Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.2014, Side 21

Læknablaðið - 01.12.2014, Side 21
LÆKNAblaðið 2014/100 661 hversu auðvelt eða erfitt þátttakendur áttu með að ná endum saman, var reiknað með línulegri aðhvarfsgreiningu, leiðrétt fyrir kyni, aldri og menntun. Tölfræðiútreikningarnir fyrir sólarhrings- upprifjanirnar og tíðni neyslu voru unnir með tölfræðiforritinu SPSS. Niðurstöður Tafla I sýnir samanburð á neyslu fæðu samkvæmt landskönnunum 2002 og 2010-2011. Sýnt er meðaltal fyrir aldurshópinn 18-80 ára, bæði kynin saman, og hlutfallslega breytingu á neyslu frá árinu 2002. Helstu breytingar eru minni neysla mjólkur og mjólkurvara, ekki síst nýmjólkur samkvæmt könnuninni 2010-2011 borið saman við þá fyrri, en einnig minni neysla á brauði, kexi og kökum, smjörlíki og farsvörum, snakki og sykruðum gosdrykkjum, en aukin neysla á grófu brauði, hafragraut, ávöxtum, grænmeti, kjöti, lýsi og próteindrykkjum. Enginn munur var á fiskneyslu. Samanburður á meðalneyslu nokkurra valinna næringarefna úr fæðunni árin 2002 og 2010-2011 kemur fram í töflu II. Meira var af löngum n-3 fjölómettuðum fitusýrum, D-, E- og C-vítamíni árin 2010-2011 borið saman við 2002, en minna af transfitusýrum, mettuðum fitusýrum, kolvetnum, einkum viðbættum sykri, A- vítamíni og kalki. Hlutfallsleg skipting orkuefna fæðisins árin 1990, 2002 og 2010-2011 er í töflu III. Hlutfall próteina var svipað í öllum þremur rannsóknunum, 17,4, 17,9 og 18,1E%. Hins vegar var hlutfall fitu, mettaðra fitusýra og transfitusýra mun hærra 1990 en 2002. Heildarfita minnkaði úr 41,0E% árið 1990 í 35,3E% árið 2002, mettuð fita úr 20,0E% í 14,7E% og transfitusýrur úr 2,0 í 1,4 E%. Lítill munur var á fituneyslu árin 2002 og 2010-2011, nema neyslu transfitusýra sem minnkaði úr 1,4E% 0,8E%. Viðbættur sykur í fæðinu jókst milli áranna 1990 og 2002, úr 8,4E% í 10,6E%, en árið 2010-2011 hafði hann minnkað í 8,9E%. Fjöldi og hlutfall þeirra sem áttu auðvelt eða erfitt með að ná endum saman er sýnt í töflu IV, flokkað eftir atvinnuþátttöku, aldri, menntun, kyni og búsetu. Alls áttu 343 (26%) af 1302 þátt- takendum frekar erfitt eða mjög erfitt með að ná endum saman. Hæst var hlutfallið meðal öryrkja (58%) og atvinnulausra, (56%), en meðal fólks í vinnu var hlutfallið 24%. Hlutfallslega fleiri kon- ur en karlar áttu erfitt með að ná endum saman. Lítill munur var á hlutfallinu eftir aldri, menntun eða búsetu innan og utan höfuð- borgarsvæðis. Neysla valinna matvara og næringarefna meðal þeirra sem áttu auðvelt og erfitt með að ná endum saman er sýnd í töflu V, leiðrétt fyrir kyni, aldri og menntun. Þeir sem áttu erfitt með að ná endum saman borðuðu marktækt minna af ávöxtum, græn- meti og grófu brauði en meira af farsvörum og sykruðum