Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 41
LÆKNAblaðið 2014/100 681 Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S lækna sem vildu vera í viðskiptum við samlagið. Stofnfundur Læknafélags Reykjavíkur gerði því lítið annað en að þeir læknar sem vildu stofna félagið, þeir voru alls níu, samþykktu gjaldskrá Sjúkrasamlagsins. Nær allir læknar voru í föstum störfum sem flest voru á vegum hins opinbera þannig að hér var verið að semja um aukavinnu þeirra. Guðmundur Magnússon (1863-1924) sem þá var kennari við Læknaskólann var fyrsti formaður félagsins en árið 1911 tók Guðmundur Hannesson við stjórnartaumunum og sat til ársins 1915 en var í stjórninni til ársins 1917. Fljótlega þróaðist starfsemi félagsins út frá þröngu hagsmunafélagi og á vegum félagsins voru haldnir ýmsir fræðslufundir um sjúkdóma og önnur læknisfræðileg efni. Líklegt má telja að hér hafi einkum gætt áhrifa Guðmundar Hannessonar sem jafnan taldi mikla þörf á að fræða og bæta samfélagið ekki síður en kollegana. Árið 1915 hóf Læknafélag Reykjavíkur útgáfu Læknablaðsins sem komið hefur út óslitið síðan og tókst með því að halda úti fræðilegri umræðu og birta mikilvægan fróðleik um heilbrigðis- mál handa almenningi. Guðmundur hafði lengi haft hug á gefa út læknablað en það var Maggi J. Magnús (1886-1941) sem flutti erindi á fundi hjá læknafélaginu í febrúar 1914 „Um stofnun mál- gagns fyrir lækna og heilbrigðismál.“ Skipuð var undirbúnings- nefnd og síðar kosin ritstjórn og í janúar 1915 kom fyrsta tölublað Læknablaðsins út. Menn voru samt ekki á eitt sáttir um það hvernig blaðið ætti að vera en voru hins vegar sannfærðir um að „alþýðlegt tíma rit og læknarit fara ekki saman“. Ritstjórnarstefnan var ekki mótuð fyrirfram heldur mótaðist hún eftir því sem árin liðu og Lækna blaðið varð blað fyrir lækna um læknisfræði, heilbrigðismál og stéttarmálefni en það þjónaði einnig upplýstum almenningi og stjórnvöldum. Fjárhagsgrundvöllur blaðsins var frá upphafi ótraustur og það reyndist ótrúlegur barningur að halda útgáfu þess gangandi. Eftir að Læknafélag Íslands var stofnað reyndi Guðmundur Hannesson að fá það til að annast útgáfu blaðsins en það tókst ekki þótt blaðið fengi nokkurn fjárstyrk frá félaginu. Fullyrða má að útgáfa Læknablaðsins sem í upphafi var að stórum hluta verk Guðmundar Hannesson sem sat í ritstjórn á árunum 1915-1921, sé eitt mikilvægasta framlag til eflingar ís - lensk ra heilbrigðismála á fyrri hluta 20. aldar. Blaðið hefur frá upphafi verið nær eini vettvangurinn fyrir fræðilegar greinar í læknisfræði og sem slíkt verið forsenda fræðilegrar umræðu og það gegndi veigamiklu félagslegu hlutverki þegar stéttarvitund lækna var í mótun. Þá skal ekki vanmeta þann mikilvæga þátt að miðla læknisfræðilegri þekkingu um heilbrigðismál, í víðasta skilningi þess orðs, meðal almennings. Með útgáfu Læknablaðsins urðu heilbrigðismálefni í samfélagsdeiglunni með faglegum hætti og með það að markmiði að efla samfélagið í heild. Á fundi Læknafélags Reykjavíkur í nóvember 1916 var kosin nefnd, Guðmundur Hannesson, Guðmundur Magnússon og Gunn laugur Claessen (1881-1948), til að huga að stofnun heildar- samtaka lækna á Íslandi, en ekki þótti heppilegt að stækka Lækna- félag Reykjavíkur enda var grunnur þess á