Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 66

Læknablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 66
706 LÆKNAblaðið 2014/100 mín og landlæknis, að setja sig inn í þessa hluti og hafa opinbera skoðun á þeim. Að því leyti eru læknar og þeirra fjölþætta reynsla af mörgum bestu sjúkra- og heil- brigðisstofnunum í heimi algerlega van- nýtt vegna þess að raddir þeirra heyrast of sjaldan. En við skulum heldur ekki ganga útfrá því að allir læknar séu sammála. Og mér finnst eðlilegt að nú beinist athyglin að kjörunum og nauðsyn á nýjum spítala. Kjarabarátta lækna er ekki síst sprottin af faglegum metnaði og eðlilegum áhyggjum af framtíðinni. Læknar sætta sig ekki við starfsaðstæður og kjör sem hindra þá í að ná hámarksárangri, fæla fólk frá og laða það ekki heim. En ég er í grunninn bjart- sýnismaður. Ég veit líka að ef lausn finnst á kjaramálum og ef ráðist verður í bygg- ingu nýs spítala með skýrri framtíðarsýn fyrir heilbrigðiskerfið í heild getum við horft bjartsýn til framtíðar.“ Einkarekstur er engin töfralausn Ýmsir hafa viðrað hugmyndir um Reykja- vík sem heilsuborg og horfa þá kannski fyrst og fremst til reksturs heilsu- og sjúkrastofnana. „Við eigum marga snjalla einstaklinga í læknastétt sem hafa sannað getu sínu í rekstri einkastofnana en getur verið að hugtakið heilsuborg snúist frekar um góð- ar sundlaugar, gott göngustígakerfi, þar sem hjólreiðar verða samkeppnishæfur samgöngumáti við einkabílinn? Ég held að slíkt skipti jafnmiklu og kannski meira máli fyrir lífsgæði almennings heldur en nokkur læknisverk. Það eru fjölmargar rannsóknir sem styðja það. Þegar ég tala um heilsuborgina er ég minnst að tala um sjúkrahús og læknastofur. Sú þjónusta þarf sannarlega að vera fyrir hendi og aðgengileg fyrir alla, en við þurfum að vinna markvisst að því að jafna aðstæður fólks í borginni. Og ég er líka að tala um ójöfnuð. Rann- sóknir á undanförnum árum í löndunum í kringum okkur sýna að ótvíræð tengsl eru á milli ójöfnuðar og óheilbrigðis. Ójöfn- uður í samfélögum hefur sterk tengsl við sjúkdóma og ótímabær andlát og er einn af sterkustu áhættuþáttunum fyrir mjög marga af algengustu sjúkdómum sem herja á okkur. Þessar niðurstöður eru svo ótvíræðar að enginn efast í rauninni um sannleiksgildi þeirra lengur. Við þurfum að takast á við þá umræðu hvernig nútímasamfélagið sem hefur skilað okkur á svo margan hátt svo langt er á sumum sviðum farið að vinna á móti heilsufari okkar. Ójöfnuður er þar efst á blaði. Umferðin og afleiðingar hennar eins og mengun og offita eru skýr dæmi um það. Það má spyrja hvert innlegg okkar lækna sé í þessa umræðu.“ Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er eitt af vinsælustu slagorðunum í umræðunni í dag. „Ég held að það sé engin tilviljun. Að hluta til tel ég mega rekja það til þess að í huga margra hefur verið eins konar jafnaðarmerki á milli opinbers rekstrar og stefnuleysis og reks í heilbrigðiskerfinu. Ég held að mjög margir læknar hafi sakn- að þess að til sterkari væri sýn á hvernig heilbrigðisþjónustan eigi að þróast, hvernig vinnustaðir eigi að vera. Í lögum um heilbrigðisþjónustu er vissulega sagt að hún eigi að vera á heimsmælikvarða. En hvernig á að útfæra það? Hver er sýnin í því efni? Ég er ekki viss um að margir læknar eða yfirleitt aðrir í samfélaginu geti svarað spurningunni hver stefnan