Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 39
LÆKNAblaðið 2014/100 679 Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S Árið 1907 flutti Guðmundur til Reykjavíkur þegar hann varð héraðslæknir þar og kennari við Læknaskólann. Við stofnun Há- skóla Íslands árið 1911 varð hann prófessor í líffærafræði og heil- brigðisfræði og sinnti nær eingöngu því starfi eftir það en hann hafði að mestu látið af skurðlækningum eftir að hann flutti suður. Lækningum Guðmundar var þó engan veginn lokið heldur voru þær bara með öðrum hætti en áður, í stað þess að beinast að til- teknum einstaklingi í hvert sinn snerust þær um að lækna þjóðina af þeim meinum sem hann taldi að stæðu henni einkum fyrir þrifum. Þær lækningar sem Guðmundur beitti til að lækna þjóð- ina voru stjórnmál, skipulagsmál og félagsmál lækna auk kennslu læknanema, og öll þessi atriði nálgaðist hann á grundvelli heil- brigðisfræðinnar, eins og hann skilgreindi hana. Árið 1906 skrifaði Guðmundur greinaflokk um væntanlegt sjálfstæði Íslands og þar las hann mönnum pistilinn jafnframt því sem hann dásamaði land og þjóð. Hann taldi öll vandræði og eymd þjóðarinnar stafa af mönnunum sjálfum „Stefnufestan og kjarkurinn sigrar ætíð ef nokkur sigurvon er, bætir hag þjóða, breytir illum löndum í góð og gerir mennina frjálsa. Fátæklings- hugsunarhátturinn, stefnuleysið og kjarkleysi leiðir til vesaldóms og ósjálfstæðis. Þar sem hann ræður fellur allt í kaldakol, mennt- un, atvinnuvegir og frelsi. Hann skapar ánauð og ógæfu.“ Guð- mundur var kosinn annar af tveimur alþingismönnum Húnvetn- inga árið 1914 en náði ekki kjöri í kosningunum 1916. Alþingi var honum ekki að skapi eftir það en hann taldi sig vita flestum betur hvernig stjórnkerfi ætti best við og skrifaði greinar um það fram á þriðja áratuginn. Guðmundur leit á þjóðarlíkamann eins og læknir sér sjúkan einstakling sem bara á eftir að hraka og deyja ef ekkert verður að gert. Meginstefið í stjórnmálastefnu Guðmundar var nokkurs konar „goðastjórn“ og var þar vísað til goða sem réðu málum á fyrstu öldum Íslands en þeir voru „góðir menn“ sem stjórnuðu landinu í umboði fólksins. Hann var í sjálfu sér ekki á móti lýðræði og þing- ræði svo lengi sem almenningur veldi „góða menn“ sem hefðu vit á hlutunum þótt þeir væru ekki sammála um alla hluti. Guðmund ur taldi að samfélagið væri spillt og illa stjórnað af misvitrum mönnum sem blekktu fólk með fagurgala og ranghugmyndum til þess eins að skara eld að eigin köku. „Góðir menn“ kæmust alltaf að réttri niðurstöðu sem flestum til hagsbóta eftir ítarlega skoðun og rökræður. Hann var að sjálfsögðu einn af þessum „góðu mönn- um“ og í raun taldi hann samfélagið skipast í aðalatriðum í tvo hópa: hina vel vinnandi, upplýstu og heilbrigðu og hins vegar heimska og illa upplýsta letingja! Í framtíðardraumum hans um sjálfstæða þjóð voru eingöngu heilbrigðir og bjargálna einstakling- ar en svipaðar hugmyndir voru uppi víða og þróuðust í sumum löndum í ómannleg samfélög. Viðhorf Guðmundar til hinnar heilbrigðu þjóðar koma einnig glögglega fram í mannfræðirann- sóknum hans og afstöðu til ýmissa sjúkdóma en hann taldi að með réttri stjórn og góðu skipulagi væri hægt að lágmarka þann fjölda fólks sem væri til vansa fyrir heilbrigt samfélag. Guðmundur var einn helsti frumkvöðull íslenskra skipulags- mála. Á meðan hann bjó á Akureyri stóð hann fyrir ýmsum fram- förum, þar á meðal byggingu nýs sjúkrahúss sem var þá eitt það fullkomnasta á landinu. Akureyri varð fyrir áhrif hans sem og fleiri góðra manna einn hreinlegasti bærinn í upphafi 20. aldar og hann sá til þess að skipulagsuppdráttur var gerður af bænum 1904, sem var sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Þéttbýlismyndun hófst seint á Íslandi og flest þorp þróuðust hægt í bæi og einungis einn bær varð um síðir að borg. Þrátt fyrir að flestir gerðu sér grein fyrir mikilvægi bæja í þróun samfélags- ins var einnig mikil andstaða við lífið í bæjunum. Talað var um „bæjarsollinn“ og í bæjum átti að þrífast fáviska, fátækt, heilsu- leysi og siðspilling, svo fátt eitt sé nefnt. Ýmsir framámenn töldu að hinn sanni „þjóðarandi“ byggi í sveitinni þar sem hann væri ómengaður af erlendum áhrifum og læknar sýndu fram á með mælingum að börnin í sveitinni væru heilbrigðari en önnur börn. Þessi hugmyndafræði varð til þess að talið var æskilegt að senda börn í sveitina til að læra góða siði og rækta tengslin við þjóðar- andann. Þá voru, og eru jafnvel enn, svokölluð meðferðarheimili höfð fjarri bæjarsollinum. Í ritinu „Um skipulag bæja” sem kom út árið 1915 fjallaði hann fyrstur Íslendinga um skipulagsmál hér á landi með fræðilega og alþjóðlega yfirsýn. Guðmundur vakti athygli á samspili heilsu íbúana og umhverfis þeirra og lagði áherslu á loft og ljós í skipu- lagi byggða, hreinlæti, fagurfræði og aðgang íbúanna að landi og heilnæmum matvælum. Í lok 19. aldar og fram undir annan áratug 20. aldarinnar voru heilbrigðis- og skipulagsmál í mikilli gerjun víða um lönd til að leita úrbóta á slæmum aðbúnaði almennings í Guðmundur var fyrstur manna til að stunda mannfræðirannsóknir og mannamælingar á Íslandi. Árið 1925 kom út, sem fylgirit með Árbók Háskóla Íslands, rit hans Körpermasze und körperpropor- tionen des Isländer, og vakti það athygli víða um lönd. Hann mældi um 1100 manns og tók allt að 35 málsetningum á hverjum einstak- lingi. Með þessu vildi hann kanna helstu einkenni þjóðarinnar og rekja skyldleika við aðrar þjóðir. Árið 1915 varð stórbruni í miðborg Reykja- víkur. Sama ár kemur út rit Guðmundar um skipulagsmál þar sem heilbrigði og fegurð eru sett á oddinn, sólarljós og gott loft og vatn: lágreist byggð, garðar í suður og hagkvæmt skipulag íbúða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.