Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 21
LÆKNAblaðið 2014/100 661 hversu auðvelt eða erfitt þátttakendur áttu með að ná endum saman, var reiknað með línulegri aðhvarfsgreiningu, leiðrétt fyrir kyni, aldri og menntun. Tölfræðiútreikningarnir fyrir sólarhrings- upprifjanirnar og tíðni neyslu voru unnir með tölfræðiforritinu SPSS. Niðurstöður Tafla I sýnir samanburð á neyslu fæðu samkvæmt landskönnunum 2002 og 2010-2011. Sýnt er meðaltal fyrir aldurshópinn 18-80 ára, bæði kynin saman, og hlutfallslega breytingu á neyslu frá árinu 2002. Helstu breytingar eru minni neysla mjólkur og mjólkurvara, ekki síst nýmjólkur samkvæmt könnuninni 2010-2011 borið saman við þá fyrri, en einnig minni neysla á brauði, kexi og kökum, smjörlíki og farsvörum, snakki og sykruðum gosdrykkjum, en aukin neysla á grófu brauði, hafragraut, ávöxtum, grænmeti, kjöti, lýsi og próteindrykkjum. Enginn munur var á fiskneyslu. Samanburður á meðalneyslu nokkurra valinna næringarefna úr fæðunni árin 2002 og 2010-2011 kemur fram í töflu II. Meira var af löngum n-3 fjölómettuðum fitusýrum, D-, E- og C-vítamíni árin 2010-2011 borið saman við 2002, en minna af transfitusýrum, mettuðum fitusýrum, kolvetnum, einkum viðbættum sykri, A- vítamíni og kalki. Hlutfallsleg skipting orkuefna fæðisins árin 1990, 2002 og 2010-2011 er í töflu III. Hlutfall próteina var svipað í öllum þremur rannsóknunum, 17,4, 17,9 og 18,1E%. Hins vegar var hlutfall fitu, mettaðra fitusýra og transfitusýra mun hærra 1990 en 2002. Heildarfita minnkaði úr 41,0E% árið 1990 í 35,3E% árið 2002, mettuð fita úr 20,0E% í 14,7E% og transfitusýrur úr 2,0 í 1,4 E%. Lítill munur var á fituneyslu árin 2002 og 2010-2011, nema neyslu transfitusýra sem minnkaði úr 1,4E% 0,8E%. Viðbættur sykur í fæðinu jókst milli áranna 1990 og 2002, úr 8,4E% í 10,6E%, en árið 2010-2011 hafði hann minnkað í 8,9E%. Fjöldi og hlutfall þeirra sem áttu auðvelt eða erfitt með að ná endum saman er sýnt í töflu IV, flokkað eftir atvinnuþátttöku, aldri, menntun, kyni og búsetu. Alls áttu 343 (26%) af 1302 þátt- takendum frekar erfitt eða mjög erfitt með að ná endum saman. Hæst var hlutfallið meðal öryrkja (58%) og atvinnulausra, (56%), en meðal fólks í vinnu var hlutfallið 24%. Hlutfallslega fleiri kon- ur en karlar áttu erfitt með að ná endum saman. Lítill munur var á hlutfallinu eftir aldri, menntun eða búsetu innan og utan höfuð- borgarsvæðis. Neysla valinna matvara og næringarefna meðal þeirra sem áttu auðvelt og erfitt með að ná endum saman er sýnd í töflu V, leiðrétt fyrir kyni, aldri og menntun. Þeir sem áttu erfitt með að ná endum saman borðuðu marktækt minna af ávöxtum, græn- meti og grófu brauði en meira af farsvörum og sykruðum gos- drykkjum. Enginn marktækur munur var á neyslu á kjöti, fiski, sælgæti, kexi eða kökum milli hópanna. Hlutfall viðbætts sykurs var marktækt hærra hjá hópnum sem átti erfitt með að ná endum saman en enginn munur var á hlutfalli harðrar fitu (skilgreind sem mettaðar og transfitusýrur samtals), fjölómettaðra fitusýra, trefjaefna eða natríums. Umræða Samanburður á niðurstöðum landskannana á mataræði 2002 og 2010-2011 sýnir að fæðuval þokaðist að flestu leyti í hollustuátt á R A N N S Ó K N Tafla V. Meðalneysla á dag á völdum næringarþáttum sem tengjast hollustu, eftir því hvort þátttakendur áttu auðvelt eða erfitt með láta enda ná saman, p-gildi fundið með línulegri aðhvarfsgreiningu, leiðrétt eftir kyni, aldri og menntun. Auðvelt1 n=582 Erfitt2 n=343 p-gildi Ávextir alls 126 107 0,02 Grænmeti alls 123 110 0,03 Gróft brauð 25 16 <0,001 Fiskur 48 44 0,6 Rautt kjöt 74 67 0,3 Farsvörur 21 26 0,03 Sælgæti 16 18 0,3 Gosdrykkir, alls 178 256 <0,001 Sykraðir 112 172 <0,001 Sykurlausir 66 84 0,4 Kex og kökur 50 44 0,2 Hörð fita3, E% 15,4 15,3 0,8 Viðbættur sykur, E% 8,5 9,8 0,002 Trefjar, g/10 Mj4 20,3 19,7 0,1 FÓMFS5, E% 5,9 5,9 0,5 Natríum, mg 3296 3033 0,03 Natríum, mg/kkal 1,56 1,57 0,6 1 Hóparnir sem svöruðu frekar auðvelt og mjög auðvelt sameinaðir 2 Hóparnir sem svöruðu frekar erfitt og mjög erfitt sameinaðir 3Hörð fita: Mettaðar og transfitusýrur 4FÓMFS: Fjölómettaðar fitusýrur 5Mj: Megajoule Tafla IV. Fjöldi og hlutfall þeirra, n (%), sem áttu auðvelt eða erfitt með að ná endum saman, eftir starfsþátttöku, aldri, kyni, menntun og búsetu. Mjög auðvelt n=242 Frekar auðvelt n=340 Hvorki né n=377 Frekar erfitt n=237 Mjög erfitt n=106 Í vinnu, n=817 159 (19) 215 (26) 240 (29) 142 (17) 61 (7) Í námi, n=92 18 (20) 27 (29) 22 (24) 16 (17) 9 (10) Í námi og vinnu, n=119 19 (16) 31 (26) 37 (31) 28 (24) 4 (3) Ellilífeyrisþ1. n=140 35 (25) 38 (27) 40 (29) 20 (14) 7 (5) öryrkjar, n=31 2 (6) 5 (16) 6 (19) 10 (32) 8 (26) Atvinnulausir n=40 1 (3) 6 (15) 11 (28) 11 (28) 11 (28) Karlar, n=632 143 (23) 165 (26) 170 (27) 103 (16) 49 (8) Konur, n=680 99 (15) 176 (26) 207 (31) 134 (20) 57 (8) 18-30 ára n=250 43 (17) 73 (30) 75 (30) 43 (17) 12 (5) 31-60 ára n=744 120 (16) 176 (24) 227 (31) 147 (20) 72 (10) 61-80 ára n=318 79 (25) 91 (29) 75 (24) 47 (15) 22 (7) Menntun 12 n=410 59 (15) 106 (26) 122 (30) 72 (18) 46 (11) Menntun 23 n=447 78 (18) 113 (25) 134 (30) 90 (20) 30 (7) Menntun 34 n=451 104 (23) 121 (27) 121 (27) 73 (16) 29 (6) Höfuðborgarsv. n=797 147 (19) 213 (27) 231 (29) 137 (17) 60 (8) utan hbsv5 n=515 95 (18) 127 (25) 146 (28) 100 (19) 46 (9) 1Ellilífeyrisþegar 2Grunnskólapróf 3Framhaldsskólapróf, iðnmenntun 4Háskólapróf 5utan höfuðborgarsvæðis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.