Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 19
LÆKNAblaðið 2014/100 659 Spiriva Respimat (tíórópíum) Að minnsta kosti 40% astmasjúklinga sem eru á meðferð með ICS/LABA hafa viðvarandi einkenni og geta haft gagn af frekari meðferð 1,2 Fyrir fullorðna astmasjúklinga með viðvarandi einkenni þrátt fyrir meðferð með ICS/LABA*** Auglýsingin er samþykkt af ENLIIS1 0 -1 1 -2 0 1 4 NÝTT ! 1. LA MA** til m eðfer ðar við a stma Ábendingar: Berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð til að lina einkenni hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu (LLT) og jafnframt sem viðbót við berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð hjá fullorðnum sjúklingum með astma sem fá viðhaldsmeðferð með samsetningu af innöndunarstera (>800 míkróg budesonid/sólarhring eða jafngildum innöndunarstera) og langverkandi β2-örva og sem hafa fengið eina eða fleiri alvarlegar versnanir undangengið ár.3 ** LAMA - langverkandi andkólínvirkt lyf ***(innöndunarstera/langverkandi β2-örva) Heimild: 1. Rabe KF et al. Clinical management of asthma in 1999: the Asthma Insights and Reality in Europe (AIRE) study. Eur Respir J. 2000;16(5):802-807. 2. Bateman ED et al. Can guideline defined asthma control be achieved? Am J Respir Crit Care Med. 2004;170(8):836-844. 3. Samantekt á eiginleikum Spiriva Respimat www.serlyfjaskra.is Inngangur Landskannanir á mataræði Íslendinga eiga sér sögu allt frá árinu 1939 þegar Júlíus Sigurjónsson kannaði mataræði og heilsu Íslendinga á vegum nýstofnaðs Manneldisráðs.1 Frá þeim tíma hafa verið gerðar fjórar landskannanir á mataræði fullorðinna Íslendinga, síð- ast árin 2010-2011,2-5 en Rannsóknastofa í næringarfræði hefur staðið fyrir landskönnunum og rannsóknum á mataræði barna.6 Allar hafa þessar rannsóknir nýst við stefnumótun stjórnvalda í heilbrigðismálum og átt þátt í að móta viðhorf almennings og fagfólks til næringar og hollustumála. Næring er einn þeirra umhverfisþátta sem hafa hvað mest áhrif á heilsu einstaklinga og þjóða.7 Ætla má að mataræði hafi átt drjúgan þátt í að móta heilsu þjóðar- innar allt frá fyrstu tíð, og því ærin ástæða til að greina helstu breytingar og þróun mataræðis hér á landi síð- ustu ár og áratugi. Mataræði þjóða ræðst af fjölmörgum þáttum, ekki síst framboði og verðlagi matvara, framleiðsluháttum og menningu.8 Gera má ráð fyrir að þær stórfelldu breytingar sem orðið hafa á framleiðslu, innflutningi, sölu og dreifingu matvara hér á landi undanfarna áratugi – svo ekki sé minnst á bættan efnahag þjóðar- innar – endurspeglist að verulegu leyti í mataræði þjóðarinnar. Þar fyrir utan hafa einstaklingsbundnir þættir á borð við aldur, kyn, tekjur, menntun og búsetu 1Rannsóknastofu í næringarfræði, Háskóla Íslands og Landspítala, 2matvæla- og næringarfræðideild HÍ, 3Embætti landlæknis. inngangur: Landskannanir á mataræði veita ítarlegar upplýsingar um neyslu matvæla og næringarefna. Hér eru bornar saman niðurstöður úr tveimur síðustu landskönnunum, árin 2002 og 2010-2011, og könnuð tengsl hollustu fæðisins við erfiðleika fólks við að ná endum saman. Eins er lýst breytingum í hlutfallslegri skiptingu orkuefna í fæði frá 1990. