Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.05.2015, Page 35

Læknablaðið - 01.05.2015, Page 35
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R LÆKNAblaðið 2015/101 267 er ekkert launungarmál að Vinstri grænir voru þeir einu sem settu sig upp á móti því að Megas yrði settur á heiðurslaun listamanna árið 2000. Á hinn bóginn eru það vinstrisinnaðir menntamenn sem eru hans dyggustu aðdáendur í gegnum tíðina en með árunum hefur fylgi hans orðið nokkuð þverpólitískt. Einn mesti og besti stuðningsmaður hans í íslensku samfélagi hefur alltaf verið Davíð Oddsson. Megas var gerður að borgarlistamanni í borgar- stjóratíð Davíðs og það var einnig fyrir stuðning Davíðs að hann var settur á heiðurslaun Alþingis.“ Óttar lýsir því vel hversu erfitt gagn- rýnendur tónlistar og bókmennta áttu með að skilgreina listsköpun Megasar. Það hefur reyndar breyst á síðustu árum og eitt helsta slagorð í samtímalist er „sam- runi listgreinanna“ og þar standast fáir Megasi snúning. „Lengi vel litu bókmenntapáfarnir ekki á texta Megasar sem þann merka skáldskap sem hann raunverulega er og það voru poppskríbentar dagblaðanna sem fjölluðu um plöturnar hans. En þeir botnuðu sjaldnast í textunum. Hann var of mikill poppari fyrir skáldin og of mikið skáld fyrir popparana. Menn vissu hrein- lega ekki hvar þeir áttu að staðsetja hann á litrófi listanna. Gegnumgangandi frasi í dómum um plöturnar að textarnir séu „pottþéttir að vanda“ sem segir auðvitað ekki neitt. Oft og tíðum eru textar Megasar óskiljanlegir og hann hefur sjálfur sagt að hann botnaði ekkert í sumum þeirra og hann verði óskiljanlegri með árunum og komi sjálfum sér á óvart. Stundum er hlutverk textans að mynda eins konar abstrakt heild orða og tóna og ástæðulaust að leita efnislegrar merkingar textans. Á hinn bóginn eru mörg ljóðanna auðskiljanleg og auðlærð og hafa orðið fjölmörgum tilefni til ívitn- unar við ýmis tækifæri. Það er til marks um alþýðuhylli skáldsins.“ Manna fróðastur um Hallgrím pétursson Óttar slær þann varnagla strax í upphafi bókarinnar að henni sé ekki ætlað að vera fræðileg úttekt á listsköpun Megasar. „Ég er hvorki bókmenntafræðingur né tónlist- armaður og hef því ekkert annað viðmið en mínar tilfinningar og smekk. Sumir söngvar Megasar hafa algjörlega sungið sig inn í sál mína en aðrir hafa ekki náð til mín. Það er til marks um hversu fjöl- breyttur söngvaheimur Megasar er, enda hefur hann sýnt og sannað að hann er jafnvígur á rokk, popp og ballöður í tón- listinni. Hann hefur starfað með mörgum af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar og þeim ber öllum saman um að Megas sé mjög vandvirkur tónlistarmaður og taki tónlist sína alvarlega.“ Það kemur sterkt fram í bókinni að Megas er gríðarlega vel lesinn og vel að sér um bókmenntir, sögu, heimspeki og tónlist. Óttar heldur því ákveðið fram að fáir taki Megasi fram í þekkingu á skáld- skap Hallgríms Péturssonar og skilningur hans á Passíusálmunum sé einstakur. Óttar bætir því við að þar sem Megas hafi ekki próf upp á vasann í bókmenntafræði hafi aldrei verið leitað til hans í umfjöllun um skáldskap Hallgríms. „Þetta er birt- ingarmynd þess hvernig akademían hefur Bókin um Megas er þriðja bókin á jafnmörgum árum sem Óttar Guðmundsson geðlæknir sendir frá sér. Hvernig finnur hann tíma til þess arna? „Ég á ekki snjallsíma, er ekki á feis- búkk, spila ekki golf og er alltaf edrú. Þá hefur maður tíma til alls!“

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.