er í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Það vantar sárlega. Í raun má segja að tvennt skorti sárlega í heilbrigðisþjónustunni. Í fyrsta lagi peninga og í öðru lagi skýra fram- tíðarsýn. Landflótti heilbrigðisstarfsfólks er skiljanlegur þegar borin eru saman kjör þeirra hér og á Norðurlöndunum en skort- ur á framtíðarsýn um nýjan Landspítala og öfluga heilsugæslu sem grunneiningu í heilbrigðiskerfinu skiptir ekki minna máli fyrir ákvarðanir einstaklinganna um hvar verja skuli starfsævinni. Fólk spyr einfaldlega eftir hverju verið sé að bíða. Það var tilbúið til að taka á sig auknar byrðar í kjölfar hrunsins, hlaupa hraðar, en í trausti þess að það væri tímabundið ástand og þegar efnahagurinn rétti úr sér yrði staðið við fyrirheit um nýjan spítala og ýmsa aðra mikilvæga grunnþjónustu í velferðarkerfinu og skólakerfinu. Ég vil trúa því að komin sé þverpólitísk samstaða um að byggja nýjan spítala. En það liggur á að sýnt sé afgerandi fram á hvernig eigi að fjármagna framkvæmdina. Það er líka mikilvægt að setjast yfir fjár- mögnun hjúkrunarheimila og hinnar þungu og milliþungu stoðþjónustu sem er þó hvorki spítalaþjónusta né heimaþjón- usta. Og síðast en ekki síst að ná samstöðu um hlutverk sveitarfélaganna gagnvart nærþjónustunni. Ekkert af þessu gerist yfir nótt en með því að leggja niður fyrir okkur 10 ára áætlun held ég að fólk sé tilbúið að vinna með okkur. Það á ekki að þurfa að snúast um flokkapólitík.“ Og Dagur bætir því við að fjársvelti Landspítalans til tækjakaupa sé ekki til- komið eftir hrunið. Það hafi verið mark- visst skorið niður allt frá árinu 2000. „Við slíkar aðstæður, þegar sýnin er óljós, þá held ég að margir hafi velt því fyrir sér hvort einkarekstur sé svarið. Það hefur í rauninni verið eini valkosturinn við hina óljósu kyrrstöðu sem ríkt hefur í umræðunni. Mér finnst þetta að ýmsu leyti til marks um að stjórnmálamenn verði að hysja upp um sig og setja fram skýr markmið frekar en að einkarekstur sé töfralausnin sem allt leysi. Því fer fjarri þegar heilbrigðiskerfið er annars vegar.“ Er það ekki umhugsunarefni þegar samfé- lagið er orðið svo skipulagt að fólk getur ekki hreyft sig nema á til þess gerðum líkams- ræktarstöðvum og fer akandi á milli? „Jú, og það er einnig umhugsunarvert að þó víða sé barist í þessu samfélagi er hvað harðast barist um bílastæðin sem eru næst líkamsræktarstöðvunum! En þetta ber allt að sama brunni. Skipulagsmál og borgarþróun. Þétting byggðar og aukning nærþjónustu dregur úr notkun einkabíls- ins og skipulagsfræðingar hafa reiknað út að ef fjarlægð í þjónustuna er innan við 1,2 km fer fólk gjarnan fótgangandi. Við þurfum að gefa fólki kost á að búa nær vinnu sinni, íþróttir og hreyfing barna og unglinga fari fram innan skólanna svo foreldrar þurfi ekki endalaust að skutla börnunum borgarmarkanna á milli. Þannig hanga í raun heilsuborgaráherslur, fjölskylduáherslur og umhverfisáherslur ótrúlega sterkt saman. Gamla aðalskipulag Reykjavíkur sem í grunninn er upp- runnið á sjötta áratug síðustu aldar hefur í rauninni unnið gegn okkur í þessu efni og það var mjög tímabært að fara í gagngera endurskoðun á ákveðnum þáttum þess með nýju aðalskipulagi. Það má í rauninni lesa nýja aðalskipulag Reykjavíkur sem eitt samfellt lýðheilsuplagg. Þar er lögð U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.