Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2015, Síða 32

Læknablaðið - 01.05.2015, Síða 32
264 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R ■ ■ ■ Hávar sigurjónsson Læknablaðið brá undir sig betri fætinum og leitaði uppi tvo læknanema á fyrsta ári og for- vitnaðist um hvað hefði ráðið því að læknanámið varð fyrir valinu og hvort það hefði staðið undir væntingum til þessa. Helga Margrét: Ég er ekki ein af þeim sem ætlaði sér að verða læknir alveg frá því ég var krakki. Mér datt það aldrei í hug. Það var ekki fyrr en ég var komin í Menntaskólann við Hamrahlíð og við fórum í kynningu í lækna- deildina að einn læknirinn þar hafði mörg orð um að læknisfræði væri mjög langt og erfitt nám og alls ekki fyrir alla. Þessi ræða var í rauninni mjög fráhrindandi en virkaði alveg þveröfugt á mig. Ég tók þessu sem persónulegri áskor- un og fannst þetta mjög spenn- andi, bæði námið sjálft og síðan að vinna við fagið. Það fyndna er að það voru alla vega þrír í hópnum sem eru nú í læknisfræðinni. Kannski var þetta úthugsað. Gísli Þór: Ég hafði alltaf mikinn áhuga á líffræði og manns- líkamanum og það kom eiginlega ekkert annað til greina en að fara í læknisfræði. Áhuginn kviknaði af náminu og ég fékk mikla hvatningu heima en það eru engir læknar í fjölskyldunni. Löngunin til að verða læknir er kannski sam- bland af því að vilja hjálpa öðrum og vera svolítið stjórnsamur og svo er þetta gríðarlegur áhugi á náttúrufræði og líffræði manns- líkamans. Helga Margrét: Á þessum tíma tók ég íþróttirnar fram yfir allt annað og nám í læknisfræði kom ekki greina. Eftir menntaskólann fór ég í eitt ár til Svíþjóðar til að æfa og keppa í sjöþraut. Ég kom svo heim og fór í næringarfræði í HÍ og var á fullu í íþróttum sam- hliða. Eftir tvö ár var áhuginn farinn að dvína enda ég var að lenda í síendurteknum meiðslum. Í janúar í fyrra ákvað ég svo að fara í inntökuprófið í læknisfræðinni um vorið. Gísli Þór: Áhugamálin snúast helst um íþróttir en ég stunda þær þó stopult þar sem námið hefur algjöran forgang. Annars er ég bara frekar rólegur og hef gaman af að lesa bækur um alls kyns efni ef tími gefst til. Helga Margrét: Inntökuprófið var mjög skemmtilegt og fyrir mig var það eiginlega alveg eins og sjöþrautarkeppni. Prófið er tveir dagar og skiptist í 6 hluta. Reynslan úr sjöþrautinni kom sér mjög vel. Ef manni gekk vel í einni grein fylgdi það manni yfir í næstu en ef það gekk ekki vel var bara að hrista það af sér og koma ferskur í næstu grein. Fyrir mig var inntökuprófið eins og að keppa í 6 greinum. Ég er alveg viss um að þessi hugsunarháttur nýttist mér vel og tímapunkturinn var alveg réttur. Ég var búin að fá nóg af álaginu sem fylgdi því að vera atvinnumaður í íþróttum og lang- varandi meiðsli gerðu mér erfitt fyr- ir. Ég var með brjósklos sem lagaðist ekki og þegar maður getur ekki æft og keppt með líkamann í lagi dvínar gleðin og áhuginn smám saman. Gísli Þór: Ég útskrifaðist úr fjöl- brautaskólanum um jólin 2013 og nýtti tímann fram á vorið til að und- irbúa mig fyrir inntökuprófið í fyrra- vor. Reyndar með vinnu en það kom ekki að sök. Prófið sjálft var eins og ég bjóst við, enda búinn að fara í gegnum sýnishorn af eldri prófum og fara á námskeiðið Inntökupróf.is þar sem farið er yfir allt það helsta sem tekið er fyrir í prófinu. Það var mjög gagnlegt. Hugmyndin að baki inntökuprófinu er mjög góð að mínu mati, miklu betri en klausus, þar sem Ólíkt fólk en með svipaða eiginleika l æ k n a n e m a r Helga Margrét Þorsteinsdóttir er ein af okkar þekktustu frjáls- íþróttakonum, keppti í sjöþraut með gríðarlega góðum árangri og náði efstu sætum á heimslista unglinga og ungmenna í greininni á árunum 2008-2012. Þrálát meiðsli settu alvarlegt strik í reikning- inn og keppnisferlinum lauk endanlega árið 2012. Hún beindi þá keppnisskapinu í aðra átt og skellti sér í inntökuprófið í læknis- fræðinni síðastliðið vor og segir það hafa verið svipað og að keppa í sjöþraut. Ekki var svo að spyrja að árangrinum.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.