Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 31
LÆKNAblaðið 2014/100 671 Tafla II. Flokkun CCS á hjartaöng og áhrifum hennar (a) og NYHA-flokkun á hjartabilunareinkennum (b). (a) CCS-flokkun Stig I Venjuleg líkamleg áreynsla í daglegu lífi, til dæmis ganga og að fara upp stiga, veldur ekki hjartaöng. Hjartaöng kemur fram við erfiða líkamlega áreynslu eða áreynslu sem varir í lengri tíma. Stig II Veldur lítilsháttar hömlun á athöfnum daglegs lífs. Hröð ganga, ganga upp stiga eða ganga upp í móti í brekku veldur einkennum. Einkenni koma einnig fram við eðlilega áreynslu þegar ákveðin skilyrði eru til staðar, eins og kuldi, mótvindur, við tilfinningalegt álag eða innan nokkurra klukkustunda frá því að einstaklingur vaknaði. Stig III Veruleg hömlun á athöfnum daglegs lífs. Stutt ganga á jafnsléttu eða ganga upp stiga við venjulegar kringumstæður og á eðlilegum hraða veldur miklum einkennum. Stig IV Vangeta til að framkvæma hvaða athafnir daglegs lífs sem er án þess að finna fyrir óþægindum, hjartaöng getur einnig komið fyrir í hvíld. (b) NYHA-flokkun Stig I Engar takmarkanir á athöfnum daglegs lífs. Venjuleg líkamleg áreynsla veldur ekki óeðlilegri þreytu, mæði eða hjartsláttaróþægindum (heart palpitations). Stig II Væg takmörkun á líkamlegri áreynslu en ekki óþægindi í hvíld. Venjuleg líkamleg áreynsla veldur þreytu, hjartsláttaróþægindum, mæði eða hjartaöng. Stig III Veruleg takmörkun á líkamlegri áreynslu. Engin óþægindi í hvíld en minnsta áreynsla veldur áðurnefndum einkennum. Stig IV Vangeta til að reyna nokkuð á sig líkamlega og einkenni hjartabilunar eru til staðar í hvíld. öll líkamleg áreynsla veldur stigvaxandi óþægindum og einkennum. Tafla III. Orsakir brjóstverkja (mismunagreiningar). Hjarta Kransæðasjúkdómur Ósæðarlokuþrengsl ofþykktarhjartavöðvasjúkdómur Gollurshúsbólga æðar Ósæðarflysjun Lungnarek Lungnaháþrýstingur lungu Brjósthimnubólga eða lungnabólga Barka- og/eða berkjubólga Loftbrjóst Æxli Miðmæti Miðmætisbólga Loft í miðmæti Meltingarfæri Bakflæði Vélindaspasmi Mallory-Weiss rifa Maga- og skeifugarnarsár Gallvegasjúkdómur Briskirtilsbólga Stoðkerfi Brjósklos í hálsi Gigt í öxl eða hálsi Geislungabólga (Costochondritis) Eymsli í vöðvum og vöðvafestum Bólga í liðpokum (sacromial bursitis) annað Sjúkdómar í brjóstum (bólga, æxli og fleira) Æxli í brjóstvegg Ristill (herpes zoster) (tafla IIa) og er hvikul hjartaöng skilgreind sem einkenni sem koma í hvíld (CSS 4).41 Við mat á hjartabilunareinkennum, sem geta fylgt kranæðasjúkdómi, er yfirleitt notast við NYHA-flokkun (New York Hearts Association) (tafla IIb). Einkennin eru metin á skala frá I-IV og sjúklingar með hjartabilunareinkenni í hvíld settir í NYHA-flokk IV.42 Greining kransæðasjúkdóms Sjúkrasaga: Vönduð sjúkrasaga er mikilvægt fyrsta skref í grein- ingu kransæðasjúkdóma.37 Hún gefur strax nokkra vísbendingu um hversu alvarlegt ástandið er og hvort um er að ræða lang- vinnan, stöðugan kransæðasjúkdóm eða brátt kransæðaheilkenni. Þrátt fyrir miklar tækniframfarir er góð sjúkrasaga enn horn- steinn greiningarinnar og hinar ýmsu rannsóknir notaðar sem viðbót við klínisku upplýsingarnar, bæði til að staðfesta grein- inguna og leggja grunninn að ákvörðun um meðferð. Hjartaöng (angina pectoris) er stundum dæmigerð og sjúkdómsgreiningin auðveld. Greining getur þó verið flóknari, enda mismunagrein- ingar fjölmargar (tafla III). Einnig getur blóðþurrð verið þögul eða án verkja, jafnvel þegar um hjartadrep er að ræða.43 Þetta endur- speglast í þeirri staðreynd að lögsóknir vegna rangrar greiningar á bráðum kransæðaheilkennum eru algengar.44 Klínísk skoðun: Þótt engin einkenni við líkamsskoðun séu sértæk fyrir kransæðasjúkdóm, fást við skoðunina mikilvægar upplýsingar um áhættuþætti, merki æðakölkunar, afleiðingar kransæðaþrengsla og atriði sem varða mismunagreiningu. Vönd- uð skoðun leggur því ásamt sjúkrasögu grunn að frekari athugun og rannsóknum. Þar sem kransæðasjúkdómur er jafnan hluti af út breiddari æðakölkunarsjúkdómi er almenn skoðun, ekki síst heildræn skoðun á slagæðakerfinu, mikilvæg. Blóðþrýstingsmæl- ing, hlustun eftir óhljóðum og aukahljóðum (S3, S4), athugun á blá æðaþrýstingi, lungnahlustun, þreifing púlsa og hlustun eftir slag æðadyn eru því ómissandi hlekkir í mati á kransæðasjúklingi. Blóðrannsóknir: Blóðhagur er mældur til að útiloka blóðleysi, en því fylgir skert geta til súrefnisflutnings sem getur kallað fram eða magnað blóðþurrðareinkenni.45 Skjaldkirtilspróf, kreatínín og gaukulsíunarhraði tilheyra einnig grunnmati sjúklings með mögulegan kransæðasjúkdóm.46 Fastandi blóðsykur og hemóglób- ín A1C eru mæld til að útiloka sykursýki og sykurþolspróf fram- kvæmt ef niðurstöður þeirra eru ekki afgerandi.47-50 Blóðfitur, þar á meðal heildarkólesteról, HDL og þríglýseríða ætti að mæla hjá öllum sjúklinum sem taldir eru vera með kransæðasjúkdóm og reikna gildi LDL-kólesteróls. Ef grunur er um brátt kransæðaheil- kenni er bætt við blóðprufum sem sýna fram á frumuskemmdir í hjartavöðvanum. Ákveðin ensím gegna enn nokkru hlutverki, einkum kreatínín fósfókínasi (CPK), en í seinni tíð hefur trópónín Y F i R l i T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.