Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2005, Page 43

Frjáls verslun - 01.07.2005, Page 43
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 43 S A M G Ö N G U R nefnd svonefnd fjórðaveldisregla. Það er að niðurbrotið sé fjórðaveldi af álagi öxulþunga á veginn. Út frá þeirri reiknireglu telst 44ra tonna flutningabíll brjóta veginn niður eins og 60 þús- und fólksbílar. Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri telur þessa kenningu geta átt sér nokkurn stað. Minnir þó á að fjölmargir aðrir þættir hafi einnig sitt að segja um slit og endingu vega. Veðrátta hafi mikil áhrif og til dæmis slíti fólksbílar yfirborði veganna talsvert ef þeir eru á nagladekkjum. Burðargetan er undir stöðlum Í skýrslu nefndar á vegum samgönguráðuneytis sem fjallaði um þróun flutninga hér innanlands og kom út fyrr á þessu ári segir að burðargeta vegakerfisins sé sums staðar verulega undir stöðlum. Aukin þungaumferð geti haft í för með sér töluvert skemmri endingartíma vega en ella og sé öxulþungi bifreiða afgerandi áhrifaþáttur hvað varðar endingu á efra burð- arlagi. Þá getur neðra burðarlag farið mjög illa þegar frost er að fara úr jörðu á vorin. Þá brotnar undirefnið smátt og smátt og fínefnið, sem dregur í sig bleytu, eykst. Með því minnkar burðarþolið. Á síðustu misserum hefur hins vegar verið reynt að bregðast við þessu með því að blanda tjöruefni í undirlagið sem hefur gefið góða raun. Pálmar Óli Magnússon vill slá ákveðna varnagla við áðurnefndri kenningu um fjórða veldið. Bendir á að hún sé byggð á rannsóknum sem gerðar voru í Bandaríkjunum fyrir meira en fjörutíu árum. Síðan þá hafi orðið mikil framþróun í gerð bifreiða, sem séu til dæmis með mun betri fjöðrunarbúnaði en áður var. Sömuleiðis sé allt öðruvísi staðið að vegagerð. Forsendur séu með öðrum orðum gjörbreyttar og því telur Pálmar nær lagi að miða slit vega við öxulþunga í þriðja veldi og vísar þar í nýrri bandarískar rannsóknir. Á hinn bóginn vanti frekari rannsóknir sem geti varpað einhverju Pálmar Óli Magnússon, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Samskipa. „Jafnvel þótt sjóflutningar geti verið ódýrari en flutningar á landi velur fólkið hraðann frekar og er tilbúið að greiða meira fyrir en ella.“ H EI M IL D : FÍ B Tekjur af bifreiðakaupum: 19 milljarðar Helstu skattar eru vörugjöld og virðisaukaskattur Tekjur af eldsneyti: 20 milljarðar Helstu skattar eru bensín- og olíugjöld, virðisaukaskattur og bifreiðagjald. Aðrar tekjur: 1 milljarður Helstu skattar þar eru af ýmiskonar þjónusta, svo sem skráningargjöld og ýmsir neysluskattar. TEKJUR RÍKISSJÓÐS AF BIFREIÐUM OG UMFERÐAð ríkissjóður fær ríflega 40 milljarða í tekjur á þessu ári af bifreiðum, en Vegagerðin fær aðeins 13 milljarða til vega- mála í landinu.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.