAblaðið 2014/100 S a G a l æ k n i S F R æ ð i n n a R eins og stundum var gert með presta og það vildi að félagið fengi að tilnefna lækni í embætti og stjórnvöld ættu að fara að þeirri til- nefningu. Þegar til átti að taka voru embættisveitingar ekki eins auðveldar í meðförum og menn vildu vera láta og óljóst hverjir væru þess umkomnir að skera úr um hæfni manna. Guðmundur taldi það eitt af helstu markmiðum Læknafélags Íslands að koma í veg fyrir að almenningur og eða stjórnvöld færu að skipta sér af þeirra innri málum. Þegar litið er yfir ævi og störf Guðmundar Hannessonar verður manni starsýnt á framsýni hans, fjölbreytta þekkingu og atorku. Hann lifði á miklum umbrotatímum í þjóðlífinu og uppgangs- tímum í vísindum og var fullgildur þátttakandi í hvoru tveggja. Guðmundur var framámaður og forgöngumaður um stofnun sam- taka lækna og Læknablaðsins og kom hvoru tveggja til „nokkurs þroska“ þannig að sporgöngumenn áttu hægara um vik. Hann áleit að læknar hefðu skyldur langt út fyrir hefðbundið starf lækna. Læknirinn var að mati Guðmundar nokkurs konar velferðarvörður og læknir alls samfélagsins. Þessi viðhorf komu vel fram í kennslu hans í heilbrigðisfræði í Háskólanum en þar lét hann sér fátt mann- legt óviðkomandi og reyndi að virkja læknanema til þátttöku í því sem hann taldi skynsamlegast til að bæta samfélagið. Störf hans miðuðu öll að því að gera samfélagið betra og heilbrigðara þannig að sjálfstæði og velsæld þjóðarinnar yrði tryggt. Árangur af starfi hans er enn í fullu gildi. Guðmundur (1866-1946) var sonur Hannesar Guðmundssonar bónda á Guðlaugsstöðum í Blöndudal og Halldóru Pálsdóttur. Hann varð stúdent frá Lærða skólanum 1887, lauk læknisprófi frá Kaupmannahöfn í janúar 1894 og var skömmu síðar skipaður héraðslæknir í Skagafirði og sat á Sauðárkróki. Veturinn 1895-1896 var hann við nám í Kaupmannahöfn en fékk veitingu fyrir héraðslæknisembættinu í Eyjafirði 1896 og starfaði til ársins 1907. Hann varð héraðslæknir í Reykjavík 1907 og kennari við Læknaskólann í líffærafræði, yfirsetufræði og heilbrigðisfræði. Frá stofnun Háskóla Íslands 1911 var hann prófessor í heilbrigðisfræðum við læknadeild og gegndi því starfi fram í september 1936. Guðmundur var rektor HÍ 1914-1915 og 1924-1925 en á þessum tíma skiptust prófessorar skólans um að gegna embættinu. Hann gegndi embætti landlæknis veturinn 1921-1922. Guðmundur sat í stjórn Læknafélags Reykjavíkur nær samfleytt frá stofnun 1909 til ársins 1917, formaður 1911-1915, og í stjórn Læknafélags Íslands frá stofnun 1918 til ársins 1932, fyrsti formaður félagsins 1918-1924 og aftur 1927-1932. Hann var alþingismaður Húnvetninga árin 1914-1915 en náði ekki endurkjöri í kosningunum 1916. Kona Guðmundar var Karólína Margrét Sigríður Ísleifsdóttir (1871-1927). Guðmundur keypti lóð undir hús árið 1910 og stækkaði lóðina aðeins tveimur árum síðar en húsið var byggt á þeim árum. Húsið sem stendur nú á horni Ing ólfsstrætis og Hverfisgötu er einlyft stein- steypuhús með risi og byggt á kjallara úr grásteini. Að sjálfsögðu teiknaði Guð- mundur húsið og einnig viðbyggingu við Ingólfs- stræti sem var byggð 1928. Þarna var hugsað fyrir flestum atriðum sem þurfa að prýða gott einbýlishús. Í kjallara hússins var lengi til húsa Röntgenstofa Gunn- laugs Claessen og í við- byggingunni var um tíma læknastofa Hannesar sonar Guðmundar. Í öllu húsinu eru nú veitinga staðir, pizzustaður sem heitir ekki neitt og Dill. Mynd: Hávar Sigurjónsson í nóvember 2014.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.