Frjáls verslun - 01.08.2006, Page 42
42 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6
Útlistun á úrtaki rannsóknarinnar Úrtakið miðaðist við
stjórnendur 300 stærstu fyrirtækja landsins og 250 fyrirtæki
og stofnanir ríkisins samkvæmt lista frá Ríkiskaupum.
Rúmlega fjórðungur (25,6%) svara kom frá konum og
tæplega þrír fjórðu (74,4%) frá körlum.
Athyglisvert er að sjá að svörun skiptist jafnt á milli starfs-
manna í opinbera- og einkageiranum. Könnunin var send
til 614 einstaklinga, 365 (59%) úr einkageiranum og 249
(41%) úr hinum opinbera. Alls bárust 128 svör frá stjórn-
endum í einkageiranum en 127 frá stjórnendum í opinbera
geiranum. Ef svör eru flokkuð eftir kynjum voru 68 frá
konum og 196 frá körlum.
Nefna má að úrtakið er sambærilegt við það sem notað
var í dönsku rannsókninni (Det Danske Ledelsesbarometer)
sem við vitnum í. Þar var 39% úr opinbera geiranum og
61% úr einkageiranum, 27% konur og 73% karlar.
Íslenskir stjórnendur vel menntaðir Íslenskir stjórn-
endur virðast almennt vera vel menntaðir. 45% þeirra hafa
lokið meistaranámi og rúmlega 37% öðru háskólanámi,
sem er þá væntanlega BS- og BA-próf. Samanlagt eru um
85% stjórnendana með doktors-, meistara- eða annað
háskólapróf svo að við getum sagt það með góðri vissu að
íslenskir stjórnendur séu vel menntaðir. Danskir kollegar
íslenskra stjórnenda geta ekki státað af eins háu mennt-
unarstigi, 71% þeirra er með háskólamenntun á móti 85%
íslenskra stjórnenda. Hins vegar er mun stærri hluti (17%)
danskra stjórnenda með einhverja iðnmenntun, en um 4%
íslenskra.
Konur betur menntaðar Þegar svör forstjóra eru skoðuð
sérstaklega eru karlmenn í miklum meirihluta. Einungis eru
8 (12%) þeirra konur en 57 (88%) karlar. Hallar verulega á
konurnar þegar horft er til þess að þær eru um 25% úrtaks-
ins. Hins vegar er mjög athyglisvert hvað íslenskir forstjórar
eru vel menntaðir. Allar konur, sem sitja í forstjórastól, eru
með doktors- eða mastersgráðu og mætti það túlkast sem
svo að konur þurfi hreinlega meiri menntun en karlar til að
komast í áhrifamestu stöðurnar. Karlar í forstjórastól eru líka
vel menntaðir en komast þó ekki með tærnar þar sem kon-
urnar hafa hælana, helmingur (51%) þeirra hefur doktor-
eða meistaragráðu og stór hópur (38%) aðra háskólagráðu,
BS- eða BA-próf. Ef bæði kyn eru talin saman eru ríflega níu
af hverjum tíu (91%) íslenskra forstjóra með háskólapróf.
Aukin ferðalög í einkageiranum Rúmlega 13% stjórnend-
anna fara oftar en 10 sinnum á ári til útlanda vegna vinnu
sinnar og rúmlega 27% fara oftar en 6 sinnum á ári. Útrás
íslenskra fyrirtækja hefur verið mikil á síðustu árum og eðli-
legt er að utanferðum íslenskra stjórnenda hafi fjölgað í takt
við það. Þegar bornar eru saman ferðir stjórnenda í einka-
geiranum og í opinbera geiranum sést töluverður munur.
Rúmlega 21% úr einkageiranum fer oftar en 10 sinnum á ári
til útlanda vegna vinnu sinnar, en einungis 5% úr opinbera
geiranum fer svo oft. Nánast enginn munur er á ferðalögum
karla og kvenna vegna vinnu sinnar til útlanda.
Góð tungumálakunnátta Ef enskukunnátta stjórnendanna
endurspeglar heildina gætum við auðveldlega tekið upp
Góð hugmynd
– til að endurnýja lífsorkuna
Frjó hugsun nærist best með góðri slökun í kraftmiklu umhverfi. Kynntu þér
frábæra aðstöðu fyrir fundi og ráðstefnur í nærandi andrúmslofti Bláa lónsins.
Nánari upplýsingar í síma 420 8806 og á radstefnur@bluelagoon.is
www.bluelagoon.is
Greinarhöfundar, þeir Harald Pétursson og Níels Sveinsson. Ritgerð þeirra um íslenska
stjórnandann er afar athyglisverð og margt kemur á óvart.
S T J Ó R N U N
Góð samskipti.
Íslenski stjórnandinn
þakkar árangur í starfi
að stórum hluta hæfni til
árangursríkra samskipta
og telur þann þátt eitt
af lykileinkennum góðs
stjórnanda.