Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.2014, Page 13

Læknablaðið - 01.12.2014, Page 13
LÆKNAblaðið 2014/100 653 Á mynd 1 sést hversu fljótt sjúklingarnir voru teknir til aðgerð- ar. Yngri sjúklingar voru oftar teknir í aðgerð með flýtingu (58% á móti 45%, p=0,016) en hlutfall bráðaaðgerða var svipað í báðum hópum, eða í kringum 5% (p=0,8). Hlutfall aðgerða sem gerðar voru á sláandi hjarta var svipað í báðum hópum, eða 28% í yngri hópi og 22% í þeim eldri (p=0,31). Aðgerðartími, tími á hjarta- og lungnavél og tangartími var einnig svipaður í báðum hópunum. Fjöldi fjærtenginga á kransæðar var sambærilegur, sem og notkun LIMA-slagæðagræðlings (tafla II). Blæðing í vinstri brjóstholsslagæð fyrstu 24 klst. eftir aðgerð var minni hjá yngri hópnum og munaði 146 ml á hópunum (853 á móti 999 ml, p=0,015). Yngri sjúklingar fengu sömuleiðis marktækt færri einingar af rauðkornaþykkni í og eftir aðgerð og munaði 1,5 einingu í allri legunni (1,3 á móti 2,8 einingum, p<0,001). Tíðni allra minniháttar fylgikvilla samanlagt var marktækt lægri hjá yngri hópnum en þar greindist um þriðjungur sjúk- linganna með einhvern minniháttar fylgikvilla eftir aðgerð borið saman við helming eldri sjúklinga (tafla III). Þar munaði mestu um nýtilkomið gáttatif en það var algengasti fylgikvillinn í báð- um hópum og greindist hjá 14% yngri sjúklinga og 35% þeirra eldri (p<0,001). Heildartíðni alvarlegra fylgikvilla var sambærileg í báðum hópum en 6 sjúklingar (6%) í yngri hópnum greindust með alvar- legan fylgikvilla borið saman við 170 (11%) í eldri hópnum (p=0,13). Ekki sást heldur marktækur munur á tíðni einstakra alvarlegra fylgikvilla (tafla IV) ef frá er skilinn bráður nýrnaskaði (RIFLE- flokkar F og E) en enginn greindist í yngri hópnum en 13 (0,8%) í þeim eldri (p<0,001). Ekki var marktækur munur á dánarhlutfalli innan 30 daga milli hópa (p=0,51). Í yngri hópnum lést einn sjúklingur innan 30 daga eftir aðgerðina (1%) en sá sjúklingur lést 6 dögum eftir aðgerð vegna hjartabilunar og hjartsláttaróreglu. Í eldri hópnum lést 41 sjúklingur (3%) innan 30 daga, þar af 6 á skurðarborðinu. Af þeim voru 14 í losti áður en þeir voru teknir í bráðaaðgerð. Ekki reyndist munur á hlutfalli sjúklinga í yngri og eldri hópi sem þurftu að gangast undir kransæðavíkkun innan 30 daga eftir aðgerð (2% á móti 3%, p=0,77) eða endurhjáveituaðgerð (0% á móti 0,4%, p=1). Heildarlegutími yngri sjúklinga var að meðaltali tveimur dög- um styttri en þeirra eldri, eða 9 á móti 11,2 dögum (p<0,001). Heildarlifun yngri sjúklinga var sambærileg þeirra eldri eftir 1 ár (99% á móti 97%, p=0,14) en marktækt betri eftir 5 ár (97% á móti 89%, p=0,04) (mynd 3a). Sjúkdómasértæk lifun var sambærileg fyr- ir báða aldurshópana en þó sást tilhneiging í átt að betri lifun fyrir yngri sjúklinga (99% á móti 95% fimm ára lifun, p=0,07) (mynd 3b). Í töflu V eru sýndar niðurstöður úr hlutfallslegu Cox áhættu- líkani á forspárþáttum lifunar eftir aðgerð. Breytan aldur ≤50 ára reyndist verndandi forspárþáttur (HR 0,45, 95% CI 0,21-0,96) en sterkustu áhættuþættirnir með neikvæð áhrif á lifun voru bráða- aðgerð (HR 2,93, 95% CI 1,8-4,76) og útfallsbrot vinstri slegils undir 30% (HR 2,81, 95% CI 1,52-5,19). Einnig reyndust sykursýki og skert nýrnastarfsemi (GSH <60 ml/mín/1,73m2) hafa marktækt neikvæð áhrif á lifun, en ekki kyn. Umræða Markmið þessarar rannsóknar var að kanna árangur kransæðahjá- veituaðgerða hjá sjúklingum 50 ára og yngri og bera saman við þá sem eru yfir fimmtugt. Alls reyndust 100 sjúklingar af 1626 vera fimmtíu ára eða yngri (6%), allir skornir á Landspítala á nýlegu 12 R A N N S Ó K N Tafla II. Aðgerðartengdir þættir í yngri og eldri hópi. Gefinn er upp fjöldi (%) eða meðaltal ± staðalfrávik (bil). Yngri ≤50 Eldri >50 p-gildi Aðgerð á sláandi hjarta - oPCAB 28 (28) 343 (22) 0,32 Aðgerðartími, mínútur (bil) 208 ± 47 (125-350) 213 ± 57 (85-630) 0,4 Fjöldi fjærtenginga (bil) 3,4 ± 1 (1-5) 3,4 ± 0,8 (1-6) 0,44 Vinstri brjóstholsslagæð notuð - LIMA 93 (93) 1437 (94) 0,26 Tafla III. Minniháttar snemmkomnir fylgikvillar í yngri og eldri hópi eftir aðgerð. Fjöldi (%). Fylgikvillar Yngri ≤50 ára Eldri >50 ára p-gildi Allir minniháttar fylgikvillar 30 (30) 763 (50) <0,001 Gáttatif 14 (14) 536 (35) <0,001 Aftöppun fleiðruvökva 7 (7) 180 (12) 0,19 Grunn skurðsýking í bringubeinsskurði eða á fæti 7 (7) 151 (10) 0,48 Þvagfærasýking 0 (0) 55 (4) 0,04 Lungnabólga 7 (7) 99 (6) 0,83 Bráður nýrnaskaði (RIFLE-flokkur R)* 9 (9) 145(11) 1 Bráður nýrnaskaði (RIFLE-flokkur I)* 1 (1) 41 (3) 0,51 *Kreatíníngildi vantaði fyrir tvo sjúklinga í yngri hópi og 23 í þeim eldri. Tafla IV. Alvarlegir snemmkomnir fylgikvillar í yngri og eldri hópi eftir aðgerð. Fjöldi (%). Fylgikvillar Yngri ≤50 ára Eldri >50 ára p-gildi Allir alvarlegir fylgikvillar 6 (6) 170 (11) 0,13 Hjartadrep 3 (3) 73 (5) 0,62 Bringubeinslos 1 (1) 26 (2) 1 Heilablóðfall 0 (0) 24 (2) 0,4 Fjöllíffærabilun 2 (2) 52 (3) 0,57 Djúp skurðsýking 0 (0) 15 (1) 1 Bráður nýrnaskaði (RIFLE-flokkur F og E)* 0 (0) 13 (0,8) <0,001 *Kreatíníngildi vantaði fyrir tvo sjúklinga í yngri hópi og 23 í þeim eldri. Mynd 2. Legutími yngri og eldri sjúklinga á gjörgæslu og á legudeild (dekkri litur) í dögum. Legudeild Gjörgæsla

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.