Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.05.2015, Side 34

Læknablaðið - 01.05.2015, Side 34
266 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R ■ ■ ■ Hávar sigurjónsson „Megas er einn af merkustu lista- mönnum okkar kynslóðar og stendur hiklaust undir nafngiftinni þjóðskáld,“ segir Óttar Guðmundsson geðlæknir og rithöfundur sem sendi á dögunum frá sér bókina (Esensis tesensis tera) Viðrini veit ég mig vera. Megas og dauða- syndirnar. Eins og titillinn bendir til er umfjöllunarefnið meistari Megas og listsköpun hans og tilefnið er að skáldið stendur á sjötugu á þessu ári. Bókaút- gáfan Skrudda gefur út. Þeir Óttar og Magnús Þór Jónsson eru frændur og í frændgarði þeirra er að finna margt skáldið, svo sem Halldór Laxness og Böðvar Guðmundsson. Móðir Megasar var skáldkonan Þórunn Elva Magnúsdóttir. „Ég vissi mjög snemma af skyldleikan- um á milli okkar. Faðir minn Guðmundur Sigurðsson og Þórunn Elva voru þre- menningar og þess vegna fylgdist ég strax með Magnúsi frá því að hann fór að vekja athygli í Menntaskólanum í Reykjavík. Það fór fljótlega ýmsum sögum af honum fyrir sukk og en hann hvarf mér svo sjónum þegar hann flutti til Oslóar með þáverandi konu sinni og ég til Svíþjóðar,“ segir Óttar í upphafi samtals okkar. Leiðir þeirra lágu saman nokkrum árum síðar í Lundi í Svíþjóð þar sem Óttar stundaði framhaldsnám í geðlækningum og Íslendingafélagið fékk Megas til að troða upp. „Ég hlakkaði mjög til þessa viðburðar en það voru vonbrigði þar sem Megas var mjög drukkinn og frammi- staðan eftir því. Eftir að ég flutti heim höfum við átt samleið löngum stundum og vinátta okkar dýpkað með árunum.“ Ekki ævisaga skálds Óttar byggir bók sína þannig upp að hann rekur feril Megasar frá einni plötu til þeirrar næstu. Hann lýsir tilurð hverrar plötu, hverjir voru helstu áhrifavaldar skáldsins á þeim tíma og síðan er texta hvers lags gerð nokkur skil. Hann lýsir viðtökum hverrar plötu, vitnar í gagnrýni og umfjöllun og einnig eru birtir stuttir kaflar úr viðtölum við Megas sem birst hafa í gegnum tíðina. „Megas á mjög stóran þátt í því hvernig þessi bók lítur út. Hann vildi ekki láta skrifa um sig ævisögu og hann vildi ekki að þetta væri viðtalsbók. Þess vegna er einkalífi hans ekki gerð nein skil í þess- ari bók nema að því leyti sem atburðir í einkalífi hans snerta beinlínis tilurð verka hans. Bókin er að nokkru leyti byggð á samtölum okkar Megasar og margt af því sem sagt er um verkin hans er frá honum sjálfum komið enda enginn annar til frásagnar um það.“ Fyrsta plata Megasar kom út árið 1972 og í allt eru útgefnar plötur Megasar til dagsins í dag yfir 20. Fyrsta platan var tek- in upp við frumstæð skilyrði í Osló og það var Íslendinganýlendan þar í borg ásamt honum sjálfum sem kostaði útgáfuna. Reynt var eftir föngum að stilla kostnaði í hóf og það má glöggt heyra á plötunni. „Það var í rauninni hálfgert kraftaverk að þessi plata skyldi verða að veruleika því engum hafði í rauninni dottið í hug að hægt væri að gefa út tónlist Megasar. Hann var svo allt öðruvísi í sinni tónlistar- sköpun og ljóðagerð en þekktist á þeim tíma. Platan var gefin út í 600 eintökum og vakti strax mikla athygli og margir þeirra sem heyrðu hana áttuðu sig á því að hér væri kominn fram listamaður sem væri algjörlega einstakur. Þegar ég heyrði þessa plötu varð ég Megasaraðdáandi fyrir lífs- tíð,“ segir Óttar. Aldrei fyrirsjáanlegur Óttar segir að Megas hafi sjaldnast fylgt einhverri hugsjón eða stefnu, pólitískri eða listrænni, í sinni sköpun. „Hann gerir nákvæmlega það sem honum dettur í hug. Hann er aldrei fyrirsjáanlegur og það hafði meðal annars þau áhrif að vinstri menn sem réðu lögum og lofum í menn- ingarpólitíkinni á sjöunda og áttunda áratugnum tóku honum alltaf með fyrir- vara og afneituðu honum nánast þegar leið á. Hann hefur reglulega hlaupið út- undan sér og þess vegna naut hann aldrei stuðnings vinstrisinnaðra pólitíkusa. Ég rek þetta í bókinni og meðal annars voru bræðurnir Jón Múli og Jónas Árnasynir mjög neikvæðir gagnvart honum og Jónas semur leikritið Valmúinn springur út á nóttinni (1975) þar sem ein persónan er greinilega skrumskæling á persónu Meg- asar. Þessi afstaða er gegnumgangandi þegar ferill Megasar er skoðaður og það Hinar mörgu hliðar Megasar – Óttar Guðmundsson hefur kynnst þeim flestum

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.