gos- drykkjum. Enginn marktækur munur var á neyslu á kjöti, fiski, sælgæti, kexi eða kökum milli hópanna. Hlutfall viðbætts sykurs var marktækt hærra hjá hópnum sem átti erfitt með að ná endum saman en enginn munur var á hlutfalli harðrar fitu (skilgreind sem mettaðar og transfitusýrur samtals), fjölómettaðra fitusýra, trefjaefna eða natríums. Umræða Samanburður á niðurstöðum landskannana á mataræði 2002 og 2010-2011 sýnir að fæðuval þokaðist að flestu leyti í hollustuátt á R A N N S Ó K N Tafla V. Meðalneysla á dag á völdum næringarþáttum sem tengjast hollustu, eftir því hvort þátttakendur áttu auðvelt eða erfitt með láta enda ná saman, p-gildi fundið með línulegri aðhvarfsgreiningu, leiðrétt eftir kyni, aldri og menntun. Auðvelt1 n=582 Erfitt2 n=343 p-gildi Ávextir alls 126 107 0,02 Grænmeti alls 123 110 0,03 Gróft brauð 25 16 <0,001 Fiskur 48 44 0,6 Rautt kjöt 74 67 0,3 Farsvörur 21 26 0,03 Sælgæti 16 18 0,3 Gosdrykkir, alls 178 256 <0,001 Sykraðir 112 172 <0,001 Sykurlausir 66 84 0,4 Kex og kökur 50 44 0,2 Hörð fita3, E% 15,4 15,3 0,8 Viðbættur sykur, E% 8,5 9,8 0,002 Trefjar, g/10 Mj4 20,3 19,7 0,1 FÓMFS5, E% 5,9 5,9 0,5 Natríum, mg 3296 3033 0,03 Natríum, mg/kkal 1,56 1,57 0,6 1 Hóparnir sem svöruðu frekar auðvelt og mjög auðvelt sameinaðir 2 Hóparnir sem svöruðu frekar erfitt og mjög erfitt sameinaðir 3Hörð fita: Mettaðar og transfitusýrur 4FÓMFS: Fjölómettaðar fitusýrur 5Mj: Megajoule Tafla IV. Fjöldi og hlutfall þeirra, n (%), sem áttu auðvelt eða erfitt með að ná endum saman, eftir starfsþátttöku, aldri, kyni, menntun og búsetu. Mjög auðvelt n=242 Frekar auðvelt n=340 Hvorki né n=377 Frekar erfitt n=237 Mjög erfitt n=106 Í vinnu, n=817 159 (19) 215 (26) 240 (29) 142 (17) 61 (7) Í námi, n=92 18 (20) 27 (29) 22 (24) 16 (17) 9 (10) Í námi og vinnu, n=119 19 (16) 31 (26) 37 (31) 28 (24) 4 (3) Ellilífeyrisþ1. n=140 35 (25) 38 (27) 40 (29) 20 (14) 7 (5) öryrkjar, n=31 2 (6) 5 (16) 6 (19) 10 (32) 8 (26) Atvinnulausir n=40 1 (3) 6 (15) 11 (28) 11 (28) 11 (28) Karlar, n=632 143 (23) 165 (26) 170 (27) 103 (16) 49 (8) Konur, n=680 99 (15) 176 (26) 207 (31) 134 (20) 57 (8) 18-30 ára n=250 43 (17) 73 (30) 75 (30) 43 (17) 12 (5) 31-60 ára n=744 120 (16) 176 (24) 227 (31) 147 (20) 72 (10) 61-80 ára n=318 79 (25) 91 (29) 75 (24) 47 (15) 22 (7) Menntun 12 n=410 59 (15) 106 (26) 122 (30) 72 (18) 46 (11) Menntun 23 n=447 78 (18) 113 (25) 134 (30) 90 (20) 30 (7) Menntun 34 n=451 104 (23) 121 (27) 121 (27) 73 (16) 29 (6) Höfuðborgarsv. n=797 147 (19) 213 (27) 231 (29) 137 (17) 60 (8) utan hbsv5 n=515 95 (18) 127 (25) 146 (28) 100 (19) 46 (9) 1Ellilífeyrisþegar 2Grunnskólapróf 3Framhaldsskólapróf, iðnmenntun 4Háskólapróf 5utan höfuðborgarsvæðis

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.