Læknablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 64
704 LÆKNAblaðið 2014/100
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R
Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B.
Eggertsson, segir að læknismenntun
hans geri hann tvímælalaust að betri
borgarstjóra. Á tímum æ meiri sér-
hæfingar og hólfunar innan okkar há-
tæknivædda samfélags hefur dregið úr
samfélagslegri þátttöku hinna menntuðu
sérfræðinga; fólk menntar sig ýmist
beinlínis til samfélagslegrar þátttöku
eða annarra starfa innan afmarkaðra
fræða – tæknigeira. Dagur segist víða
finna fyrir ánægju í röðum lækna með
að hann skuli hafa lagt stjórnmál fyrir
sig en félagar hans í læknastétt hafa líka
spurt hann hvort hann ætli ekki að fara
að vinna eitthvað!
Aðdragandi þessa viðtals er reyndar orð-
inn býsna langur þar sem við Dagur hitt-
umst er hann var borgarstjóri árið 2008.
Tími hans í stólnum reyndist þó styttri en
búist var við, borgarstjórnarmeirihlutinn
féll, aðrir tóku við og viðtalið mátti bíða.
Nú bendir hins vegar fátt til annars en að
meirihlutinn haldi sínu þetta kjörtímabil
hið minnsta og því óhætt að eiga samtal
um læknismenntun og pólitík án þess að
allt fari á hvolf.
Við hefjum samtalið með því að spyrja
hvers vegna Dagur hafi valið stjórnmálin
fremur en að stefna á sérnám í læknis-
fræði.
„Ég var í rauninni fluttur til Stokk-
hólms og var að hefja sérnám í smitsjúk-
dómum við Karolinska sjúkrahúsið þegar
ég leiddist út í pólitík og var fenginn til að
taka sæti á lista fyrir borgarstjórnarkosn-
ingarnar 2002. Reyndar nær þessi áhugi
á samfélaginu mun lengra aftur. Ég valdi
mér læknisfræðina til að finna áhugavert
og innihaldsríkt starf sem byggði á mann-
legum samskiptum og hugsaði það sem
leið til að halda mér frá pólitíkinni en fá
samt útrás fyrir samfélagslegan áhuga
minn. Góð læknisfræði byggir á sam-
félagslegri nálgun og það er hægt að lesa
sögu læknisfræðinnar að mörgu leyti með
þeim gleraugun. Það er einnig algerlega
ótvírætt að læknar hafa náð hvað mestum
árangri í baráttu sinni gegn sjúkdómum,
fyrir langlífi og aukinni vellíðan í samfé-
laginu með því að berjast fyrir málefnum
sem oft koma læknastofum eða skurð-
stofum sáralítið við.“
Og nú er stjórnmálamaðurinn Dagur B.
Eggertsson farinn að hitna og þarf lítillar
hvatningar við frá blaðamanni.
„Við þekkjum það úr sögu Reykjavíkur
að það sem skipti einna mestu máli í upp-
hafi 20. aldar í baráttunni fyrir bættu
heilbrigði bæjarbúa var tilkoma vatns-
veitunnar. Það var læknir sem barðist
fyrir því í borgarstjórninni og honum var
reyndar ráðlagt að bjóða sig ekki fram
aftur því það var býsna óvinsælt að mæla
fyrir vatnsskatti sem var nauðsynlegur til
að hægt væri að fjármagna vatnsveituna.
Nærri hundrað árum síðar var hið sama
upp á teningnum þegar sett var á holræsa-
gjald til að koma skólpinu burt úr fjör-
unum umhverfis borgina. Hitt atriðið var
húsakostur. Einn fyrsti og mesti hugsuður
íslenskur í skipulagsmálum, Guðmundur
Hannesson prófessor í læknisfræði, leit á
skipulag, húsbyggingar og efnisval hús-
bygginga sem ríkan hluta af sínu læknis-
starfi. Félagslegur aðbúnaður fólks var
kenndur í læknadeildum í lok 19. aldar. Og
margir íslenskir danskmenntaðir læknar
komu með mjög róttækar og samfélagsleg-
ar áherslur inn í íslenskt samfélag á þeim
tíma og fóru fremstir í flokki í baráttu
gegn fátækt og óheilnæmum aðstæðum al-
mennings í landinu.“
Alvarlegasti faraldur 21. aldarinnar
Þótti þér þá sem læknanámið svaraði vænt-
ingum þínum um samfélagslegar áherslur?
„Að hluta til gerði námið það. Hins
vegar má alveg velta því fyrir sér í ljósi
þess hver eru stærstu viðfangsefnin á
sviði heilbrigðis og sjúkdóma hvort lækna-
námið og læknisfræðin sem grein séu á
réttri leið. Þó er hæpið að tala um læknis-
fræði sem eina grein og vissulega er sterk
hefð fyrir sjálfsgagnrýnni umræðu innan
læknisfræðinnar en hún þyrfti kannski
að vera enn meiri. Hver eru stærstu við-
fangsefnin? Í fyrsta lagi er það ójöfnuður.
Í öðru lagi að annast fólk sem þarf að
lifa með sjúkdómum og hins vegar eru
faraldrar einsog offitufaraldurinn í hinum
vestræna heimi sem kallar á lausnir sem
eru ekki innan læknastofunnar. Samt
hefur offitufaraldurinn hingað til verið
talinn viðfangsefni hins hvíta slopps fyrst
og fremst.“
Áttu við að afleiðingar en ekki orsakir offitu
séu meginviðfangsefnin?
„Það þarf mun breiðari nálgun. Í
Bandaríkjunum hafa menn rannsakað þró-
un offitu í samfélaginu í 20 ár og þar eru
niðurstöðurnar ógnvekjandi því hlutfall
sjúklega of feitra einstaklinga hefur í nær
öllum fylkjum aukist úr 10-15% í 25-30%
og þó erum við bara að tala um sem svarar
„ Skortir skýra framtíðarsýn”
Segir Dagur B. Eggertsson um heilbrigðisþjónustuna
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson