Læknablaðið - 01.05.2015, Side 43
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R
Feitir leikarar og skemmtikraftar njóta
vafasamra vinsælda í heiminum í dag.
Flestir þeirra eiga í baráttu við ofþyngdina
og hafa sumir gert hana opinbera. Oprah
Winfrey er goðsögn í skemmtanaiðnaðinum
og er sögð valdameiri en flestir. Hún hefur í
gegnum tíðina farið upp og niður í líkams-
þyngd (á þriggja ára tímabili rokkaði hún
á milli 66 og 108 kg). Hún hefur reynt alla
hugsanlega matar- og megrunarkúra og oft
gert það fyrir opnum tjöldum í sjónvarps-
þáttum sínum. Niðurstaða hennar eftir ótal
slíkar tilraunir var einföld; borða minna og
hreyfa sig meira.
Robert de Niro er þekktur fyrir að undir-
búa sig vandlega fyrir hvert hlutverk og
hefur bætt á sig þyngd til að falla betur að
hlutverkum. Fyrir hlutverk í Raging Bull og
Al Capone fór hann yfir 30 í líkamsþyngdar-
stuðli en léttist jafnharðan aftur þegar
tökum lauk.
Leikarinn Forest Whitaker lenti í annars
konar vanda við tökur á stríðsmyndinni
Platoon. Hann var ráðinn í hlutverk Big
Harold vegna þess hversu feitur hann var en
tökurnar reyndust svo líkamlega krefjandi
að hann hríðhoraðist. Leikstjórinn, Oliver
Stone, gerði athugasemd við þetta og krafð-
ist þess að Whitaker bætti á sig kílóunum
að nýju.
Marlon Brando var ein skærasta stjarna
Hollywood upp úr miðri síðustu öld. Hann
fitnaði gríðarlega í lok ferils síns og sagt
er að við tökur á Apocalypse Now hafi hann
bannað að líkami hann sæist allur. Í mynd-
inni sést hann aðeins sitjandi og efri hluti
líkamans er sýnilegur. Brando varð engu
að síður 95 ára gamall rétt eins og hinn
stórvaxni Ernest Borgnine.
Fleiri leikarar í ofþyngd eru komnir á efri
ár: Gérard Depardieu, Dan Aykryod, Alec
Baldwin, John Goodman og Roseanne Barr
en James Gandolfini úr Soprano lést um
aldur fram, 52 ára.
Mörg fleiri dæmi mætti tína til um feita
leikara sem andast hafa á miðjum aldri eða
fyrr, en lystarstol hefur ekki síður tekið sinn
toll af einstaklingum í kastljósinu. Þekktust
þeirra er eflaust Twiggy sem kom fram á
sjöunda áratugnum og samstundis varð
drengjalegur líkamsvöxtur fyrirmynd ungra
kvenna í stað hinna mjúku bogadregnu
lína sem Marilyn Monroe er þekktust fyrir.
Twiggy lifði þó af eigið útlit sem ekki verður
sagt um margar af yngri sýningarstúlkum
sem fylgdu í fótspor hennar. Mörg dapurleg
dæmi eru um dauðsföll ungra stúlkna af
völdum lystarstols í tískusýningarheiminum
og hefur það haft áhrif bæði til góðs og ills.
Erfitt er að ímynda sér hvað sé aðlaðandi við
líkama sem eru svo greinilega vannærðir og
margar konur í tísku- og afþreyingariðnaði
hafa tjáð sig um reynslu sína af lystarstoli.
Það má reyndar setja spurningamerki við
hvort slíkar umræður hafi styrkt hugmyndir
almennings um hvernig heilbrigður líkami
á að líta út.
Við erum sannarlega betur upplýst í dag
en þegar feitu leikararnir veltust um hvíta
tjaldið í árdaga kvikmyndanna. Við vitum
að offita er áhættuþáttur fyrir nokkrum
algengustu lífsstílssjúkdómunum. Það er
kannski einföldun en hér á við hin tíma-
lausa ráðlegging að hóf er í öllu best.
Rössner S. Fet i buken – stor på duken. Stumfilmstiden var en
guldålder för feta aktörer. Läkartidningen 2015; 112: 412-4.
HS þýddi ur sænsku
Bæjarflöt 4
112 Reykjavík
Sími: 568 9095
www.gagnaeyding.is
Varðveislu
trúnaðarupplýsinga lýkur
með eyðingu þeirra
Við vinnum eftir
vottuðu gæðakerfi