öðrum forsend um. Í Reykjavík hafði vaxið upp stétt sjálfstætt starfandi lækna sem störfuðu á allt öðrum forsendum en embættislæknar víða um land. „Nú eru hér fleiri læknar en embætti eru til og eftir fáein ár verða sennilega embættislausir læknar víðsvegar um land. Við rekum okkur þá á samkeppnina, kosti hennar og lesti. Það verður vandlifaðra en áður …“ sagði Guðmundur Hannesson meðal annars í röksemdum fyrir stofnun heildarsamtaka lækna. Hags- munir lækna sem stéttar voru grundvallarástæða fyrir stofnun félagsins en þau mál sem einkum brunnu á embættislæknum voru að sjálfsögðu kjaramálin, þar með talið endurmenntun, sumarfrí og læknisbústaðir, og ekki síður áreiti frá almenningi og yfirvöld- um sem læknar töldu stundum að væru óþarflega afskiptamikil um þeirra störf. Læknafélag Íslands var stofnað á fundi í Læknafélagi Reykja- víkur 14. janúar 1918 og töldust stofnfélagar vera 39 þótt einungis hluti þeirra hafi getað verið viðstaddir fundinn. Læknafélag Reykjavíkur kaus fyrstu stjórnina en í henni voru Guðmundur Hannesson formaður en aðrir í stjórn voru Guðmundur Magnús- son og Sæmundur Bjarnhéðinsson (1863-1936). Í lögum félagsins sagði að tilgangur þess væri að „efla hag og sóma íslenskrar lækna- stéttar, samvinnu meðal lækna í heilbrigðismálum þjóðarinnar og glæða áhuga lækna fyrir öllu er að starfi þeirra lýtur.“ Þá var einnig tekið fram, ef áhugi væri fyrir hendi meðal félagsmanna til þess að gefa út tímarit, ætti að kjósa ritstjórn til þess. Ekki skal á nokkurn hátt dregið úr þætti annarra nefndarmanna við gerð laga félagsins en hér eru áhugamál Guðmundar Hannessonar komin og ólíklegt annað en hann hafi komið þessu að. Fyrsta aðgerð Læknafélags Íslands var að hóta fjöldauppsögn- um lækna, eftir ítrekaðar málaleitanir, ef kjör þeirra yrðu ekki leið- rétt og var þetta í fyrsta sinn sem ýjað var að slíku sem baráttu tæki í kjarabaráttu. Á árum heimsstyrjaldarinnar fyrri geisaði óðaverð- bólga en laun opinberra starfsmanna sátu eftir þannig að erfitt var með framfærslu hjá flestum opinberum starfs mönnum sem ekki höfðu búskap eða sjálfsaflafé. Stjórnvöld urðu við réttmæt um kröfum lækna og fengu þeir í fyrstu svokallaða dýrtíðaruppbót en síðan voru launin hækkuð nokkuð. Áfram var þó gert ráð fyrir að heildarlaun þeirra væru að stórum hluta greidd af almenn- ingi vegna læknisþjónustu og var af þeim sökum erfitt að manna læknishéruð víða um land. Kjaramálin voru lengi vel helsta bar- áttumál læknafélagsins en læknum var erfitt um vik þar sem þeir áttu yfirleitt ekki samleið með öðrum launþegafélögum. Annað mál sem læknafélagið tók föstum tökum voru em bættisveitingar stjórnvalda en þar hefur löngum loðað við að önnur sjónarmið en hæfni ráði för. Læknafélagið hafði skýra stefnu í þessum málum og vildi alls ekki að almenningur fengi að kjósa lækni til starfa Læknablaðið var hugarfóstur Guðmundar og fyrstu skrefin steig hann norður á Akureyri með handskrifuðu blaði handa læknum. Í janúar árið 1915 kom út fyrsta tölublað af Læknablaðinu og Guðmundur var ritstjóri allt til ársins 1921. Hann lagði grunninn að blaðinu og kom því í gegnum fyrstu árin með þrautseigju og atorku. Blaðið hefur frá upphafi haft áhrif langt út fyrir raðir lækna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.