Frjáls verslun - 01.08.2006, Síða 48
48 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6
smithætta af íslenskum stjórnendum fyrir íslenska vinnu-
menningu í heild sinni?
Stór hluti stjórnenda (63%) vinnur umfram 10 tíma á
dag (miðað við 5 daga vinnuviku) og ríflega 15% vinnur
meira en 12 tíma á dag. Álykta mætti að vinnudegi hjá þeim
ljúki ekki fyrr en í fyrsta lagi klukkan 20:00 á kvöldin ef
vinnudagurinn byrjar kl. 08:00 og ekki er unnið um helgar.
Munur á kynjum er umtalsverður hvað þetta varðar. Um
helmingur (48%) kvenna telur sig vinna lengri vinnuviku
en 50 tíma og 68% karla. Eins sjáum við að stjórnendur
einkageirans eru að jafnaði með töluvert lengri vinnuviku en
stjórnendur í opinbera geiranum.
Ef niðurstöður okkar eru bornar saman við niðurstöður
KPMG (2003) kemur í ljós að lengd vinnuviku íslenskra
stjórnenda hefur ekki mikið breyst. Í umræddri rannsókn
telja tæplega 67% stjórnenda sig vinna lengri vinnuviku en
50 tíma á móti ríflega 70% stjórnenda sem telja svo vera
samkvæmt okkar rannsókn.
Opinberi geirinn situr eftir hvað launamál varðar Ekki
voru margir íslenskir stjórnendur með lægri laun en 400.000
kr. á mánuði en þó ríflega helmingi fleiri hjá hinu opinbera
(4,1%) en í einkageiranum (1,6%). Þegar komið er í næsta
launabil sem rannsóknin styðst við, laun 400.000 – 700.000
kr. á mánuði, kemur munurinn augljóslega fram þar sem
72% stjórnenda hjá hinu opinbera gefa upp það launabil
sem sín laun en aðeins 19% þeirra sem starfa í einkageir-
anum. Á launabilinu 700.000 – 1.000.000 kr. er munurinn
ekki svo mikill, 29% stjórnenda í einkageiranum og 21% hjá
hinu opinbera. Hérna virðist þó launaþaki hjá hinu opinbera
nánast náð, aðeins 3% gefa upp mánaðarlaun á bilinu 1-
1½ milljón, þrír af hverjum tíu í einkageiranum. Allmargir
stjórnendur í einkageira hafa hærri laun en 1½ milljón á
mánuði eða tveir af hverjum tíu, en enginn mælist með svo
há laun hjá hinu opinbera.
Niðurstöður könnunarinnar á launum íslenskra stjórn-
enda með tilliti til kyns gefur umræðunni um launamismun
kynjanna byr undir báða vængi. Þó svo að mjög fáir stjórn-
endur hafi lægri laun en 400.000 kr. á mánuði eru konur í
þeim flokki ríflega þrisvar sinnum fleiri en karlar.
Í næstlægsta tekjuþrepinu eru heil 63% af kvenstjórn-
endum, en 38% karlstjórnenda. En svo jafnast hlutfall
kynjanna aftur við tekjuþrepið 700.000 – 1.000.000 kr. á
mánuði, þar er 21% kvenstjórnenda á móti tæplega 27%
karlstjórnenda. Munurinn verður svo aftur mun skýrari
þegar hærra er komið í tekjum. Af kvenstjórnendum ná
aðeins 6% tekjum á bilinu 1-1½ milljón króna á mánuði,
en 20% karlanna. Þegar skoðaðar eru tekjur yfir 1½ milljón
á mánuði ná ríflega 12% karlstjórnendanna þeim launum
en aðeins 3% kvenna, þó skýrist þessi munur að hluta til af
hærra hlutfalli karla í æðstu stjórnunarstöðum.
Lægri laun danskra stjórnenda! Þegar skoðaðar eru launa-
tölur 21% tekjuhæstu stjórnendanna (æðstu stjórnendur
voru 24% í danska úrtakinu) samkvæmt dönsku rannsókn-
inni er mikill munur á æðstu stjórnendum í Danmörku og
á Íslandi. Aðeins ríflega fimmtungur (21%) danskra stjórn-
enda hefur hærri laun en 620.000 kr. á mánuði, 3% þeirra
S T J Ó R N U N
Átta af hverjum tíu
(80%) segjast hugsa
um vinnuna þegar
þeir eiga frí og nánast
sama hlutfall segir að
þeim líði eins og þeir
eigi aldrei frí. Er hinn
íslenski stjórnandi
giftur vinnunni sinni?
VINNUVIKA:
SAMANBURÐUR Á VINNUTÍMA Í EINKAGEIRANUM OG ÞEIM OPINBERA