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Lokaúrtak var 1912 manns árið 2010-2011 og 1934 árið 2002, svarhlutföll 68,6% og 70,6%. Mataræði var kannað með sólarhringsupp- rifjun. Samanburður á meðalneyslu var metinn með T-prófi og hollusta fæðunnar, eftir því hversu auðvelt eða erfitt þátttakendur áttu með að ná endum saman, með línulegri aðhvarfsgreiningu. niðurstöður: Minna var borðað af brauði, kexi og kökum, smjörlíki, fars- vörum og snakki og minna drukkið af nýmjólk og sykruðum gosdrykkjum árin 2010-2011 en 2002. Meira var af grófu brauði, hafragraut, ávöxtum, grænmeti og kjöti og fleiri tóku lýsi 2010-2011 en 2002, fiskneysla stóð í stað. Fituneysla minnkaði frá 1990 til 2010-2011 úr 41E% í 35E%, mett- aðar fitusýrur úr 20,0E% í 14,5E% og transfitusýrur úr 2,0E% í 0,8E%. Stærstur hluti breytinganna var milli 1990 og 2002. Fólk sem átti erfitt með að ná endum saman 2010-2011 borðaði minna af grænmeti, ávöxtum og grófu brauði og drakk meira af sykruðum gosdrykkjum en hinir sem áttu auðvelt með það. Ályktun: Breytingar á mataræði þjóðarinnar frá 2002 hafa að mestu leyti verið í hollustuátt. Milli áranna 1990 og 2002 minnkaði fituneysla og hlutfall mettaðra fitusýra og transfitusýra lækkaði, en minni breytingar urðu frá 2002 til 2010-2011. Efnahagur tengist hollustu fæðis á Íslandi. ÁGRIp Fyrirspurnir Laufey Steingrímsdóttir, laufey@hi.is Greinin barst 8. apríl 2014, samþykkt til birtingar 13. október 2014. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Kannanir á mataræði og næringargildi fæðunnar á Íslandi Tengsl efnahagsþrenginga og hollustu Laufey Steingrímsdóttir1,2 næringarfræðingur, Hrund Valgeirsdóttir2 næringarfræðingur, Þórhallur I. Halldórsson1,2 faraldsfræðingur, Ingibjörg Gunn- arsdóttir1,2 næringarfræðingur, Elva Gísladóttir3 næringarfræðingur, Hólmfríður Þorgeirsdóttir3, Inga Þórsdóttir1,2 næringarfræðingur áhrif á fæðuval og hollustu.9 Meðalneysla næringarefna eða fæðutegunda segir því langt í frá alla söguna um mataræði þjóðarinnar, og ólíkir hópar innan samfélags- ins geta búið við mismunandi aðstæður til að velja sér heilsusamlegt fæði. Miklar breytingar urðu á verðlagi og efna hags- aðstæðum fólks í kjölfar bankahrunsins á Íslandi í októ- ber 2008. Í ljósi þess þótti sérstök ástæða til að kanna mataræði og hollustu fæðunnar á þeim tíma. Embætti landlæknis (áður Lýðheilsustöð) og Matvælastofnun stóðu sameiginlega að gerð könnunarinnar árin 2010- 2011, í samvinnu við Rannsóknastofu í næringarfræði. Hér eru bornar saman niðurstöður um fæðuval og næringargildi fæðis úr tveimur síðustu landskönn- unum, árin 2002 og 2010-2011 og könnuð tengsl hollustu fæðisins við erfiðleika fólks við að ná endum saman, þar sem leiðrétt er fyrir helstu truflandi þáttum. Að lokum eru sýndar breytingar á orkuefnasamsetningu fæðunn- ar síðustu áratugi með samanburði við landskönnun frá árinu 1990. Efniviður og aðferðir Þátttakendur landskönnunar 2010-2011 voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá, 18-80 ára, af öllu landinu. Úrtakið var 2000 manns, 88 voru erlendis eða látnir og R A N N S Ó K N E = orka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.